Biskup Íslands fylgjandi mosku: „Finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. maí 2014 16:46 Agnes M Sigurðardóttir biskup er fylgjandi mosku í Reykjavík. „Eitt útilokar ekki annað. Mér finnst sjálfri, sem manneskju og biskupi Íslands að kristin trú eigi að halda áfram að vera þau trúarbrögð sem eru ríkjandi og sem við byggjum á, en það útilokar ekki það að hér geti risið moska,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands um moskumálið svokalllaða. Agnes segir að hér á Íslandi ríki trúfrelsi og allir eigi að fá tækifæri til að lofa sinn guð. „Það er sjálfsagt mál að fólk hafi stað til að koma á og lofa sinn guð. Ég hef enga skoðun hvar moska á að vera í Reykjavík. Mér finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað,“ segir biskupinn ennfremur.„Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi“ Agnes segist hafa fylgst með umræðunni í netheimum. Margir hafa tjáð sig um málið, til dæmis í símatíma á Útvarpi Sögu í gær, þar sem Sveinbjörg Birna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar flokksins í Reykjavík var í viðtali. Sumir sem hringdu inn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því að fjölgun múslima hefði vandamál í för með sér. „Ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður. Samfélagið er byggt á kristnum gildum. Mér finnst það mikilvægara að við vitum hvar við stöndum sem þjóð, heldur en að vera útiloka aðra. Flest þetta fólk er alið upp í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi. Þess vegna eru þau væntanlega múslimar. Alveg eins og ég sem er alinn upp í kristinni trú og þess vegna tilheyri ég henni. Það sem maður elst upp við mótar mann oft fyrir lífstíð. Ég kýs að nálgast málið frá þeirri hliðinni, frekar en að vera með og á móti mosku.“Samstarf múslima og Þjóðkirkjunnar gengur vel Þjóðkirkjan er hluti af Samráðsvettvangi trúfélaga, ásamt Félagi múslima á Íslandi og Meinngarseturs múslima á Íslandi.. Önnur trúfélög sem eru hluti af samráðsvettvanginum eru Ásatrúarfélagið, Bahá‘ísamfélagið, Búddaistasamtökin SGI á Íslandi, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Fríkirkjan Vegurinn, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Rómversk-kaþólska kirkjan og Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík. Agnes segir samstarf trúfélaga ganga vel. „Ef þau kjósa að byggja sitt bænahús, finnst mér að þau ættu að fá leyfi til þess. Það sem á að gilda eru bara lög landsins, eins og á við um alla aðra þegna landsins. Það gildir um alla þegna þessa lands, að við förum eftir lögum og reglum landsins – en ekki eigin lögum og reglum. Að við förum eftir þeim lögum sem fulltrúar okkar hafa sammælst um að hér eigi að gilda.“ Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Agnes segist enga skoðun hafa á þeim ummælum. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef aldrei velt þessu máli fyrir mér. Ekkert hugsað um þetta mál og get eiginlega ekki svarað því þess vegna.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Eitt útilokar ekki annað. Mér finnst sjálfri, sem manneskju og biskupi Íslands að kristin trú eigi að halda áfram að vera þau trúarbrögð sem eru ríkjandi og sem við byggjum á, en það útilokar ekki það að hér geti risið moska,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands um moskumálið svokalllaða. Agnes segir að hér á Íslandi ríki trúfrelsi og allir eigi að fá tækifæri til að lofa sinn guð. „Það er sjálfsagt mál að fólk hafi stað til að koma á og lofa sinn guð. Ég hef enga skoðun hvar moska á að vera í Reykjavík. Mér finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað,“ segir biskupinn ennfremur.„Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi“ Agnes segist hafa fylgst með umræðunni í netheimum. Margir hafa tjáð sig um málið, til dæmis í símatíma á Útvarpi Sögu í gær, þar sem Sveinbjörg Birna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar flokksins í Reykjavík var í viðtali. Sumir sem hringdu inn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því að fjölgun múslima hefði vandamál í för með sér. „Ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður. Samfélagið er byggt á kristnum gildum. Mér finnst það mikilvægara að við vitum hvar við stöndum sem þjóð, heldur en að vera útiloka aðra. Flest þetta fólk er alið upp í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi. Þess vegna eru þau væntanlega múslimar. Alveg eins og ég sem er alinn upp í kristinni trú og þess vegna tilheyri ég henni. Það sem maður elst upp við mótar mann oft fyrir lífstíð. Ég kýs að nálgast málið frá þeirri hliðinni, frekar en að vera með og á móti mosku.“Samstarf múslima og Þjóðkirkjunnar gengur vel Þjóðkirkjan er hluti af Samráðsvettvangi trúfélaga, ásamt Félagi múslima á Íslandi og Meinngarseturs múslima á Íslandi.. Önnur trúfélög sem eru hluti af samráðsvettvanginum eru Ásatrúarfélagið, Bahá‘ísamfélagið, Búddaistasamtökin SGI á Íslandi, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Fríkirkjan Vegurinn, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Rómversk-kaþólska kirkjan og Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík. Agnes segir samstarf trúfélaga ganga vel. „Ef þau kjósa að byggja sitt bænahús, finnst mér að þau ættu að fá leyfi til þess. Það sem á að gilda eru bara lög landsins, eins og á við um alla aðra þegna landsins. Það gildir um alla þegna þessa lands, að við förum eftir lögum og reglum landsins – en ekki eigin lögum og reglum. Að við förum eftir þeim lögum sem fulltrúar okkar hafa sammælst um að hér eigi að gilda.“ Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Agnes segist enga skoðun hafa á þeim ummælum. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef aldrei velt þessu máli fyrir mér. Ekkert hugsað um þetta mál og get eiginlega ekki svarað því þess vegna.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira