Íslenskur tölvuleikur á Playstation 3 og 4 Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 16:56 Allur leikurinn er handteiknaður. Japanski leikjatölvuframleiðandinn Sony tilkynni nú fyrir helgi að íslenski tölvuleikurinn Aaru's Awakening myndi koma út á Playstation 3 og Playstation 4. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að leikurinn sé svokallaður tvívíður hopp og skopp leikur í anda Super Mario Bros. leikjanna. „Það sem gerir hann öðruvísi eru eiginleikar aðalpersónu leiksins, Aaru - en hann getur fjarflutt sig með því að skjóta sál sinni úr líkama sínum,“ segir þar einnig. Allar myndir í leiknum eru handteiknaðar. Sony tilkynnti einnig að fyrirtækið hyggðist kynna leikinn á einni stærstu sýningu skemmtanabransans, E3, í Los Angeles í vikunni en ríflega 50 þúsund manns mæta á hátíðina á hverju ári. Það er því ljóst að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Lumenox hefur nú aðgang að stórum viðskiptavinahópi, en þeir voru nýlega samþykktir inn á leikjaveituna Steam en notendur hennar eru um 75 milljón talsins. Lumenox, sem staðsett er í Hafnafirði, er nú að leggja lokahönd á leikinn sem kemur út í sumar en þeir hafa unnið að leiknum síðastliðin tvö ár. Hægt er að sjá stikluna sem Sony gaf út samhliða tilkynningu sinni hér að neðan en hún útskýrir betur hvernig leikurinn virkar. Leikjavísir Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Japanski leikjatölvuframleiðandinn Sony tilkynni nú fyrir helgi að íslenski tölvuleikurinn Aaru's Awakening myndi koma út á Playstation 3 og Playstation 4. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að leikurinn sé svokallaður tvívíður hopp og skopp leikur í anda Super Mario Bros. leikjanna. „Það sem gerir hann öðruvísi eru eiginleikar aðalpersónu leiksins, Aaru - en hann getur fjarflutt sig með því að skjóta sál sinni úr líkama sínum,“ segir þar einnig. Allar myndir í leiknum eru handteiknaðar. Sony tilkynnti einnig að fyrirtækið hyggðist kynna leikinn á einni stærstu sýningu skemmtanabransans, E3, í Los Angeles í vikunni en ríflega 50 þúsund manns mæta á hátíðina á hverju ári. Það er því ljóst að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Lumenox hefur nú aðgang að stórum viðskiptavinahópi, en þeir voru nýlega samþykktir inn á leikjaveituna Steam en notendur hennar eru um 75 milljón talsins. Lumenox, sem staðsett er í Hafnafirði, er nú að leggja lokahönd á leikinn sem kemur út í sumar en þeir hafa unnið að leiknum síðastliðin tvö ár. Hægt er að sjá stikluna sem Sony gaf út samhliða tilkynningu sinni hér að neðan en hún útskýrir betur hvernig leikurinn virkar.
Leikjavísir Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira