Kjörsókn hamfarir fyrir lýðræðið í landinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. júní 2014 01:51 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. „Þetta eru mjög dramatískar kosningar, þær eru allt öðruvísi heldur en við áttum von á. Kjörsóknin er auðvitað eitthvað það magnaðasta fall sem við höfum nokkurn tímann séð og lýsir einhverju óþoli sem við höfum aldrei nokkurn tímann upplifað áður í stjórnmálum á Íslandi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í viðtali við Vísi um stöðuna eftir síðustu tölur í Reykjavík.Hamfarir fyrir lýðræðið Eiríkur segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að það sé ekkert ofsagt að segja það. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum.“ „Svo sjáum við náttúrulega að línurnar eru mjög breyttar frá skoðanakönnunum og það hefur auðvitað eitthvað með kjörsóknina að gera,“ segir Eiríkur.Framsókn á pari við popúlíska flokka „Framsóknarflokkurinn geysist fram á grundvelli andstöðunnar við múslima og bænahús þeirra, það er ekki neitt annað sem getur útskýrt þann uppgang. Í rauninni hefur framsóknarflokkurinn keypt þessi sæti því verði að vera álitinn flokkur á pari við svona suma þá popúlísku flokka sem að hafa náð álíka árangri í Evrópu.“ Hann sgir Samfylkinguna auðvitað vinna mikinn sigur en hún sé ekki að innleysa þann sigur sem stefndi í. „Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna einhvers kona varnarsigur og það er líka mjög merkilegt að sjá Píratana falla - en það er auðvitað kosningaþátttakan sem útskýrir það.“„Maður var búinn að sjá það í könnunum í aðdraganda kosninga að þeir væru á mjög hraðri leið niður. Það kemur mér ekkert óvart að sjá það og það er ekkert úr takti við stjórnmálasögu íslands hvernig svona framboð þróast,“ segir Eiríkur um gengi flokkanna.Hvað gerist næst?„Ég myndi nú halda að augljósast yrði að meirihlutinn verði útvíkkaður til Vinstri grænna, held að það hljóti að verða svona fyrsta skref þannig að í sjálfu sér er ekki víst að þessar niðurstöður breyti endilega stjórninni í borginni mjög mikið en ég horfi fyrst og fremst á þátttökuna, mér finnst hún vera stóra fréttin í þessu máli. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum. Af hverju: vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna í landinu, stjórnmálamenn hafa ekki úthald, það náttúrulega var engin kosningabarátta, hún snerist um mál sem að menn hafa ekki mikinn áhuga á, ég hef ekki hitt marga sem hafa mikinn áhuga á staðsetningu bænahúsa, samt snerist kosningabaráttan um það. Menn ná einhvern veginn ekki út, held það hafi með margt að gera, fjölmiðlaflóran er svo ótrúlega breytt, erum í miklu margbreytilegri flóru heldur en var í eina tíð. Fyrir einhverju gátu menn sagt eitthvað í sjónvarpsviðtölum sem menn heyrðu af en núna er það fámennur hópur sem fylgist með. Ætli þetta séu ekki bara Netflix áhrifin einhvern veginn,“ segir Eiríkur að lokum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
„Þetta eru mjög dramatískar kosningar, þær eru allt öðruvísi heldur en við áttum von á. Kjörsóknin er auðvitað eitthvað það magnaðasta fall sem við höfum nokkurn tímann séð og lýsir einhverju óþoli sem við höfum aldrei nokkurn tímann upplifað áður í stjórnmálum á Íslandi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í viðtali við Vísi um stöðuna eftir síðustu tölur í Reykjavík.Hamfarir fyrir lýðræðið Eiríkur segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að það sé ekkert ofsagt að segja það. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum.“ „Svo sjáum við náttúrulega að línurnar eru mjög breyttar frá skoðanakönnunum og það hefur auðvitað eitthvað með kjörsóknina að gera,“ segir Eiríkur.Framsókn á pari við popúlíska flokka „Framsóknarflokkurinn geysist fram á grundvelli andstöðunnar við múslima og bænahús þeirra, það er ekki neitt annað sem getur útskýrt þann uppgang. Í rauninni hefur framsóknarflokkurinn keypt þessi sæti því verði að vera álitinn flokkur á pari við svona suma þá popúlísku flokka sem að hafa náð álíka árangri í Evrópu.“ Hann sgir Samfylkinguna auðvitað vinna mikinn sigur en hún sé ekki að innleysa þann sigur sem stefndi í. „Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna einhvers kona varnarsigur og það er líka mjög merkilegt að sjá Píratana falla - en það er auðvitað kosningaþátttakan sem útskýrir það.“„Maður var búinn að sjá það í könnunum í aðdraganda kosninga að þeir væru á mjög hraðri leið niður. Það kemur mér ekkert óvart að sjá það og það er ekkert úr takti við stjórnmálasögu íslands hvernig svona framboð þróast,“ segir Eiríkur um gengi flokkanna.Hvað gerist næst?„Ég myndi nú halda að augljósast yrði að meirihlutinn verði útvíkkaður til Vinstri grænna, held að það hljóti að verða svona fyrsta skref þannig að í sjálfu sér er ekki víst að þessar niðurstöður breyti endilega stjórninni í borginni mjög mikið en ég horfi fyrst og fremst á þátttökuna, mér finnst hún vera stóra fréttin í þessu máli. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum. Af hverju: vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna í landinu, stjórnmálamenn hafa ekki úthald, það náttúrulega var engin kosningabarátta, hún snerist um mál sem að menn hafa ekki mikinn áhuga á, ég hef ekki hitt marga sem hafa mikinn áhuga á staðsetningu bænahúsa, samt snerist kosningabaráttan um það. Menn ná einhvern veginn ekki út, held það hafi með margt að gera, fjölmiðlaflóran er svo ótrúlega breytt, erum í miklu margbreytilegri flóru heldur en var í eina tíð. Fyrir einhverju gátu menn sagt eitthvað í sjónvarpsviðtölum sem menn heyrðu af en núna er það fámennur hópur sem fylgist með. Ætli þetta séu ekki bara Netflix áhrifin einhvern veginn,“ segir Eiríkur að lokum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira