Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2014 12:04 Guðjón með væna bleikju úr Úlfljótsvatni Mynd: Elín Kristjánsdóttir Það berast góðar fréttir úr vatnaveiðinni af öllu landinu og greinilegt að besti tíminn er að detta inn og það dregur veiðimenn og veiðikonur að vötnunum. Úlfljótsvatn hefur til að mynda verið að gefa mjög flottar bleikjur og það eru margir sem hafa gert fína veiði við vatnið. Guðjón Þór Þórarinssson var ásamt konu sinni Elínu Kristjánsdóttur við Úlfljótsvatn um helgina og þar náði hann meðal annars þessari flottu bleikju sem við sjáum á meðfylgjandi mynd. Guðjón lét smá póst fylgja myndinni.Sæll KalliÉg mátti til að senda þér þessa mynd frá Úlfljótsvatni en ég náði þessari flottu bleikju á tanganum á móti Brúarey. Við vorum þarna hjónin í blíðskaparveðri og ákvað ég að rölta niður að tanga vopnaður flugustöngini minni með línuþyngd 5 og toppfluguna hans Engilberts undir. Ekki hafði ég staðið lengi við þegar ég fæ töku, þunga og hæga og línan spólast út af hjólinu og áttaði ég mig á því að að þetta væri ekki lítill fiskur. Þrisvar sinnum tók bleikjan rokur út og langt niður á undirlínu svo ég var hræddur um að hún myndi slíta tauminn sem var grannur en loks náði ég að landa kvikindinu og reyndist þetta vera hængur 2.2 kíló og 57 cm. Deginum var bjargað". Við hvetjum ykkur til að senda okkur veiðimyndir og veiðifréttir á kalli@365.is því við drögum glæsilega veiðivinninga, t.d. veiðileyfi og veiðibúnað, í ágúst og við drögum úr öllum innsendum fréttum. Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Kröfurnar miklar eftir góðærið Veiði Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Það berast góðar fréttir úr vatnaveiðinni af öllu landinu og greinilegt að besti tíminn er að detta inn og það dregur veiðimenn og veiðikonur að vötnunum. Úlfljótsvatn hefur til að mynda verið að gefa mjög flottar bleikjur og það eru margir sem hafa gert fína veiði við vatnið. Guðjón Þór Þórarinssson var ásamt konu sinni Elínu Kristjánsdóttur við Úlfljótsvatn um helgina og þar náði hann meðal annars þessari flottu bleikju sem við sjáum á meðfylgjandi mynd. Guðjón lét smá póst fylgja myndinni.Sæll KalliÉg mátti til að senda þér þessa mynd frá Úlfljótsvatni en ég náði þessari flottu bleikju á tanganum á móti Brúarey. Við vorum þarna hjónin í blíðskaparveðri og ákvað ég að rölta niður að tanga vopnaður flugustöngini minni með línuþyngd 5 og toppfluguna hans Engilberts undir. Ekki hafði ég staðið lengi við þegar ég fæ töku, þunga og hæga og línan spólast út af hjólinu og áttaði ég mig á því að að þetta væri ekki lítill fiskur. Þrisvar sinnum tók bleikjan rokur út og langt niður á undirlínu svo ég var hræddur um að hún myndi slíta tauminn sem var grannur en loks náði ég að landa kvikindinu og reyndist þetta vera hængur 2.2 kíló og 57 cm. Deginum var bjargað". Við hvetjum ykkur til að senda okkur veiðimyndir og veiðifréttir á kalli@365.is því við drögum glæsilega veiðivinninga, t.d. veiðileyfi og veiðibúnað, í ágúst og við drögum úr öllum innsendum fréttum.
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Kröfurnar miklar eftir góðærið Veiði Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði