Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi 20. maí 2014 12:37 Ingibjörg Pálmadóttir, oddviti Frjálsra með Framsókn á Akranesi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún er hjúkrunarfræðingur en hefur komið víða við í gegnum árin. Hefur starfað á sjúkrahúsi Akraness, sat í bæjarstjórn í 10 ár og á Alþingi í önnur 10 ár og þar af sem heilbrigðisráðherra í 6 ár sem er lengur en nokkur annar hefur setið í þeim stól. Síðustu ár hefur hún starfað fyrir Velferðarsjóð barna, Landspítalann og fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Ingibjörg flutti rúmlega tvítug á Skagann, þá nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur. Ætlaði að stoppa stutt en fljótlega fann hún að þetta var bærinn hennar og allar götur síðan hafa Skagamenn falið henni hin ýmsu trúnaðarstörf. Hún býður sig nú fram að nýju því að hún sér að það eru mörg tækifæri sem blasa við Akranesi sem enn eru ónýtt. Ingibjörg segist vilja hafa áhrif á framþróunina með öðru kraftmiklu fólki því hún telur reynslu sína geta komið að góðu gagni.YFIRHEYRSLANHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Lambhúsasund á Akranesi.Hundar eða kettir? Geri ekki upp á milli þeirra.Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar strákarnir mínir komu í heiminn einn af öðrum.Hvernig bíl ekur þú? Svarta bílnum hans Haraldar.Besta minningin? Þegar ég kyssti hann Harald minn í fyrsta sinn á tröppunum við Kvennaskólann eftir ball í Glaumbæ.Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Hef fengið misgóðar myndir teknar af mér í Hvalfjarðargöngunum, held að þær séu frá lögreglunni.Hverju sérðu mest eftir? Æ...það þýðir ekkert að velta sér upp úr því.Draumaferðalagið? Hjóla um Borgarfjörðinn þveran og endilangan.Hefurðu migið í saltan sjó? Já í Faxaflóann.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Það er að koma aftur í pólitíkina.Hefur þú viðurkennt mistök? Já en með miklum semingi!Hverju ertu stoltust af? Barnabörnunum mínum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Með stórt Skagahjarta Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi. 26. maí 2014 11:38 Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32 Oddvitaáskorunin - Við lofum engu nema því að vera heiðarleg Vilborg leiðir lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. 26. maí 2014 15:00 Oddvitaáskorunin - Vilja bæta mannleg gildi á Akranesi Þröstur Þór Ólafsson leiðir lista Vinstri grænna og óháðra á Akranesi. 24. maí 2014 09:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún er hjúkrunarfræðingur en hefur komið víða við í gegnum árin. Hefur starfað á sjúkrahúsi Akraness, sat í bæjarstjórn í 10 ár og á Alþingi í önnur 10 ár og þar af sem heilbrigðisráðherra í 6 ár sem er lengur en nokkur annar hefur setið í þeim stól. Síðustu ár hefur hún starfað fyrir Velferðarsjóð barna, Landspítalann og fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Ingibjörg flutti rúmlega tvítug á Skagann, þá nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur. Ætlaði að stoppa stutt en fljótlega fann hún að þetta var bærinn hennar og allar götur síðan hafa Skagamenn falið henni hin ýmsu trúnaðarstörf. Hún býður sig nú fram að nýju því að hún sér að það eru mörg tækifæri sem blasa við Akranesi sem enn eru ónýtt. Ingibjörg segist vilja hafa áhrif á framþróunina með öðru kraftmiklu fólki því hún telur reynslu sína geta komið að góðu gagni.YFIRHEYRSLANHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Lambhúsasund á Akranesi.Hundar eða kettir? Geri ekki upp á milli þeirra.Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar strákarnir mínir komu í heiminn einn af öðrum.Hvernig bíl ekur þú? Svarta bílnum hans Haraldar.Besta minningin? Þegar ég kyssti hann Harald minn í fyrsta sinn á tröppunum við Kvennaskólann eftir ball í Glaumbæ.Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Hef fengið misgóðar myndir teknar af mér í Hvalfjarðargöngunum, held að þær séu frá lögreglunni.Hverju sérðu mest eftir? Æ...það þýðir ekkert að velta sér upp úr því.Draumaferðalagið? Hjóla um Borgarfjörðinn þveran og endilangan.Hefurðu migið í saltan sjó? Já í Faxaflóann.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Það er að koma aftur í pólitíkina.Hefur þú viðurkennt mistök? Já en með miklum semingi!Hverju ertu stoltust af? Barnabörnunum mínum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Með stórt Skagahjarta Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi. 26. maí 2014 11:38 Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32 Oddvitaáskorunin - Við lofum engu nema því að vera heiðarleg Vilborg leiðir lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. 26. maí 2014 15:00 Oddvitaáskorunin - Vilja bæta mannleg gildi á Akranesi Þröstur Þór Ólafsson leiðir lista Vinstri grænna og óháðra á Akranesi. 24. maí 2014 09:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Með stórt Skagahjarta Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi. 26. maí 2014 11:38
Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32
Oddvitaáskorunin - Við lofum engu nema því að vera heiðarleg Vilborg leiðir lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. 26. maí 2014 15:00
Oddvitaáskorunin - Vilja bæta mannleg gildi á Akranesi Þröstur Þór Ólafsson leiðir lista Vinstri grænna og óháðra á Akranesi. 24. maí 2014 09:00