Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 24. maí 2014 15:46 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins og flugvallavina fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor segist ekki vera sammála oddvita flokksins um að ekki eigi að úthluta lóðum undir hús trúfélaga meðan þjóðkirkjan sé ríkiskirkja. Hún segist þó vera á sammála því að afturkalla eigi lóðaúthlutunina undir moskuna. En múslimar fengu úthlutað lóð við Suðurlandsbraut í september í fyrra. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir í samtali við Vísi í gær.„Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“ Í kjölfar ummæla Sveinbjargar lýsti Hreiðar Eiríksson sem sat í fimmta sæti listans því yfir að hann styddi framboðið ekki lengur.Ekki eigi að hygla einum umfram aðra „Ég er ekki á móti moskum almennt en ég er á móti því að það eigi að gefa lóðir til trúfélaga,“ segir Guðfinna í samtali við Vísi í dag. Hún telur að ekki eigi að hygla einum umfram aðra. Trúfélög eigi ekki að fá lóðir að gjöf. Frekar eigi að byggja upp húsnæði en fullt af fólki sé í húsnæðisvanda í borginni. „Það á frekar að drífa í þeirri framkvæmd en að gefa lóðir.“ Hún segist hafa orðið vör við það í samtölum við fólk að það þori ekki að tala um þetta mál. Fólk sé þá stimplað rasistar. En um þetta mál ætti að vera opin umræða eins og um annað í samfélaginu. „Fólk á að geta sagt það sem það vill segja án þess að fá heilan her af fólki sem er á móti skoðunum þeirra upp á móti sér.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins og flugvallavina fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor segist ekki vera sammála oddvita flokksins um að ekki eigi að úthluta lóðum undir hús trúfélaga meðan þjóðkirkjan sé ríkiskirkja. Hún segist þó vera á sammála því að afturkalla eigi lóðaúthlutunina undir moskuna. En múslimar fengu úthlutað lóð við Suðurlandsbraut í september í fyrra. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir í samtali við Vísi í gær.„Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“ Í kjölfar ummæla Sveinbjargar lýsti Hreiðar Eiríksson sem sat í fimmta sæti listans því yfir að hann styddi framboðið ekki lengur.Ekki eigi að hygla einum umfram aðra „Ég er ekki á móti moskum almennt en ég er á móti því að það eigi að gefa lóðir til trúfélaga,“ segir Guðfinna í samtali við Vísi í dag. Hún telur að ekki eigi að hygla einum umfram aðra. Trúfélög eigi ekki að fá lóðir að gjöf. Frekar eigi að byggja upp húsnæði en fullt af fólki sé í húsnæðisvanda í borginni. „Það á frekar að drífa í þeirri framkvæmd en að gefa lóðir.“ Hún segist hafa orðið vör við það í samtölum við fólk að það þori ekki að tala um þetta mál. Fólk sé þá stimplað rasistar. En um þetta mál ætti að vera opin umræða eins og um annað í samfélaginu. „Fólk á að geta sagt það sem það vill segja án þess að fá heilan her af fólki sem er á móti skoðunum þeirra upp á móti sér.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08