Handbolti

Slóvenar á HM eftir sex marka sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dragan Gajic var markahæstur í liði Slóvena í dag.
Dragan Gajic var markahæstur í liði Slóvena í dag. Vísir/AFP
Slóvenar tryggðu sér sæti á HM í Katar á næsta ári með sex marka sigri á Ungverjalandi á heimavelli, 32-26. Slóvenía tapaði fyrri leiknum með þremur mörkum, 25-22, en vann einvígið samanlagt 54-51.

Ungverjar byrjuðu leikinn í dag betur, voru yfir allan fyrri hálfleikinn og leiddu með þremur mörkum að honum loknum, 13-16.

Slóvenum tókst loks að jafna leikinn, í 20-20, þegar Dragan Gajic skoraði úr vítakasti og lokahlutinn var eign heimamanna sem unnu síðustu tíu mínuturnar 7-1 og leikinn að lokum 32-26.

Gajic átti stórleik í liði Slóveníu og skoraði níu mörk úr ellefu skotum. Næstir komu Sebastian Skube með fimm mörk og Jure Natek með fjögur.

Laszlo Nagy skoraði sex mörk fyrir Ungverja.


Tengdar fréttir

Tékkar fara til Katar

Tékkneska landsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2015 í Katar með ótrúlegum tólf marka sigri á Serbíu í Brno í dag.

Patrekur og félagar tryggðu sér farseðilinn til Katar

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta verða á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir jafntefli Austurríkis og Noregs í seinni leik liðanna um sæti á HM í dag.

Þjóðverjar fara ekki á HM

Pólland vann Þýskaland 28-29 í seinni leik liðanna um sæti á HM 2015 í Magdeburg í dag. Pólverjar unnu fyrri leikinn í Gdansk, 25-24, og viðureignina samanlagt 54-52.

Naumur sigur Svía

Fredrik Peterson reyndist hetja Svía þegar hann tryggði liðinu eins marks útisigur, 24-25, á Rúmeníu í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2015 í Katar.

Austurríki hafði betur gegn Noregi | Stórsigur Serba

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu unnu tveggja marka heimasigur, 28-26, á Noregi í fyrri leik liðanna um sæti á HM í Katar á næsta ári. Norðmenn leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16.

Auðveldur sigur Rússa á Litháen

Rússland tryggði sér sæti á HM 2015 í handbolta með 11 marka sigri, 22-33, á Litháum á útivelli. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13.

Jurkiewicz hetja Pólverja

Pólland vann eins marks sigur, 25-24, á Þýskalandi í fyrri leik liðanna um sæti á HM 2015 í Katar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×