Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2014 11:46 Ingvar sendi okkur mynd af sér og tvífara leikarans Russell Crowe. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. Hann er uppalinn Garðbæingur og á djúpar rætur þar. Ingvar er kennslustjóri íþrótta í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, áður en hann tók til starfa þar var hann náttúrufræðikennari í Garðaskóla. Ingvar hefur mikin áhuga á íþróttum og er aðeins eitt félag sem á huga hans allan og það er Stjarnan. Hann hefur spilað með öllum meistarflokkum félagsins þ.e.a.s. í blaki, körfu, handbolta og knattspyrnu einnig á Ingvar félagsmet Stjörnunnar í spjótkasti. Helstu áhugamál fyrir utan íþróttir eru stang- og skotveiði. Ingvar er veiðimaður af guðs náð og er þessa dagana að veiða atkvæði. Að öllu gamni slepptu segist Ingvar vera eðal Garðbæingur sem sé tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir bæjarbúa. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sauðholt í Ásahreppi. Hundar eða kettir? Ég er hundakall. Á labradorhund sem heitir Skuggi og er hann einn af fjölskyldunni. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barna minna og hvolpana hans Skugga(barnabörnin). Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grilluð villibráð. Hvernig bíl ekur þú? Izusu upptakara(pick-up) árgerð 2004, ekinn 200.005 km. Besta minningin? Á margar stórkostlegar minningar frá uppvexti mínum í Garðabæ. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Bara nokkrum sinnum. Bara einu sinni verið settur í klefa en það var bara í stutta stund. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég pissaði óvart á vin minn. Ég vona að hann geti fyrirgefið mér. Draumaferðalagið? Falleg ganga um ósnortið hraunið í miðnætursólinni í Garðabæ. Hefur þú migið í saltan sjó? Já á mörgum bátsferðum mínum í gegnum tíðina hef ég gert það og svo óvart á vin minn líka. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar við félagarnir vorum staddir í Madríd fyrir nokkrum árum og sungum Bobby McFerrin slagarann Don´t worry be happy við ansi magnaðar aðstæður. Hefur þú viðurkennt mistök? Já enda trúi ég á að mistök séu til þess að læra af þeim. Hverju ertu stoltastur af? Strákunum mínum, þeir eru sólargeislarnir í lífi mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Garðabær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. Hann er uppalinn Garðbæingur og á djúpar rætur þar. Ingvar er kennslustjóri íþrótta í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, áður en hann tók til starfa þar var hann náttúrufræðikennari í Garðaskóla. Ingvar hefur mikin áhuga á íþróttum og er aðeins eitt félag sem á huga hans allan og það er Stjarnan. Hann hefur spilað með öllum meistarflokkum félagsins þ.e.a.s. í blaki, körfu, handbolta og knattspyrnu einnig á Ingvar félagsmet Stjörnunnar í spjótkasti. Helstu áhugamál fyrir utan íþróttir eru stang- og skotveiði. Ingvar er veiðimaður af guðs náð og er þessa dagana að veiða atkvæði. Að öllu gamni slepptu segist Ingvar vera eðal Garðbæingur sem sé tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir bæjarbúa. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sauðholt í Ásahreppi. Hundar eða kettir? Ég er hundakall. Á labradorhund sem heitir Skuggi og er hann einn af fjölskyldunni. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barna minna og hvolpana hans Skugga(barnabörnin). Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grilluð villibráð. Hvernig bíl ekur þú? Izusu upptakara(pick-up) árgerð 2004, ekinn 200.005 km. Besta minningin? Á margar stórkostlegar minningar frá uppvexti mínum í Garðabæ. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Bara nokkrum sinnum. Bara einu sinni verið settur í klefa en það var bara í stutta stund. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég pissaði óvart á vin minn. Ég vona að hann geti fyrirgefið mér. Draumaferðalagið? Falleg ganga um ósnortið hraunið í miðnætursólinni í Garðabæ. Hefur þú migið í saltan sjó? Já á mörgum bátsferðum mínum í gegnum tíðina hef ég gert það og svo óvart á vin minn líka. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar við félagarnir vorum staddir í Madríd fyrir nokkrum árum og sungum Bobby McFerrin slagarann Don´t worry be happy við ansi magnaðar aðstæður. Hefur þú viðurkennt mistök? Já enda trúi ég á að mistök séu til þess að læra af þeim. Hverju ertu stoltastur af? Strákunum mínum, þeir eru sólargeislarnir í lífi mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Garðabær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25