Mikill fjöldi styður bloggara í baráttu við eiginkonu bæjarstjóra Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. maí 2014 11:12 Styrmir Barkarson. Vísir/GVA „Það er frábært að fólk sýni því stuðning sem maður er að gera, en það er kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu mála í Reykjanesbæ að fólk þurfi að stofna stuðningssíðu á netinu fyrir mann sem reynir að halda uppi málefnalegri gagnrýni,“ segir Styrmir Barkarson, bloggari frá Reykjanesbæ. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til stuðnings Styrmi, eftir ritdeilu hans við eiginkonu bæjarstjóra.Eiginkonan brást ókvæða viðÁ bloggsíðu sinni gagnrýnir Styrmir stjórnarhætti í Reykjanesbæ og hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki orðið undan í þeirri gagnrýni. Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir brást ókvæða við og tók sig til og skrifaði grein í Víkurfréttir um skrif bloggarans. Bryndís sagði blogg Styrmis dæmi um „ógeðfelldar aðferðir eineltis.“ Hún kallaði Styrmi net-tröll og sagði Styrmi blogga um Árna á vinnutíma, en Styrmir er kennari í Reykjanesbæ. Stuðningssíðan kom upp í kjölfar þessarar ritdeilu. En Styrmir segist einnig hafa heyrt gagnrýni koma annarsstaðar frá, en eftir skrif Bryndísar hafi gagnrýnin aukist. „Já, ég hef heyrt það að sumir hafi miklar skoðanir á mér og því sem ég skrifa. En þær skoðanir byggjast eiginlega mest á því að þeim finnist ég vera hálfviti. Ég hef ekki enn heyrt neina málefnalega gagnrýni. En grein Bryndísar kom mér á óvart. Ég þekki hana ekki nema af góðu.“ Bryndís starfar við skólann sem Styrmir kennir við. „Já hún er talmeinafræðingur og kemur oft til okkar.“Bara fyrirsláttur Styrmi finnst leiðinlegt að hann sé sakaður um að sinna ekki vinnu sinni sem skyldi. „Hún fullyrti að ég væri að blogga í vinnunni og þar af leiðandi ekki að sinna vinnu minni. Ég skila mínum tímum og vel það. Ég er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda minna. Ég sést yfirleitt ekki inni á kaffistofunni. Að tala um að ég sé ekki að sinna mínu hlutverki er bara fyrirsláttur.“ Styrmir segist samt tilbúinn að umfjöllunarefni sín á blogginu á málefnalegum nótum. „Já, ég er sko ekkert heilagur eða óskeikull. Ef ég skrifa eitthvað sem er ekki rétt er ég algjörlega tilbúinn að leiðrétta það. En sú umræða þarf að vera á hærra plani en að kalla mig net-tröll eða níðpenna. Ég er enginn pólitíkus og ég er bara almennur borgari og skrifa bara um það sem ég sé. Ég tala við fólkið í bænum og les mig til. Ég Vil ekki fara með fleipur.“ Hann segir að vissulega verði Árni bæjarstjóri fyrir gagnrýni. „Ég ræðst ekki á persónu hans og kalla hann ekki illum nöfnum. En óneitanlega verður hann fyrir gagnrýni. Hann er oddvitinn, bæjarstjórinn og honum er hampað í kosningabaráttunni.“ Árni hefur neitað að tjá sig um ritdeiluna, eins og DV hefur sagt frá.Vinsæl stuðningssíða Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 806 manns „líkað við“ stuðningssíðuna, sem ber titilinn Við styðjum Styrmi Barkarson. Mikill fjöldi hefur skrifað inn á síðuna og þakkað Styrmi fyrir að halda uppi gagnrýni á bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Athygli vekur að fleiri hafa „líkað við“ stuðningssíðu Styrmis en við Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. „Persóna mín er ekki ástæðan fyrir því, það er alveg ljóst. Ég er ekkert vinsælli en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Þetta snýst bara um málsstaðinn. Fólk er fylgjandi tjáningarfrelsi, að allir hafi rétt á að segja sína skoðun og halda uppi málefnalegri gagnrýni. Um það snýst málið,“ útskýrir Styrmir. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Það er frábært að fólk sýni því stuðning sem maður er að gera, en það er kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu mála í Reykjanesbæ að fólk þurfi að stofna stuðningssíðu á netinu fyrir mann sem reynir að halda uppi málefnalegri gagnrýni,“ segir Styrmir Barkarson, bloggari frá Reykjanesbæ. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til stuðnings Styrmi, eftir ritdeilu hans við eiginkonu bæjarstjóra.Eiginkonan brást ókvæða viðÁ bloggsíðu sinni gagnrýnir Styrmir stjórnarhætti í Reykjanesbæ og hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki orðið undan í þeirri gagnrýni. Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir brást ókvæða við og tók sig til og skrifaði grein í Víkurfréttir um skrif bloggarans. Bryndís sagði blogg Styrmis dæmi um „ógeðfelldar aðferðir eineltis.“ Hún kallaði Styrmi net-tröll og sagði Styrmi blogga um Árna á vinnutíma, en Styrmir er kennari í Reykjanesbæ. Stuðningssíðan kom upp í kjölfar þessarar ritdeilu. En Styrmir segist einnig hafa heyrt gagnrýni koma annarsstaðar frá, en eftir skrif Bryndísar hafi gagnrýnin aukist. „Já, ég hef heyrt það að sumir hafi miklar skoðanir á mér og því sem ég skrifa. En þær skoðanir byggjast eiginlega mest á því að þeim finnist ég vera hálfviti. Ég hef ekki enn heyrt neina málefnalega gagnrýni. En grein Bryndísar kom mér á óvart. Ég þekki hana ekki nema af góðu.“ Bryndís starfar við skólann sem Styrmir kennir við. „Já hún er talmeinafræðingur og kemur oft til okkar.“Bara fyrirsláttur Styrmi finnst leiðinlegt að hann sé sakaður um að sinna ekki vinnu sinni sem skyldi. „Hún fullyrti að ég væri að blogga í vinnunni og þar af leiðandi ekki að sinna vinnu minni. Ég skila mínum tímum og vel það. Ég er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda minna. Ég sést yfirleitt ekki inni á kaffistofunni. Að tala um að ég sé ekki að sinna mínu hlutverki er bara fyrirsláttur.“ Styrmir segist samt tilbúinn að umfjöllunarefni sín á blogginu á málefnalegum nótum. „Já, ég er sko ekkert heilagur eða óskeikull. Ef ég skrifa eitthvað sem er ekki rétt er ég algjörlega tilbúinn að leiðrétta það. En sú umræða þarf að vera á hærra plani en að kalla mig net-tröll eða níðpenna. Ég er enginn pólitíkus og ég er bara almennur borgari og skrifa bara um það sem ég sé. Ég tala við fólkið í bænum og les mig til. Ég Vil ekki fara með fleipur.“ Hann segir að vissulega verði Árni bæjarstjóri fyrir gagnrýni. „Ég ræðst ekki á persónu hans og kalla hann ekki illum nöfnum. En óneitanlega verður hann fyrir gagnrýni. Hann er oddvitinn, bæjarstjórinn og honum er hampað í kosningabaráttunni.“ Árni hefur neitað að tjá sig um ritdeiluna, eins og DV hefur sagt frá.Vinsæl stuðningssíða Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 806 manns „líkað við“ stuðningssíðuna, sem ber titilinn Við styðjum Styrmi Barkarson. Mikill fjöldi hefur skrifað inn á síðuna og þakkað Styrmi fyrir að halda uppi gagnrýni á bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Athygli vekur að fleiri hafa „líkað við“ stuðningssíðu Styrmis en við Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. „Persóna mín er ekki ástæðan fyrir því, það er alveg ljóst. Ég er ekkert vinsælli en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Þetta snýst bara um málsstaðinn. Fólk er fylgjandi tjáningarfrelsi, að allir hafi rétt á að segja sína skoðun og halda uppi málefnalegri gagnrýni. Um það snýst málið,“ útskýrir Styrmir.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira