Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 14:34 Halldór Auðar ásamt foreldrum sínum. Mynd/Kristófer Helgason „Ég fór með foreldrum mínum að kjósa í morgun, við erum öll í Hagaskóla,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Þar inni beið okkar fólk sem tók myndir og þetta er allt svona sérstakt.“ Hann segir Pírata í Reykjavíkurborg standa fyrir það sama og þeir gera annars staðar. „Í borginni stöndum við fyrir gagnsæi, semsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um stjórnsýsluna, og þátttökulýðræði. Það er að fólk hafi meiri og betri áhrif á einstök mál á miðju kjörtímabilinu. Það getur farið ágætlega í hendur með fulltrúalýðræðinu.“ Halldór segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. „Við sem erum í þessu erum búin að vera á fullu í nokkra mánuði en svo kom ákveðin bomba síðustu vikuna sem breytti landslaginu svolítið. Maður finnur það að fólk flykkist að og fær áhuga og finnst þetta skipta einhverju máli. Ég hef grun um að kosningaþátttakan verði góð. Það er vegna þess að fólk áttar sig á því að þessar kosningar gætu snúist um eitthvað meira en það sem til dæmis ungt fólk lætur sig minna varða, skipulagsmál og þessi klassísku.“ Hann segist geta hugsað sér að starfa á þessum pólítíska vettvang hjá borginni til lengri tíma. „Jájá, ég held það. Ég verð nú bara að sjá hvernig mér líkar þetta og hvernig mér gengur. En ég hef grun um að mér muni líka þetta það vel. Þetta gæti orðið löng og skemmtileg ganga hjá mér.“ „Við í Pírötum höfum alltaf mælst mjög vel, í kringum tíu prósent og uppúr og jafnvel með tvo menn inni. Aldrei minna en einn. Svo duttum við aðeins niður núna í vikunni. En það var nú könnun í gær þar sem við og Vinstri græn fórum aðeins upp aftur.“ Hann hvetur fólk til að mæta og kjósa almennt.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Ég fór með foreldrum mínum að kjósa í morgun, við erum öll í Hagaskóla,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Þar inni beið okkar fólk sem tók myndir og þetta er allt svona sérstakt.“ Hann segir Pírata í Reykjavíkurborg standa fyrir það sama og þeir gera annars staðar. „Í borginni stöndum við fyrir gagnsæi, semsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um stjórnsýsluna, og þátttökulýðræði. Það er að fólk hafi meiri og betri áhrif á einstök mál á miðju kjörtímabilinu. Það getur farið ágætlega í hendur með fulltrúalýðræðinu.“ Halldór segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. „Við sem erum í þessu erum búin að vera á fullu í nokkra mánuði en svo kom ákveðin bomba síðustu vikuna sem breytti landslaginu svolítið. Maður finnur það að fólk flykkist að og fær áhuga og finnst þetta skipta einhverju máli. Ég hef grun um að kosningaþátttakan verði góð. Það er vegna þess að fólk áttar sig á því að þessar kosningar gætu snúist um eitthvað meira en það sem til dæmis ungt fólk lætur sig minna varða, skipulagsmál og þessi klassísku.“ Hann segist geta hugsað sér að starfa á þessum pólítíska vettvang hjá borginni til lengri tíma. „Jájá, ég held það. Ég verð nú bara að sjá hvernig mér líkar þetta og hvernig mér gengur. En ég hef grun um að mér muni líka þetta það vel. Þetta gæti orðið löng og skemmtileg ganga hjá mér.“ „Við í Pírötum höfum alltaf mælst mjög vel, í kringum tíu prósent og uppúr og jafnvel með tvo menn inni. Aldrei minna en einn. Svo duttum við aðeins niður núna í vikunni. En það var nú könnun í gær þar sem við og Vinstri græn fórum aðeins upp aftur.“ Hann hvetur fólk til að mæta og kjósa almennt.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30