Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2014 14:22 Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra eru meðal þeirra sem opna Norðurá á morgun en umræðan meðal veiðimanna varðandi þetta boð er heldur neikvæð. Þeir veiðimenn og markaðsmenn í veiðimálum á Íslandi sem við ræddum við í morgun eru flestir sammála því að þetta boð sé ekki góð kynning á laxveiðinni á Íslandi. Einn viðmælandi okkar hafði meðal annars á orði að hafi þetta verið hugsað sem kynningarmál fyrir erlenda veiðimenn sé það lítils virði þar sem litlar líkur séu á því að þetta rati í erlenda miðla sem fjalla um veiði en fari það þangað er það ekki kynning sem komi til með að hafa nokkur áhrif á sölu veiðileyfa til erlendra veiðimanna. Sé þetta miðað að því að auka jákvæða umræðu um laxveiðar á Íslandi þá eru það mistök þar sem boðsferðir áranna fyrir hrun og ásókn fjármálafyrirtækja í veiðileyfi gerði ekkert annað en að hækka leyfi og leigu á ánum upp úr öllu valdi og ýtti stórum hluta Íslenskra veiðimanna úr ánum þar sem verðið var einfaldlega orðið of hátt. Almennt eru menn smeykir um að þetta sé vísir að því að sá tími sé að koma aftur og að frekari verðhækkanir á leyfum séu í vændum ef frekari hvatning er til að fá fjármálafyrirtæki aftur að árbakkanum. Það hefur einnig verið bent á að það sé andstætt siðareglum Ríkisstjórnarinnar, að minnsta kosti fyrri stjórnar, að þiggja ekki boð af þessu tagi. En 3. grein reglnanna segir að: „ráðherrar þiggi að jafnaði ekki boðsferðir af einkaaðilum nema opinberar embættisskyldur séu hluti af dagskrá ferðarinnar.“ Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig spilast úr þessu máli. Stangveiði Mest lesið Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði
Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra eru meðal þeirra sem opna Norðurá á morgun en umræðan meðal veiðimanna varðandi þetta boð er heldur neikvæð. Þeir veiðimenn og markaðsmenn í veiðimálum á Íslandi sem við ræddum við í morgun eru flestir sammála því að þetta boð sé ekki góð kynning á laxveiðinni á Íslandi. Einn viðmælandi okkar hafði meðal annars á orði að hafi þetta verið hugsað sem kynningarmál fyrir erlenda veiðimenn sé það lítils virði þar sem litlar líkur séu á því að þetta rati í erlenda miðla sem fjalla um veiði en fari það þangað er það ekki kynning sem komi til með að hafa nokkur áhrif á sölu veiðileyfa til erlendra veiðimanna. Sé þetta miðað að því að auka jákvæða umræðu um laxveiðar á Íslandi þá eru það mistök þar sem boðsferðir áranna fyrir hrun og ásókn fjármálafyrirtækja í veiðileyfi gerði ekkert annað en að hækka leyfi og leigu á ánum upp úr öllu valdi og ýtti stórum hluta Íslenskra veiðimanna úr ánum þar sem verðið var einfaldlega orðið of hátt. Almennt eru menn smeykir um að þetta sé vísir að því að sá tími sé að koma aftur og að frekari verðhækkanir á leyfum séu í vændum ef frekari hvatning er til að fá fjármálafyrirtæki aftur að árbakkanum. Það hefur einnig verið bent á að það sé andstætt siðareglum Ríkisstjórnarinnar, að minnsta kosti fyrri stjórnar, að þiggja ekki boð af þessu tagi. En 3. grein reglnanna segir að: „ráðherrar þiggi að jafnaði ekki boðsferðir af einkaaðilum nema opinberar embættisskyldur séu hluti af dagskrá ferðarinnar.“ Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig spilast úr þessu máli.
Stangveiði Mest lesið Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði