Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2014 20:10 Flott veiði úr Elliðavatni Mynd: Rögnvaldur Rögnvaldsson/Veiðikortið Veiðin í Elliðavatni er búin að vera mjög fín í sumar og í raun hefur hún verið góð frá því að veiði hófst í vatninu í vor. Í fyrra tóku veiðimenn eftir því að hlutfall bleikju í aflanum var minna en oft áður en það hefur farið lækkandi síðustu ár. Líkleg skýring er sú að vatnið er að hlýna og það gerir skilyrðin erfið fyrir bleikjuna sem þrífst betur í kaldara vatni. Urriðinn hefur aftur á móti haft það mjög náðugt í vatninu og borið uppi veiðina síðustu 4-5 árin en þetta árið virðist bleikjan þó vera að koma til baka. Bæði ber mun meira á bleikju í aflanum en í fyrra og inná milli er hún mikið vænni en veiðimenn eiga yfirhöfuð að venjast úr vatninu. Nokkrar stórar 4-6 punda bleikjur hafa til að mynda sést ítrekað í vatninu þar sem Elliðavatn og Helluvatn tengjast og svamla þær um í grunni vatni og sjást þess vegna afskaplega vel. Ekkert hefur gengið að fá þær til að taka eftir því sem við vitum best en mikið er þó reynt og sést það á fjölda veiðimanna sem heldur til við brúnna á degi hverjum. Það er þó gott að fá fréttir af meiri bleikjuveiði og eina slíka var einmitt að finna á vefnum hjá Veiðikortinu en þar segir frá veiðiferð sem Rögnvaldur Rögnvaldsson fór í með föður sínum í Elliðavatn og gerðu þeir feðgar feyknagóða veiði eins og sést á meðfylgjandi mynd. Góðar fréttir af aflabrögðum úr vötnum um allt land toga veiðimenn út með stangirnar svo það má búast við fleiri góðum fréttum úr vatnaveiðinni næstu daga. Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði
Veiðin í Elliðavatni er búin að vera mjög fín í sumar og í raun hefur hún verið góð frá því að veiði hófst í vatninu í vor. Í fyrra tóku veiðimenn eftir því að hlutfall bleikju í aflanum var minna en oft áður en það hefur farið lækkandi síðustu ár. Líkleg skýring er sú að vatnið er að hlýna og það gerir skilyrðin erfið fyrir bleikjuna sem þrífst betur í kaldara vatni. Urriðinn hefur aftur á móti haft það mjög náðugt í vatninu og borið uppi veiðina síðustu 4-5 árin en þetta árið virðist bleikjan þó vera að koma til baka. Bæði ber mun meira á bleikju í aflanum en í fyrra og inná milli er hún mikið vænni en veiðimenn eiga yfirhöfuð að venjast úr vatninu. Nokkrar stórar 4-6 punda bleikjur hafa til að mynda sést ítrekað í vatninu þar sem Elliðavatn og Helluvatn tengjast og svamla þær um í grunni vatni og sjást þess vegna afskaplega vel. Ekkert hefur gengið að fá þær til að taka eftir því sem við vitum best en mikið er þó reynt og sést það á fjölda veiðimanna sem heldur til við brúnna á degi hverjum. Það er þó gott að fá fréttir af meiri bleikjuveiði og eina slíka var einmitt að finna á vefnum hjá Veiðikortinu en þar segir frá veiðiferð sem Rögnvaldur Rögnvaldsson fór í með föður sínum í Elliðavatn og gerðu þeir feðgar feyknagóða veiði eins og sést á meðfylgjandi mynd. Góðar fréttir af aflabrögðum úr vötnum um allt land toga veiðimenn út með stangirnar svo það má búast við fleiri góðum fréttum úr vatnaveiðinni næstu daga.
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði