Golf

Haraldur Franklín og Sunna byrja á tveimur sigrum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haraldur Franklín með teighögg á Hvaleyrinni í dag.
Haraldur Franklín með teighögg á Hvaleyrinni í dag. Vísir/daníel
Fyrsta keppnisdegi af þremur á Securitasmótinu-Íslandsmótinu í holukeppni er lokið en mótið er fjórða mót Eimskipsmótaraðarinnar.

Í dag voru leiknar tvær umferðir af þremur í riðlakeppninni en leikið er í 8 riðlum í karla og 8 riðlum í kvennaflokki.  

Á morgun fer síðasta umferðin í riðlum fram og að henni lokinni þá kemur í ljós hvaða kylfingar komast áfram í 8 manna úrslit, en einn kylfingur fer upp úr hverjum riðli.  

Öll úrslit, stöðu og rástíma má sjá hér.

Karlaflokkur:

Riðill 1: Kristján Þór Einarsson  (GKj.), Arnar Snær Hákonarson(GR), Ari Magnússon (GKG), Helgi Anton Eiríksson (GR).

1. Umferð: Kristján Þór sigraði Helga Anton 4/3, Arnar Snær sigraði Ara 2/1.

2. Umferð: Kristján Þór sigraði Ara á 19 holu, Arnar Snær vinnur Helga Anton 1/0.

 

Riðill 2: Gísli Sveinbergsson (GR), Benedikt Árni Harðarson (GK), Emil Þór Ragnarsson (GKG), Ísak Jasonarson (GK).

1. Umferð: Gísli sigraði Ísak 4/3, Benedikt Árni sigraði Emil Þór 2/1.

2. Umferð: Gísli sigraði Emil Þór 2/0, Benedikt sigraði Ísak 2/0.

 

Riðill 3: Bjarki Pétursson (GB), Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Árni Freyr Hallgrímsson (GR), Ingi Rúnar Gíslason (GS).

1. Umferð: Ingi Rúnar sigraði Bjarka 2/1, Alfreð sigraði Árna 5/4.

2. Umferð:  Bjarki sigraði Árna Frey 2/0, Alfreð Brynjar sigraði Inga Rúnar 2/0

Birgir Björn Magnússon í erfiðri stöðu. Hann báða sína leiki í dag.vísir/daníel
Riðill 4: Haraldur Franklín Magnús (GR), Birgir Björn Magnússon (GK), Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR) Guðni Fannar Carrico (GS).

1. Umferð: Haraldur sigraði Guðna Fannar 6/5, Birgir Björn sigraði Arnór 4/3.

2. Umferð: Haraldur Franklín sigraði Arnór Inga 2/0, Birgir Björn sigraði Guðna Fannar 2/1.

 

Riðill 5: Andri Þór Björnsson (GR), Heiðar Davíð Bragason (GHD), Benedikt Sveinsson (GK), Gísli Þór Þórðarson (GR).

1. Umferð: Gísli Þór sigraði Andra Þór 1/0, Heiðar Davíð sigraði Benedikt 1/0.

2. Umferð: Andri Þór sigraði Benedikt 5/4, Heiðar Davíð sigrar Gísla Þór 1/0.

 

Riðill 6: Rúnar Arnórsson (GK), Sigmundur Einar Másson (GKG), Örvar Samúelsson (GR), Hrafn Guðlaugsson (GSE).

1. Umferð: Rúnar sigraði Hrafn 5/4, Örvar sigraði Sigmund 1/0.

2. Umferð: Rúnar sigrar Örvar 4/2, Hrafn sigrar Sigmundur Einar 2/1.

 

Riðill 7: Aron Snær Júlíusson (GKG), Andri Már Óskarsson (GHR), Stefán Már Stefánsson (GR), Birgir Guðjónsson (GR).

1. Umferð: Aron Snær sigraði Birgi 4/2, Stefán Már sigraði Andra Má á 23. holu.  

2. Umferð: Andri Már sigrar Birgi 2/1,  Stefán Már sigrar Aron Snæ á 19 holu.

 

Riðill 8: Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Stefán Þór Bogason (GR), Daníel Hilmarsson (GKG), Pétur Freyr Pétursson (GKB).

1. Umferð: Birgir Leifur sigraði Pétur Frey 6/5, Stefán Þór sigraði Daníel 6/5.

2. Umferð: Birgir Leifur sigrar Daníel 3/1, Pétur Freyr sigrar Stefán Þór 2/0.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir velur sér kylfu á Hvaleyrinni í dag. Hún var einnig báða sína leiki.vísir/daníel
Kvennaflokkur:

Riðill 1: Sunna Víðisdóttir (GR) , Hildur Rún Guðjónsdóttir (GK), Hansína Þorkelsdóttir (GKG), Hekla Sóley Arnarsdóttir (GK).

1. Umferð: Sunna sigraði Heklu 5/3, Hildur Rún sigraði Hansínu 1/0.

2. Umferð: Sunna sigraði Hansínu 4/3, Hildur Rún sigraði Heklu Sóley 9/8.

 

Riðill 2: Berglind Björnsdóttir (GR), Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK), Halla Björk Ragnarsdóttir (GR), Kristín María Þorsteinsdóttir (GKj.).

1. Umferð: Berglind sigraði Kristínu Maríu 2/1, Hafdís Alda sigraði Höllu 1/0.

2. Umferð: Halla Björk sigraði Berglindi á 20 holu, Hafdís Alda sigraði Kristínu Maríu 2/1.

 

Riðill 3: Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Stefanía Kristín Valgeirsdóttir (GA), Helga Kristín Einarsdóttir (NK), Melkorka Knútsdóttir (GK).

1. Umferð: Guðrún Brá sigraði Melkorku 6/4, Helga Kristín sigraði Stefaníu 8/6.

2. Umferð: Guðrún Brá sigraði Helgu Kristínu á 19 holu, Stefanía Kristín sigrar Melkorku á 19 holu.

 

Riðill 4: Signý Arnórsdóttir (GK), Gunnhildur Kristjánsdóttir (GKG), Sigurlaug Rún Jónsdóttir (GK), Þóra Kristín Ragnarsdóttir (GK).

1. Umferð: Signý sigraði Þóru 8/7, Gunnhildur sigraði Sigurlaugu 3/2.

2. Umferð: Signý sigraði Sigurlaugu Rún 6/4, Gunnhildur sigraði Þóru Kristínu 7/6.

Halla Björk Ragnarsdóttir mælir lengd að pinna. Hún vann einn leik og tapaði einum í dag.vísir/daníel
Riðill 5: Karen Guðnadóttir (GS), Ingunn Einarsdóttir (GKG), Hrafnhildur Guðjónsdóttir (GR), Thelma Sveinsdóttir (GK).

1. Umferð: Karen sigraði Thelmu 8/7, Ingunn sigraði Hrafnhildi 4/2.

2. Umferð: Karen vann Hrafnhildi 6/5, Ingunn sigraði Thelmu 2/1.

 

Riðill 6: Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Særós Eva Óskarsdóttir (GKG), Helena Kristín Brynjólfsdóttir (GKG), Karen Ósk Kristjánsdóttir (GR).

1. Umferð: Ragnhildur sigraði Karen 5/4, Særós sigraði Helenu 7/5.

2. Umferð: Særós sigrar Karen Ósk 6/4, Ragnhildur sigrar Helenu Kristínu 5/4

 

Riðill 7: Þórdís Geirsdóttir  (GK), Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Tinna Jóhannsdóttir (GK), Högna Kristbjörg Knútsdóttir (GK).

1. Umferð: Tinna sigraði Önnu Sólveigu 1/0,  Högna sigraði Þórdísi 2/1.

2. Umferð: Tinna sigrar Högnu á 19 holu, Anna Sólveig sigraði Þórdísi 3/2,

 

Riðill 8: Sara Margrét Hinriksdóttir (GK), Heiða Guðnadóttir (GKj.), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), Birta Dís Jónsdóttir (GHD).

1. Umferð: Heiða sigraði Valdísi á 19. holu, Sara sigraði Birtu Dís vegna forfalla.

2. Umferð: Valdís sigrar Söru Margréti 3/1, Heiða sigraði Birtu Dís vegna forfalla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×