"Langaði ekkert heitar en að fá að fara á hestbak“ Ellý Ármanns skrifar 20. maí 2014 14:45 Birna og Kolbeinn eftir sigurinn. myndir/einkasafn birnu Birna Ósk Ólafsdóttir, 17 ára, nemi í menntaskólanum í Kópavogi sigraði fjórganginn á árlegu íþróttamóti Spretts, hestamannafélagi Kópavogs og Garðabæjar, sem fram fór síðustu helgi. „Þetta var svolítið sérstakt mót fyrir mig þar sem við tókum seint á hús og undirbúningurinn því ekki verið eins og ég hefði óskað mér. Það var því ofboðslega skemmtilegt að vinna fjórganginn sérstaklega eftir að hafa gert mistök í forkeppninni. Við urðum því að fara í gegnum B-úrslitin fyrst og Kolbeinn varð bara betri og betri þegar leið á mótið. Ég get alveg viðurkennt það að ég fékk smá tár í augun þegar þulurinn las upp að ég hafði náð fyrsta sætinu," segir Birna þegar tal okkar hefst um árangur hennar á mótinu.Einstakt samband Þegar talið berst að hestinum hennar segir Birna: „Ég er búin að eiga Kolbein í þrjú ár og hann er skemmtilega sérstakur karakter. Hann er mikill orkubolti og skapmikill og ég get verið það líka. Það er því mikilvægt að semja við hann og þá er hann tilbúinn að gera hvað sem er með manni. Það þýðir ekkert að ætla eitthvað að frekjast við hann, því þá fer hann bara að læsa á mann. En við erum orðnir miklir vinir og skiljum alveg hvort annað. Í dag og finnst mér fátt betra en að fara upp í hesthús og eyða deginum með honum.“Hér er Birna á sínu fyrsta reiðnámskeiði.Hvenær byrjaðir þú í hestamennsku? „Ég var fimm ára gömul þegar ég fór á mitt fyrsta námskeið. Reiðskólinn hét Þyrill og hann var í Víðidalnum. Ástæða þess að mig langaði að fara á reiðnámskeið var þegar við fjölskyldan fórum á sýninguna Æskan og Hesturinn sem haldin var í reiðhöllinni í Víðidal. Þar voru krakkar á öllum aldri í allskonar búningum að sýna hestana sína. Þá kveiknaði áhugi á þessu og þá var ekki aftur snúið. Mig langaði ekkert heitar en að fá að fara á hestbak. Mamma var ekki lengi að koma okkur á hestbak því hún hefur verið hestasjúk alla ævi,“ segir Birna. „Sjálf keppti ég í fyrsta skipti níu ára og var það úrtaka fyrir Landsmót 2006."Þessi mynd er tekin af Birnu á Landsmóti 2008.„Mér hefur gengið nokkuð vel á keppnisvellinum en því má þakka að ég hef haft ofboðslega góða kennara í gegnum tíðina. Olil Amble og Bergur Jónsson kenndu mér mikið, en svo hefur Sigurbjörn Bárðarson verið að hjálpa mér undanfarið en þetta fólk eru algjörir snillingar.“Kolbeinn og Birna.Skemmtilegast að keppa og þjálfa hesta „Hestamennskan er ekki bara keppni því ferðalög og almennar útreiðar eru líka rosa skemmtilegar, en skemmtilegast finnst mér að keppa og þjálfa góða hesta. Að þjálfa hest er eins og að þjálfa íþróttamann. Það þarf að byggja upp úthald, styrk og passa upp á liðleika. Hestar eru líka missterkir, hægri og vinstri, og því þarf að reyna að jafna þann misstyrk,“ segir Birna og áhuginn leynir sér ekki.Margt sem þarf að huga að „Fóðrun skiptir gríðarlegu máli og passa þarf að hafa kraftmikið og gott hey, ásamt því að gefa þeim fæðubótarefni ef á þarf að halda. Að sýna hest í keppni er mun flóknara en fólk gerir sér grein fyrir og það er einnig mikilvægt að knapinn sé í góðu líkamlegu formi. Ég hef oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar fengið þessa spurningu: „Er þetta einhver íþrótt, situr þú ekki bara þarna og segir hoob hoob og hesturinn gerir þetta?“.“ „Ég held að allir sem hafa keppt í hestaíþróttum vita að þetta er mun flóknara og það er mjög mikill munur á því að sitja hest eða sýna hest. Ég hef nú líka boðið nokkrum strákum úr skólanum sem hafa verið að gera lítið úr hestasportinu að koma á bak og taka eina sýningu - það hefur nú engin þeirra látið sjá sig hingað til,“ segir hún og hlær. Hestar Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Birna Ósk Ólafsdóttir, 17 ára, nemi í menntaskólanum í Kópavogi sigraði fjórganginn á árlegu íþróttamóti Spretts, hestamannafélagi Kópavogs og Garðabæjar, sem fram fór síðustu helgi. „Þetta var svolítið sérstakt mót fyrir mig þar sem við tókum seint á hús og undirbúningurinn því ekki verið eins og ég hefði óskað mér. Það var því ofboðslega skemmtilegt að vinna fjórganginn sérstaklega eftir að hafa gert mistök í forkeppninni. Við urðum því að fara í gegnum B-úrslitin fyrst og Kolbeinn varð bara betri og betri þegar leið á mótið. Ég get alveg viðurkennt það að ég fékk smá tár í augun þegar þulurinn las upp að ég hafði náð fyrsta sætinu," segir Birna þegar tal okkar hefst um árangur hennar á mótinu.Einstakt samband Þegar talið berst að hestinum hennar segir Birna: „Ég er búin að eiga Kolbein í þrjú ár og hann er skemmtilega sérstakur karakter. Hann er mikill orkubolti og skapmikill og ég get verið það líka. Það er því mikilvægt að semja við hann og þá er hann tilbúinn að gera hvað sem er með manni. Það þýðir ekkert að ætla eitthvað að frekjast við hann, því þá fer hann bara að læsa á mann. En við erum orðnir miklir vinir og skiljum alveg hvort annað. Í dag og finnst mér fátt betra en að fara upp í hesthús og eyða deginum með honum.“Hér er Birna á sínu fyrsta reiðnámskeiði.Hvenær byrjaðir þú í hestamennsku? „Ég var fimm ára gömul þegar ég fór á mitt fyrsta námskeið. Reiðskólinn hét Þyrill og hann var í Víðidalnum. Ástæða þess að mig langaði að fara á reiðnámskeið var þegar við fjölskyldan fórum á sýninguna Æskan og Hesturinn sem haldin var í reiðhöllinni í Víðidal. Þar voru krakkar á öllum aldri í allskonar búningum að sýna hestana sína. Þá kveiknaði áhugi á þessu og þá var ekki aftur snúið. Mig langaði ekkert heitar en að fá að fara á hestbak. Mamma var ekki lengi að koma okkur á hestbak því hún hefur verið hestasjúk alla ævi,“ segir Birna. „Sjálf keppti ég í fyrsta skipti níu ára og var það úrtaka fyrir Landsmót 2006."Þessi mynd er tekin af Birnu á Landsmóti 2008.„Mér hefur gengið nokkuð vel á keppnisvellinum en því má þakka að ég hef haft ofboðslega góða kennara í gegnum tíðina. Olil Amble og Bergur Jónsson kenndu mér mikið, en svo hefur Sigurbjörn Bárðarson verið að hjálpa mér undanfarið en þetta fólk eru algjörir snillingar.“Kolbeinn og Birna.Skemmtilegast að keppa og þjálfa hesta „Hestamennskan er ekki bara keppni því ferðalög og almennar útreiðar eru líka rosa skemmtilegar, en skemmtilegast finnst mér að keppa og þjálfa góða hesta. Að þjálfa hest er eins og að þjálfa íþróttamann. Það þarf að byggja upp úthald, styrk og passa upp á liðleika. Hestar eru líka missterkir, hægri og vinstri, og því þarf að reyna að jafna þann misstyrk,“ segir Birna og áhuginn leynir sér ekki.Margt sem þarf að huga að „Fóðrun skiptir gríðarlegu máli og passa þarf að hafa kraftmikið og gott hey, ásamt því að gefa þeim fæðubótarefni ef á þarf að halda. Að sýna hest í keppni er mun flóknara en fólk gerir sér grein fyrir og það er einnig mikilvægt að knapinn sé í góðu líkamlegu formi. Ég hef oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar fengið þessa spurningu: „Er þetta einhver íþrótt, situr þú ekki bara þarna og segir hoob hoob og hesturinn gerir þetta?“.“ „Ég held að allir sem hafa keppt í hestaíþróttum vita að þetta er mun flóknara og það er mjög mikill munur á því að sitja hest eða sýna hest. Ég hef nú líka boðið nokkrum strákum úr skólanum sem hafa verið að gera lítið úr hestasportinu að koma á bak og taka eina sýningu - það hefur nú engin þeirra látið sjá sig hingað til,“ segir hún og hlær.
Hestar Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið