Oddvitaáskorunin - Með stórt Skagahjarta 26. maí 2014 11:38 Ingibjörg ásamt fólkinu á framboðslista Samfylkingarinnar á Akranesi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ingibjörg Valdimarsdóttir heiti ég og er 41 árs og gift Eggerti Herbertssyni framkvæmdastjóra og eigum við 3 börn; Andra Frey 14 ára, Arndísi Lilju 11 ár og Viktor Daða 7 ára. Ég er bæjarfulltrúi og varaformaður bæjarráðs. Ég er einnig varaformaður stjórnar SSV og formaður starfshóps um atvinnu- og ferðamál. Ég var formaður fjölskylduráðs frá 2010 til 2012. Ég er borin og barnfæddur Skagamaður og er dóttir hjónanna Jóhönnu L. Jónsdóttur og Valdimars Björgvinssonar. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hef lokið M.sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR. Í dag rek ég fyrirtæki á Akranesi sem heitir Ritari.is. Annars hef ég mestmegnis starfað við markaðsmál og stjórnun eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum. Ég hef mikinn áhuga á öll sem tengist ferðalögum og ólíkum menningarheimum og fólki almennt, eins hef ég mikinn áhuga á allskyns útiveru og hreyfingu. Annars fer mestur minn tími í fjölskylduna, vinina, félagsstörfin og vinnuna. Það sem ég hef lagt mestu áherslu á og haft mikinn áhuga á eru atriði eins og aukið íbúalýðræði með meiri þátttöku bæjarbúa í málefnum bæjarfélagsins. Málefni fjölskyldunnar eru mér hjartfólgin, eins og skólamál og íþrótta- og æskulýðsmál og eins tel ég mikilvægt að halda þétt utanum uppbyggingu atvinnulífsins. Ég legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni og sem rekstrarmanneskja vel ég að fara skynsamlega með fjármuni bæjarbúa til hagsmuna fyrir bæjarfélagið í heild. Við eigum að halda áfram að greiða niður skuldir bæjarsjóðs þannig að við séum ekki að eyða of stóru hlutfalli bæjarsjóðs í fjármagnskostnað. Ég tel okkur hafa gert ágætlega þessum málefnum á nústandandi kjörtímabili. Ég tel að samvinna bæjarstjórnar skili mestu til bæjarbúa og sé til hagsbóta fyrir bæjarfélagið í heild og því er nauðsynlegt að vinna að bæjarmálum að fagmennsku og gegnsæi og nauðsynlegt að horfa upp úr pólitískum flokkadráttum. Mér þykir afar vænt um bæinn minn og sé mikið af tækifærum sem mig langar til að nýta í þágu bæjarfélagins en til þess að geta það þurfum við stuðning bæjarbúa í kosningunum.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Langisandur og leiðin milli Seljarlandsfoss og Skógarfoss undir Eyjafjöllum, að meðtöldum fossunum tveimur. Hundar eða kettir?Hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu?Á þrjár sem ekki er hægt að gera upp á milli en það er þegar ég fékk börnin mín þrjú fyrst í hendurnar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hrossalund grilluð à la Eggert. Hvernig bíl ekur þú?Svörtum Bens. Besta minningin?Sú sem kemur upp í huga mínum er brúðkaupsferðin með eiginmanni mínum til Kuala Lumpur og Balí, meiriháttar staðir og frábært fólk. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, það hefur komið fyrir að ég hef verið að flýta mér um of í umferðinni. Hverju sérðu mest eftir?Að hafa ekki verið duglegri að heimsækja ömmur mínar og afa þegar þau voru á lífi. Draumaferðalagið?Að fara í heimsreisu með megináherslu á Asíu. Hefur þú migið í saltan sjó?Já ég held að ég hafi gert það einu sinni. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Að þiggja gistingu hjá öldruðum manni í Róm á bakpokaferðalagi með 2 vinkonum mínum um Evrópu fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan. Hefur þú viðurkennt mistök?Já margoft. Hef einnig viðurkennt að vera ekki fullkomin. Hverju ertu stoltust af?Börnunum mínum þremur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32 Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi 20. maí 2014 12:37 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ingibjörg Valdimarsdóttir heiti ég og er 41 árs og gift Eggerti Herbertssyni framkvæmdastjóra og eigum við 3 börn; Andra Frey 14 ára, Arndísi Lilju 11 ár og Viktor Daða 7 ára. Ég er bæjarfulltrúi og varaformaður bæjarráðs. Ég er einnig varaformaður stjórnar SSV og formaður starfshóps um atvinnu- og ferðamál. Ég var formaður fjölskylduráðs frá 2010 til 2012. Ég er borin og barnfæddur Skagamaður og er dóttir hjónanna Jóhönnu L. Jónsdóttur og Valdimars Björgvinssonar. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hef lokið M.sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR. Í dag rek ég fyrirtæki á Akranesi sem heitir Ritari.is. Annars hef ég mestmegnis starfað við markaðsmál og stjórnun eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum. Ég hef mikinn áhuga á öll sem tengist ferðalögum og ólíkum menningarheimum og fólki almennt, eins hef ég mikinn áhuga á allskyns útiveru og hreyfingu. Annars fer mestur minn tími í fjölskylduna, vinina, félagsstörfin og vinnuna. Það sem ég hef lagt mestu áherslu á og haft mikinn áhuga á eru atriði eins og aukið íbúalýðræði með meiri þátttöku bæjarbúa í málefnum bæjarfélagsins. Málefni fjölskyldunnar eru mér hjartfólgin, eins og skólamál og íþrótta- og æskulýðsmál og eins tel ég mikilvægt að halda þétt utanum uppbyggingu atvinnulífsins. Ég legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni og sem rekstrarmanneskja vel ég að fara skynsamlega með fjármuni bæjarbúa til hagsmuna fyrir bæjarfélagið í heild. Við eigum að halda áfram að greiða niður skuldir bæjarsjóðs þannig að við séum ekki að eyða of stóru hlutfalli bæjarsjóðs í fjármagnskostnað. Ég tel okkur hafa gert ágætlega þessum málefnum á nústandandi kjörtímabili. Ég tel að samvinna bæjarstjórnar skili mestu til bæjarbúa og sé til hagsbóta fyrir bæjarfélagið í heild og því er nauðsynlegt að vinna að bæjarmálum að fagmennsku og gegnsæi og nauðsynlegt að horfa upp úr pólitískum flokkadráttum. Mér þykir afar vænt um bæinn minn og sé mikið af tækifærum sem mig langar til að nýta í þágu bæjarfélagins en til þess að geta það þurfum við stuðning bæjarbúa í kosningunum.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Langisandur og leiðin milli Seljarlandsfoss og Skógarfoss undir Eyjafjöllum, að meðtöldum fossunum tveimur. Hundar eða kettir?Hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu?Á þrjár sem ekki er hægt að gera upp á milli en það er þegar ég fékk börnin mín þrjú fyrst í hendurnar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hrossalund grilluð à la Eggert. Hvernig bíl ekur þú?Svörtum Bens. Besta minningin?Sú sem kemur upp í huga mínum er brúðkaupsferðin með eiginmanni mínum til Kuala Lumpur og Balí, meiriháttar staðir og frábært fólk. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, það hefur komið fyrir að ég hef verið að flýta mér um of í umferðinni. Hverju sérðu mest eftir?Að hafa ekki verið duglegri að heimsækja ömmur mínar og afa þegar þau voru á lífi. Draumaferðalagið?Að fara í heimsreisu með megináherslu á Asíu. Hefur þú migið í saltan sjó?Já ég held að ég hafi gert það einu sinni. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Að þiggja gistingu hjá öldruðum manni í Róm á bakpokaferðalagi með 2 vinkonum mínum um Evrópu fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan. Hefur þú viðurkennt mistök?Já margoft. Hef einnig viðurkennt að vera ekki fullkomin. Hverju ertu stoltust af?Börnunum mínum þremur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32 Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi 20. maí 2014 12:37 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32
Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi 20. maí 2014 12:37