Frambjóðandi sér eftir því að hafa sagt Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni að „fokka sér“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. maí 2014 14:04 Kristín Soffía Jónsdóttir er á fjórða sæti lista Samfylkingarinnar. „Ég get sagt þér að fyrir tveimur árum sá ég þessa auglýsingu og upplifði hana sem árás á mig á mína fjölskyldu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum, um ummæli sem hún lét falla á Facebook fyrir tæpum tveimur árum um auglýsingu í Fréttablaðinu á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Kristín Soffía skrifaði þá færslu á Facebook, við frétt DV, að rússneska Réttatrúnaðarkirkjan mætti „fokka sér“ og að það væri „ömurlegt“ að Reykjavík væri búin að „útdeila lóð til þessa skítasafnaðar“. Kristín Soffía er nú varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og er í fjórða sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum.Hér má sjá hvað Kristín Soffía sagði á Facebook.Birtist sama dag og Gay Pride Auglýsingin birtist sama dag og Gleðiganga samkynhneigðra fór fram í Reykjavík og hljóðaði svo: „Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían.... Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadyrkendu, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælni, drykkjumenn, lastmálir né ræningar Guðs ríki erfa. (Fyrra bréf Páls til Korin 6:9-10)“. Ekkert nafn var undir auglýsingunni og baðst Fréttablaðið afsökunar á því á sínum tíma. Kristín Soffía segir tímasetninguna á birtingu auglýsingarinnar hafa haft áhrif á viðbrögð sín. Hún segist samt sjá eftir ummælunum. „Auðvitað er orðalagið ekki gott,“ segir Kristín, um það sem hún skrifaði á Facebook. Um lóðarúthlutnina til safnaðarins segir Kristín Soffía: „Úthlutunin var samkvæmt lögum. Ég tel að Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og samkvæmt lögum er borginni skylt að veita söfnuðum ókeypis lóðir undir bænahús, kirkjur eða aðrar sambærilegar byggingar,“ segir Kristín og heldur áfram: „Að sama skapi á hatursfull umræða aldrei rétt á sér. Þau lög verður að virða líka.“Hlynnt trúfrelsi Hún segist sjá eftir ummælunum: „Já, ég sé eftir þessum ummælum og það er gott að fá tækifæri til að biðjast afsökunar á þeim. Andúð mín til þessarar auglýsingarinnar er óbreytt engu að síður.“ Kristín segist vera hlynnt trúfrelsi. „Já, ég er hlynnt trúfrelsi, kynfrelsi og baráttu hinsegin fólks um allan heim. Það er mikilvægt að virða mannréttindi fólks.“ Hún segir að trú og trúfélög eigi ekki að skjóta skálkaskjóli yfir þá sem stunda hatursfulla umræðu.Vekja athygli í ljósi umræðunnarUmmæli Kristínar Soffíu hafa vakið athygli og verið í umferð á samfélagsmiðlum, sér í lagi vegna umræðunnar um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, um afturköllun lóðar til Félags múslima, á föstudaginn. Ummæli Sveinbjargar hafa verið mikið rædd undanfarna daga og voru meðal annars fordæmd af Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13. ágúst 2012 09:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Umdeild auglýsing Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. 14. ágúst 2012 06:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
„Ég get sagt þér að fyrir tveimur árum sá ég þessa auglýsingu og upplifði hana sem árás á mig á mína fjölskyldu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum, um ummæli sem hún lét falla á Facebook fyrir tæpum tveimur árum um auglýsingu í Fréttablaðinu á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Kristín Soffía skrifaði þá færslu á Facebook, við frétt DV, að rússneska Réttatrúnaðarkirkjan mætti „fokka sér“ og að það væri „ömurlegt“ að Reykjavík væri búin að „útdeila lóð til þessa skítasafnaðar“. Kristín Soffía er nú varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og er í fjórða sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum.Hér má sjá hvað Kristín Soffía sagði á Facebook.Birtist sama dag og Gay Pride Auglýsingin birtist sama dag og Gleðiganga samkynhneigðra fór fram í Reykjavík og hljóðaði svo: „Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían.... Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadyrkendu, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælni, drykkjumenn, lastmálir né ræningar Guðs ríki erfa. (Fyrra bréf Páls til Korin 6:9-10)“. Ekkert nafn var undir auglýsingunni og baðst Fréttablaðið afsökunar á því á sínum tíma. Kristín Soffía segir tímasetninguna á birtingu auglýsingarinnar hafa haft áhrif á viðbrögð sín. Hún segist samt sjá eftir ummælunum. „Auðvitað er orðalagið ekki gott,“ segir Kristín, um það sem hún skrifaði á Facebook. Um lóðarúthlutnina til safnaðarins segir Kristín Soffía: „Úthlutunin var samkvæmt lögum. Ég tel að Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og samkvæmt lögum er borginni skylt að veita söfnuðum ókeypis lóðir undir bænahús, kirkjur eða aðrar sambærilegar byggingar,“ segir Kristín og heldur áfram: „Að sama skapi á hatursfull umræða aldrei rétt á sér. Þau lög verður að virða líka.“Hlynnt trúfrelsi Hún segist sjá eftir ummælunum: „Já, ég sé eftir þessum ummælum og það er gott að fá tækifæri til að biðjast afsökunar á þeim. Andúð mín til þessarar auglýsingarinnar er óbreytt engu að síður.“ Kristín segist vera hlynnt trúfrelsi. „Já, ég er hlynnt trúfrelsi, kynfrelsi og baráttu hinsegin fólks um allan heim. Það er mikilvægt að virða mannréttindi fólks.“ Hún segir að trú og trúfélög eigi ekki að skjóta skálkaskjóli yfir þá sem stunda hatursfulla umræðu.Vekja athygli í ljósi umræðunnarUmmæli Kristínar Soffíu hafa vakið athygli og verið í umferð á samfélagsmiðlum, sér í lagi vegna umræðunnar um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, um afturköllun lóðar til Félags múslima, á föstudaginn. Ummæli Sveinbjargar hafa verið mikið rædd undanfarna daga og voru meðal annars fordæmd af Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13. ágúst 2012 09:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Umdeild auglýsing Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. 14. ágúst 2012 06:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13. ágúst 2012 09:15
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Umdeild auglýsing Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. 14. ágúst 2012 06:00