Í myndbandinu dansa frambjóðendur undir ljúfum tónum Pitbull. Lagið er opinbert lag heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem háð er í sumar í Brasilíu Suður-Ameríku. Dansararnir í myndbandinu sjást á þekktum stöðum í bænum.
Y-listi Beinnar leiðar er með einn mann inni samkvæmt nýjustu skoðanakönnun og er nýtt framboð í bænum. Fjör er farið að færast í kosningabaráttuna suður með sjó. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er fallinn samkvæmt könnunum og líklegt að bæði nýju framboðin, Bein leið og Píratar, ná inn manni í Reykjanesbæ.
Hér má sjá myndband Beinnar leiðar: