Handbolti

Anton og Jónas dæma stórleikinn hjá Þjóðverjum

Jónas og Anton.
Jónas og Anton.
Það er mikill titringur innan þýska handboltaheimsins fyrir umspilinu um laust sæti á HM enda eiga Þjóðverjar það á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð.

Möguleikarnir á því eru talsverðir enda spila Þjóðverjar við sterk lið Pólverja um laust sæti á HM í Katar sem fer fram í janúar á næsta ári.

Ef liðið missir aftur af farmiðanum á stórmót þá er næsta víst að landsliðsþjálfarinn, Martin Heuberger, verður rekinn.

Það verða spænskir dómarar sem dæma fyrri leik Póllands og Þýskalands í Gdansk en síðari leikinn í Þýskalandi, þar sem allt verður undir, dæma Íslendingarnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.

Þeir félagar fá þarna stórt og verðugt verkefni og munu örugglega leysa það með sóma eins og venjulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×