Lekamálið: Hefur rökstuddan grun um hver lak minnisblaðinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. júní 2014 14:07 Minnisblaðið var trúnaðarskjal ætlað starfsmönnum innanríkisráðuneytisins einvörðungu. Mynd/Pjetur Lögregla hefur rökstuddan grun um að starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi lekið minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos í fjölmiðla. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem féll á mánudag. Dómurinn hafnar því að fréttastjóra mbl.is verði gert að gefa upp heimildarmann sinn eins og Vísir greindi frá í dag. Í dóminum kemur einnig fram að tiltekinn starfsmaður ráðuneytisins hafi átt símasamskipti við fjölmiðla skömmu áður en fréttir birtust um minnisblaðið og breytt skjalinu sem lekið var. Gat starfsmaðurinn ekki útskýrt hvers vegna símtöl við fjölmiðla eiga sér stað á sama tíma og hann vann í því. Eins árs fangelsisrefsing er lögð við því að greina frá upplýsingum sem opinber starfsmaður fær í starfi sínu og eiga að fara leynt. Hafi brotið verið framið í ávinningskyni getur refsing orðið allt að þrjú ár en kveðið er á um regluna í 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Minnisblaðið sem um ræðir var tekið saman af lögfræðingi í ráðuneytinu 19. nóvember 2013, en fréttir um málið birtust að morgni dags þann 20. nóvember. Minnisblaðið var tekið saman að beiðni skrifstofustjóra vegna mótmæla sem halda átti fyrir utan ráðuneytið í kjölfar umfjöllunar um afgreiðslu þess á máli hælisleitandans Tony Omos. En vísa átti honum úr landi. Minnisblaðið var vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins, þeir sem höfðu vitneskju um það og hvað stóð á því voru skrifstofustjóri, lögfræðingurinn sem tók það saman, ráðuneytisstjóri, ráðherra, tveir aðstoðarmenn auk tveggja lögfræðinga sem lásu það yfir. Rannsókn lögreglu benti til þess að ólíklegt væri að það hefði verið sent frá ráðuneytinu með tölvupósti. Lekamálið Tengdar fréttir Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43 Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39 Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21 Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36 Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Lögregla hefur rökstuddan grun um að starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi lekið minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos í fjölmiðla. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem féll á mánudag. Dómurinn hafnar því að fréttastjóra mbl.is verði gert að gefa upp heimildarmann sinn eins og Vísir greindi frá í dag. Í dóminum kemur einnig fram að tiltekinn starfsmaður ráðuneytisins hafi átt símasamskipti við fjölmiðla skömmu áður en fréttir birtust um minnisblaðið og breytt skjalinu sem lekið var. Gat starfsmaðurinn ekki útskýrt hvers vegna símtöl við fjölmiðla eiga sér stað á sama tíma og hann vann í því. Eins árs fangelsisrefsing er lögð við því að greina frá upplýsingum sem opinber starfsmaður fær í starfi sínu og eiga að fara leynt. Hafi brotið verið framið í ávinningskyni getur refsing orðið allt að þrjú ár en kveðið er á um regluna í 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Minnisblaðið sem um ræðir var tekið saman af lögfræðingi í ráðuneytinu 19. nóvember 2013, en fréttir um málið birtust að morgni dags þann 20. nóvember. Minnisblaðið var tekið saman að beiðni skrifstofustjóra vegna mótmæla sem halda átti fyrir utan ráðuneytið í kjölfar umfjöllunar um afgreiðslu þess á máli hælisleitandans Tony Omos. En vísa átti honum úr landi. Minnisblaðið var vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins, þeir sem höfðu vitneskju um það og hvað stóð á því voru skrifstofustjóri, lögfræðingurinn sem tók það saman, ráðuneytisstjóri, ráðherra, tveir aðstoðarmenn auk tveggja lögfræðinga sem lásu það yfir. Rannsókn lögreglu benti til þess að ólíklegt væri að það hefði verið sent frá ráðuneytinu með tölvupósti.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43 Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39 Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21 Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36 Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43
Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39
Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21
Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36
Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26