Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 16:17 Moskan á að rísa hér. „Við erum á lokametrunum í undirbúningi að samkeppni um hönnun mosku og gætum í raun tekið táknræna skóflustungu nú strax eftir helgi,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, um fyrirhugaða mosku sem á að byggja í Sogamýrinni. Í febrúar var greint frá því að Félag múslima ætlaði að efna til samkeppni um hönnun moskunnar og mun samkeppnin nú fara af stað á næstunni, að sögn Sverris. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkítektafélag Íslands og eru verðlaunin vegleg; sá sem hannar flottustu moskuna fær fimm milljónir í sinn hlut. Múslimar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlunina til félagsins. Sveinbjörg Birna lýsti því síðar yfir að hún vildi fara málið í íbúakosningu. „Við myndum ekki hræðast þessa kosningu. Við myndum alveg þora í þessa baráttu,“ segir Sverrir. En Sverrir bendir á að málið hafi verið unnið í góðu samráði við Íbúasamtök Langholtshverfis. „Já við áttum góðan fund með þeim og þar var þetta rætt,“ útskýrir hann. Hann segir múslima ekki hafa verið ósátta með umræðuna í samfélaginu eftir að ummælin féllu. „Nei, við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. Við sjáum Facebook-hópa eins og Mótmælum mosku á Íslandi. En svo sjáum við líka hópa eins og Við mótælum ekki mosku á Íslandi, sem er stærri og fjölmennari. Þannig að, eins og ég segi, við hræðumst ekki umræðuna og hefðum ekki hræðst íbúakosningu um málið,“ segir Sverrir og bætir við að lokum: „En umræðan má ekki vera einhliða. Til dæmis var gaman að sjá í gær að það eru ekki bara múslimar sem láta skopmyndir fara svona gríðarlega mikið í taugarnar á sér,“ og vísar þar til umræðu vegna skopteikningar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Við erum á lokametrunum í undirbúningi að samkeppni um hönnun mosku og gætum í raun tekið táknræna skóflustungu nú strax eftir helgi,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, um fyrirhugaða mosku sem á að byggja í Sogamýrinni. Í febrúar var greint frá því að Félag múslima ætlaði að efna til samkeppni um hönnun moskunnar og mun samkeppnin nú fara af stað á næstunni, að sögn Sverris. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkítektafélag Íslands og eru verðlaunin vegleg; sá sem hannar flottustu moskuna fær fimm milljónir í sinn hlut. Múslimar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlunina til félagsins. Sveinbjörg Birna lýsti því síðar yfir að hún vildi fara málið í íbúakosningu. „Við myndum ekki hræðast þessa kosningu. Við myndum alveg þora í þessa baráttu,“ segir Sverrir. En Sverrir bendir á að málið hafi verið unnið í góðu samráði við Íbúasamtök Langholtshverfis. „Já við áttum góðan fund með þeim og þar var þetta rætt,“ útskýrir hann. Hann segir múslima ekki hafa verið ósátta með umræðuna í samfélaginu eftir að ummælin féllu. „Nei, við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. Við sjáum Facebook-hópa eins og Mótmælum mosku á Íslandi. En svo sjáum við líka hópa eins og Við mótælum ekki mosku á Íslandi, sem er stærri og fjölmennari. Þannig að, eins og ég segi, við hræðumst ekki umræðuna og hefðum ekki hræðst íbúakosningu um málið,“ segir Sverrir og bætir við að lokum: „En umræðan má ekki vera einhliða. Til dæmis var gaman að sjá í gær að það eru ekki bara múslimar sem láta skopmyndir fara svona gríðarlega mikið í taugarnar á sér,“ og vísar þar til umræðu vegna skopteikningar sem birtist í Fréttablaðinu í gær.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira