Handbolti

Landin vill ekki fara til Barcelona

Niklas Landin.
Niklas Landin.
Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin hefur verið sterklega orðaður við Barcelona upp á síðkastið og sá orðrómur fékk byr undir báða vængi er Arpad Sterbik skipti yfir til Vardar Skopje.

Landin hefur farið á kostum með liði Rhein-Neckar Löwen og þar ætlar hann að vera áfram.

"Ég er ekki að fara neitt. Ég mun spila með Löwen næsta vetur," sagði Landin.

Þessi besti markvörður heims, að margra mati, er ekki hrifinn af styrkleika spænsku deildarinnar en Barcelona rúllaði upp öllum sínum leikjum á tímabilinu sem var að ljúka.

"Ég vil frekar spila í sterkustu deild í heimi. Þar reynir meira á mig."

Fastlega er búist við því að Guðjón Valur Sigurðsson verði tilkynntur sem nýr leikmaður Barcelona eftir helgi og Aron Pálmarsson var einnig orðaður við félagið en hann fór til Veszprém eins og flestum ætti að vera kunnugt um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×