Michelson verður ekki með á US Open 4. júní 2014 21:51 Landon Michelson kemst ekki á US Open þetta árið. Facebook/Landon Michelson Landon Michelson nagar sig eflaust í handabökin þessa dagana en þessi 22 ára áhugamaður gerði slæm mistök sem kostuðu hann mögulega sæti á einu stærsta golfmóti heims, US Open. Michelson tók þátt í úrtökumóti fyrir US Open sem fram fór á Quail Valley vellinum í Flórída en hann lék hringina tvo á 71 höggi eða samtals á tveimur undir pari. Það skor hefði dugað Michelson til þess að komast í tveggja manna bráðabana um sæti á US Open en hann gerði þau mistök að skila inn röngu skori á seinni hringnum, upp á 70 högg en ekki 71. Það skor hefði verið nóg til þess að tryggja honum þátttökurétt á þessu sögufræga golfmóti en Bandaríkjamaðurinn ungi sýndi þó að golf er heiðursmannaíþrótt og gerði hið rétta, tilkynnti mótshöldurum að hann hefði skilað inn röngu skori og fyrir það fékk hann frávísun. „Ég er í raun alger asni, það er þess vegna sem þið eruð að tala við mig núna,“ sagði Michelson við fréttamenn Golf Channel eftir úrtökumótið. „Að skila inn réttu skorkorti er alfarið á mína ábyrgð og ég klikkaði á því í þetta sinn. Það hefði verið draumur að baða sig í athyglinni á US Open en svona er golf bara og ég verð að taka afleiðingum þessa klúðurs.“ Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Landon Michelson nagar sig eflaust í handabökin þessa dagana en þessi 22 ára áhugamaður gerði slæm mistök sem kostuðu hann mögulega sæti á einu stærsta golfmóti heims, US Open. Michelson tók þátt í úrtökumóti fyrir US Open sem fram fór á Quail Valley vellinum í Flórída en hann lék hringina tvo á 71 höggi eða samtals á tveimur undir pari. Það skor hefði dugað Michelson til þess að komast í tveggja manna bráðabana um sæti á US Open en hann gerði þau mistök að skila inn röngu skori á seinni hringnum, upp á 70 högg en ekki 71. Það skor hefði verið nóg til þess að tryggja honum þátttökurétt á þessu sögufræga golfmóti en Bandaríkjamaðurinn ungi sýndi þó að golf er heiðursmannaíþrótt og gerði hið rétta, tilkynnti mótshöldurum að hann hefði skilað inn röngu skori og fyrir það fékk hann frávísun. „Ég er í raun alger asni, það er þess vegna sem þið eruð að tala við mig núna,“ sagði Michelson við fréttamenn Golf Channel eftir úrtökumótið. „Að skila inn réttu skorkorti er alfarið á mína ábyrgð og ég klikkaði á því í þetta sinn. Það hefði verið draumur að baða sig í athyglinni á US Open en svona er golf bara og ég verð að taka afleiðingum þessa klúðurs.“
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira