Er sumarflugan 2014 fundin? Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2014 15:48 Verður þetta veiðiflugan 2014? Á hverju sumri kemur fram fluga sem verður vinsæl meðal veiðimanna og gjöful eftir því vegna þess að hún verður í kjölfarið notuð mikið í ám um allt land. Það gefur auga leið að fluga sem er mikið notuð af öllum verður fljótt gjöful og mikið skrifuð í aflabækur veiðihúsa. Reglulega koma fram flugur sem eru einhverra hluta vegna gjöfular og það þarf ekkert mikla notkun til að sýna fram á það að hún gefur meiri veiði umfram aðrar og undanfarin ár hefur komið fram slík fluga. Í fyrra var það Metalica, síðan kom Bizmo í veiðibækurnar nokkrum árum á undan henni og svona mætti lengi halda áfram. Ef ég mætti giska á flugu sem er líkleg til afreka í sumar þá er það fluga sem margir þekkja og nota reglulega, nema hvað þessi útgáfa er agnarsmá og ég verð að halda því fram að veiðnari flugu, þá sérstaklega ef vatnsbúskapur er erfiður, hef ég sjaldan augum litið. Flugan er Sunray #16. Hún verður líklega afskaplega veiðin í strippi, sem hitch eða veitt á hefðbundin hátt. Sem mikill Sunray aðdáandi er gaman að sjá svona litla útgáfu af henni og á klárlega eftir að hnýta hana undir á komandi sumri. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði
Á hverju sumri kemur fram fluga sem verður vinsæl meðal veiðimanna og gjöful eftir því vegna þess að hún verður í kjölfarið notuð mikið í ám um allt land. Það gefur auga leið að fluga sem er mikið notuð af öllum verður fljótt gjöful og mikið skrifuð í aflabækur veiðihúsa. Reglulega koma fram flugur sem eru einhverra hluta vegna gjöfular og það þarf ekkert mikla notkun til að sýna fram á það að hún gefur meiri veiði umfram aðrar og undanfarin ár hefur komið fram slík fluga. Í fyrra var það Metalica, síðan kom Bizmo í veiðibækurnar nokkrum árum á undan henni og svona mætti lengi halda áfram. Ef ég mætti giska á flugu sem er líkleg til afreka í sumar þá er það fluga sem margir þekkja og nota reglulega, nema hvað þessi útgáfa er agnarsmá og ég verð að halda því fram að veiðnari flugu, þá sérstaklega ef vatnsbúskapur er erfiður, hef ég sjaldan augum litið. Flugan er Sunray #16. Hún verður líklega afskaplega veiðin í strippi, sem hitch eða veitt á hefðbundin hátt. Sem mikill Sunray aðdáandi er gaman að sjá svona litla útgáfu af henni og á klárlega eftir að hnýta hana undir á komandi sumri.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði