Bara fyrsta skref af mörgum Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2014 16:41 Fulltrúar Reykjavíkurborgar segja að myndin úr aðalskipulagi lýsi engan veginn stefnu borgarinnar. Vísir/Aðsend/Vilhelm Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um byggð við Suðurlandsbraut og myndir úr aðalskipulagi sem sýna mögulega byggð við götuna lýsa engan veginn nógu vel stefnu borgarinnar. Þetta fullyrða fulltrúar Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Tölvugerð mynd sem sýnir blokkabyggð meðfram austanverðri Suðurlandsbraut hefur farið víða á netinu undanfarið og ýmsir gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að áforma byggingu á svæðinu. Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir meðfram götunni muni loka fyrir útsýni til norðurs. „Myndin sem Björn Jón notar lýsir ekki bindandi stefnu borgarinnar,“ segir Haraldur Sigurðsson, verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. „Það þarf að passa sig á því þegar aðalskipulagið er lesið að öll kort sem lýsa bindandi stefnu eru sérmerkt. Þessari mynd var varpað upp á kynningarfundi í Laugardalnum á sínum tíma, bara til að vekja umræðu.“Fólk ruglar saman skipulagsstigum Hann segir að myndin sé vissulega fengin úr aðalskipulagi borgarinnar, en að það þýði þó engan veginn að hún sýni fyrirætlanir borgarstjórnar. „Aðalatriðið í þessu, finnst mér, er að fólk er að rugla saman skipulagsstigunum,“ segir Haraldur. „Aðalskipulag lýsir í raun bara heimildum um landnotkun og mögulega byggð en síðan er það til ákvörðunar í deiliskipulagi hvernig byggðin lítur út. Og hversu mikil hún verður og hvort það verði yfir höfuð af henni. Það eru hlutir í aðalskipulaginu sem verða aldrei að veruleika, bara af því að menn skoða málin betur þegar þetta fer í deiliskipulag.“ Hann ítrekar þær fullyrðingar sem birtust á vef Reykjavíkurborgar fyrir stuttu um að möguleg byggð yrði lágreist, með opnum sjónásum til dalsins og að hún myndi ekki teygjast inn á útivistarsvæði Laugardalsins. „Það sem veldur misskilningi er það að það eru teiknaðar upp myndir, til að sýna möguleika,“ segir hann. „Það er ekki hlutverk aðalskipulags að festa útlit bygginga. Þessi mynd var bara höfð með sem viðbótarfróðleikur.“ Hann segir þó að hugtakið „falsmyndir“ sem var notað í frétt Reykjavíkurborgar hafi ekki átt við myndina úr deiliskipulaginu sem var meðal annars höfð með grein Björn Jóns. Þær hafi átt við myndir sem eru meðal annars notaðar með grein Vilhjálms Þórs Svanssonar lögfræðings sem birtist á Pressunni í gær. „Þetta eru mjög villandi myndir,“ segir Haraldur. „Ég veit ekki hver gerir þær myndir, en þær eru mjög villandi. Byggðin er sýnd sem samfelldur húsveggur. Það er engan veginn hugmynd borgarinnar.“Ofboðslega aum pólítík Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, segir að það að dreifa myndum sem þessum sýni engan veginn hvernig mögulegar byggingar gætu litið út á endanum. „Þetta er bara fyrsta skref af mörgum,“ segir Heiða Kristín. „Þetta er svo miklu flóknara en að það séu bara einhverjir fábjánar á skrifstofum sem ætla að planta niður einhverjum steypuklumpum.“ Hún kallar það „auma pólítík“ að verið sé að gagnrýna skipulagsstefnu borgarstjórnar út frá þessum myndum. „Þetta er náttúrulega að koma úr ákveðinni átt og þetta er ofboðslega aum, gömul pólítík,“ segir hún. „Það er vika í kosningar og nú á að henda fram alls konar „horror“-myndum um einhverja steypuklumpa í Laugardalnum.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um byggð við Suðurlandsbraut og myndir úr aðalskipulagi sem sýna mögulega byggð við götuna lýsa engan veginn nógu vel stefnu borgarinnar. Þetta fullyrða fulltrúar Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Tölvugerð mynd sem sýnir blokkabyggð meðfram austanverðri Suðurlandsbraut hefur farið víða á netinu undanfarið og ýmsir gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að áforma byggingu á svæðinu. Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir meðfram götunni muni loka fyrir útsýni til norðurs. „Myndin sem Björn Jón notar lýsir ekki bindandi stefnu borgarinnar,“ segir Haraldur Sigurðsson, verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. „Það þarf að passa sig á því þegar aðalskipulagið er lesið að öll kort sem lýsa bindandi stefnu eru sérmerkt. Þessari mynd var varpað upp á kynningarfundi í Laugardalnum á sínum tíma, bara til að vekja umræðu.“Fólk ruglar saman skipulagsstigum Hann segir að myndin sé vissulega fengin úr aðalskipulagi borgarinnar, en að það þýði þó engan veginn að hún sýni fyrirætlanir borgarstjórnar. „Aðalatriðið í þessu, finnst mér, er að fólk er að rugla saman skipulagsstigunum,“ segir Haraldur. „Aðalskipulag lýsir í raun bara heimildum um landnotkun og mögulega byggð en síðan er það til ákvörðunar í deiliskipulagi hvernig byggðin lítur út. Og hversu mikil hún verður og hvort það verði yfir höfuð af henni. Það eru hlutir í aðalskipulaginu sem verða aldrei að veruleika, bara af því að menn skoða málin betur þegar þetta fer í deiliskipulag.“ Hann ítrekar þær fullyrðingar sem birtust á vef Reykjavíkurborgar fyrir stuttu um að möguleg byggð yrði lágreist, með opnum sjónásum til dalsins og að hún myndi ekki teygjast inn á útivistarsvæði Laugardalsins. „Það sem veldur misskilningi er það að það eru teiknaðar upp myndir, til að sýna möguleika,“ segir hann. „Það er ekki hlutverk aðalskipulags að festa útlit bygginga. Þessi mynd var bara höfð með sem viðbótarfróðleikur.“ Hann segir þó að hugtakið „falsmyndir“ sem var notað í frétt Reykjavíkurborgar hafi ekki átt við myndina úr deiliskipulaginu sem var meðal annars höfð með grein Björn Jóns. Þær hafi átt við myndir sem eru meðal annars notaðar með grein Vilhjálms Þórs Svanssonar lögfræðings sem birtist á Pressunni í gær. „Þetta eru mjög villandi myndir,“ segir Haraldur. „Ég veit ekki hver gerir þær myndir, en þær eru mjög villandi. Byggðin er sýnd sem samfelldur húsveggur. Það er engan veginn hugmynd borgarinnar.“Ofboðslega aum pólítík Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, segir að það að dreifa myndum sem þessum sýni engan veginn hvernig mögulegar byggingar gætu litið út á endanum. „Þetta er bara fyrsta skref af mörgum,“ segir Heiða Kristín. „Þetta er svo miklu flóknara en að það séu bara einhverjir fábjánar á skrifstofum sem ætla að planta niður einhverjum steypuklumpum.“ Hún kallar það „auma pólítík“ að verið sé að gagnrýna skipulagsstefnu borgarstjórnar út frá þessum myndum. „Þetta er náttúrulega að koma úr ákveðinni átt og þetta er ofboðslega aum, gömul pólítík,“ segir hún. „Það er vika í kosningar og nú á að henda fram alls konar „horror“-myndum um einhverja steypuklumpa í Laugardalnum.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52
Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43