Við erum orðnir gamlir, sagði heldri maður yfir kaffibolla í N1 skálanum á Blönduósi þegar Stóru málin voru þar á ferð, og þurfum að fá unga fólkið heim. Þetta var viðkvæði flestra sem Stóru málin ræddu við á Blönduósi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar; menn ættu að hætta að bíða eftir gagnaveri og einhenda sér í að skapa hálaunastörf fyrir menntað fólk svo unga fólkið gæti snúið aftur heim.
Lóa Pind Aldísardóttir ræddi við íbúa á Blönduósi sem virtust sammála um að lítið hefði verið um átök á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka.
Atvinnumálin voru ofarlega á lista íbúa yfir málum sem þyrfti að fara yfir á næsta kjörtímabili. Það væri einhæft og hátekjustörf fyrir menntað fólk vanti á svæðið.
Lóa ræddi einnig við Hörð Ríkharðsson, oddvita J – lista umbótasinnaðra Blönduósinga, og Valgarð Hilmarsson, oddvita L – Lista fólksins.

