Laxinn mættur í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2014 19:22 Mynd: www.veida.is Ytri Rangá hefur venjulega verið talin ein af þessum ám sem laxinn mætir í þegar líður á júní en nokkrir laxar hafa þegar sýnt sig í ánni. Áin opnar eftir 10 daga og það veit á gott að sjá laxa þetta vel fyrir opnunardaginn. Laxar hafa sýnt sig bæði við Djúpós og við Borg en báðir þessir staðir eru sérstaklega eftirsóttir í upphafi tímabils enda gefa þeir báðir góða veiði. Aðrir staðir sem hafa verið heitir fyrstu dagana eru t.d. Staur, Klöppin, 17 1/2 og Straumey en staðir eins og Gunnugilsbreiða sem var ekki fyrir löngu einn af bestu stöðunum í ánni breytti sér aðeins í fyrra og gaf minni veiði en mátti vænta. Sá staður breytir sér eins og nokkrir staðir í ánni reglulega og gæti þess vegna komið inn sterkur í sumar. Nýjir leigutakar hafa tekið við ánni og hafa verð lækkað umtalsvert en til 6. júlí eru stangirnar seldar á 25.000. Leyfin í Ytri Rangá má nálgast á vefnum www.veida.is Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mjög gott í Langá Veiði
Ytri Rangá hefur venjulega verið talin ein af þessum ám sem laxinn mætir í þegar líður á júní en nokkrir laxar hafa þegar sýnt sig í ánni. Áin opnar eftir 10 daga og það veit á gott að sjá laxa þetta vel fyrir opnunardaginn. Laxar hafa sýnt sig bæði við Djúpós og við Borg en báðir þessir staðir eru sérstaklega eftirsóttir í upphafi tímabils enda gefa þeir báðir góða veiði. Aðrir staðir sem hafa verið heitir fyrstu dagana eru t.d. Staur, Klöppin, 17 1/2 og Straumey en staðir eins og Gunnugilsbreiða sem var ekki fyrir löngu einn af bestu stöðunum í ánni breytti sér aðeins í fyrra og gaf minni veiði en mátti vænta. Sá staður breytir sér eins og nokkrir staðir í ánni reglulega og gæti þess vegna komið inn sterkur í sumar. Nýjir leigutakar hafa tekið við ánni og hafa verð lækkað umtalsvert en til 6. júlí eru stangirnar seldar á 25.000. Leyfin í Ytri Rangá má nálgast á vefnum www.veida.is
Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mjög gott í Langá Veiði