Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 14:34 Halldór Auðar ásamt foreldrum sínum. Mynd/Kristófer Helgason „Ég fór með foreldrum mínum að kjósa í morgun, við erum öll í Hagaskóla,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Þar inni beið okkar fólk sem tók myndir og þetta er allt svona sérstakt.“ Hann segir Pírata í Reykjavíkurborg standa fyrir það sama og þeir gera annars staðar. „Í borginni stöndum við fyrir gagnsæi, semsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um stjórnsýsluna, og þátttökulýðræði. Það er að fólk hafi meiri og betri áhrif á einstök mál á miðju kjörtímabilinu. Það getur farið ágætlega í hendur með fulltrúalýðræðinu.“ Halldór segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. „Við sem erum í þessu erum búin að vera á fullu í nokkra mánuði en svo kom ákveðin bomba síðustu vikuna sem breytti landslaginu svolítið. Maður finnur það að fólk flykkist að og fær áhuga og finnst þetta skipta einhverju máli. Ég hef grun um að kosningaþátttakan verði góð. Það er vegna þess að fólk áttar sig á því að þessar kosningar gætu snúist um eitthvað meira en það sem til dæmis ungt fólk lætur sig minna varða, skipulagsmál og þessi klassísku.“ Hann segist geta hugsað sér að starfa á þessum pólítíska vettvang hjá borginni til lengri tíma. „Jájá, ég held það. Ég verð nú bara að sjá hvernig mér líkar þetta og hvernig mér gengur. En ég hef grun um að mér muni líka þetta það vel. Þetta gæti orðið löng og skemmtileg ganga hjá mér.“ „Við í Pírötum höfum alltaf mælst mjög vel, í kringum tíu prósent og uppúr og jafnvel með tvo menn inni. Aldrei minna en einn. Svo duttum við aðeins niður núna í vikunni. En það var nú könnun í gær þar sem við og Vinstri græn fórum aðeins upp aftur.“ Hann hvetur fólk til að mæta og kjósa almennt.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
„Ég fór með foreldrum mínum að kjósa í morgun, við erum öll í Hagaskóla,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Þar inni beið okkar fólk sem tók myndir og þetta er allt svona sérstakt.“ Hann segir Pírata í Reykjavíkurborg standa fyrir það sama og þeir gera annars staðar. „Í borginni stöndum við fyrir gagnsæi, semsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um stjórnsýsluna, og þátttökulýðræði. Það er að fólk hafi meiri og betri áhrif á einstök mál á miðju kjörtímabilinu. Það getur farið ágætlega í hendur með fulltrúalýðræðinu.“ Halldór segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. „Við sem erum í þessu erum búin að vera á fullu í nokkra mánuði en svo kom ákveðin bomba síðustu vikuna sem breytti landslaginu svolítið. Maður finnur það að fólk flykkist að og fær áhuga og finnst þetta skipta einhverju máli. Ég hef grun um að kosningaþátttakan verði góð. Það er vegna þess að fólk áttar sig á því að þessar kosningar gætu snúist um eitthvað meira en það sem til dæmis ungt fólk lætur sig minna varða, skipulagsmál og þessi klassísku.“ Hann segist geta hugsað sér að starfa á þessum pólítíska vettvang hjá borginni til lengri tíma. „Jájá, ég held það. Ég verð nú bara að sjá hvernig mér líkar þetta og hvernig mér gengur. En ég hef grun um að mér muni líka þetta það vel. Þetta gæti orðið löng og skemmtileg ganga hjá mér.“ „Við í Pírötum höfum alltaf mælst mjög vel, í kringum tíu prósent og uppúr og jafnvel með tvo menn inni. Aldrei minna en einn. Svo duttum við aðeins niður núna í vikunni. En það var nú könnun í gær þar sem við og Vinstri græn fórum aðeins upp aftur.“ Hann hvetur fólk til að mæta og kjósa almennt.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30