Grafa græðlingar undan Samfylkingunni í Sandgerði? Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2014 13:41 Ólafur Þór Ólafsson er oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði VISIR/HREINN Töluverður styr hefur staðið um dreifingu Samfylkingarinnar í Sandgerði á birkigræðlingum til íbúa bæjarins. Græðlingarnir fylgdu með stefnuskrá flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem frambjóðendur hafa gengið með í hús á undanförnum dögum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, sem rekur Gróðrastöðina Glitbrá í bænum, setti inn harðorða Facebook-færslu í gær þar sem hún gagnrýndi aðstandendur dreifingarinnar fyrir að hafa ekki verslað græðlingana í heimabyggð. Tóku margir íbúar bæjarins í sama streng og hófust miklar umræður við færsluna. Sáu aðstandendur framboðsins í Sandgerði sér þann einn kost vænstan að senda út tilkynningu þess efnis að flokkurinn hafi ekki verslað græðlingana utanbæjar, honum hafi hlotnast þeir sem styrkur. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir þetta leiðindamál. „Við dreifðum græðlingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum – og fyrir átta árum líka – til íbúa bæjarins,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Það var nú bara þannig að stuðningsaðili okkar læddi græðlingunum að okkur í þetta skiptið og við vildum leyfa bæjarbúum að njóta þeirra með okkur,“ segir Ólafur og þykir miður að aðstandendum gróðrastöðvarinnar telji hafa farið fram hjá sér. Hann vill ítreka það að Samfylkingin hvetur Sandgerðinga í hvítvetna að versla í heimabyggð. „Þegar þvi verður við komið,“ eins og segir í tilkynningunni. Í kjölfar tilkynningarinnar frá Samfylkingunni hefur Gunnhildur fjarlægt fyrrgreinda Facebook-færslu og beðist afsökunar á fljótfærni sinni á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga. Nú eru einungis niu dagar til sveitarstjórnarkosninga og því verður áhugavert að sjá hvort það verða græðlingarnir eða gagnrýnin sem ná að skjóta rótum í Sandgerðisbæ. Fésbókarfærslu S-listans í Sandgerði má sjá hér að neðan. Post by S-listinn í Sandgerði. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Töluverður styr hefur staðið um dreifingu Samfylkingarinnar í Sandgerði á birkigræðlingum til íbúa bæjarins. Græðlingarnir fylgdu með stefnuskrá flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem frambjóðendur hafa gengið með í hús á undanförnum dögum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, sem rekur Gróðrastöðina Glitbrá í bænum, setti inn harðorða Facebook-færslu í gær þar sem hún gagnrýndi aðstandendur dreifingarinnar fyrir að hafa ekki verslað græðlingana í heimabyggð. Tóku margir íbúar bæjarins í sama streng og hófust miklar umræður við færsluna. Sáu aðstandendur framboðsins í Sandgerði sér þann einn kost vænstan að senda út tilkynningu þess efnis að flokkurinn hafi ekki verslað græðlingana utanbæjar, honum hafi hlotnast þeir sem styrkur. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir þetta leiðindamál. „Við dreifðum græðlingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum – og fyrir átta árum líka – til íbúa bæjarins,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Það var nú bara þannig að stuðningsaðili okkar læddi græðlingunum að okkur í þetta skiptið og við vildum leyfa bæjarbúum að njóta þeirra með okkur,“ segir Ólafur og þykir miður að aðstandendum gróðrastöðvarinnar telji hafa farið fram hjá sér. Hann vill ítreka það að Samfylkingin hvetur Sandgerðinga í hvítvetna að versla í heimabyggð. „Þegar þvi verður við komið,“ eins og segir í tilkynningunni. Í kjölfar tilkynningarinnar frá Samfylkingunni hefur Gunnhildur fjarlægt fyrrgreinda Facebook-færslu og beðist afsökunar á fljótfærni sinni á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga. Nú eru einungis niu dagar til sveitarstjórnarkosninga og því verður áhugavert að sjá hvort það verða græðlingarnir eða gagnrýnin sem ná að skjóta rótum í Sandgerðisbæ. Fésbókarfærslu S-listans í Sandgerði má sjá hér að neðan. Post by S-listinn í Sandgerði.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira