Frábær árangur TBR í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2014 20:45 TBR-liðið fagnar sigrinum vel og innilega í dag. MYND/badmintoneurope.com TBR kom badminton-heiminum verulega á óvart í dag þegar liðið vann öruggan sigur, 5-2, á Recreativo Ies La Orden, sterku spænsku liði, í Evrópukeppni félagsliða. Keppnin fer fram í Amiens í Frakklandi en TBR tapaði fyrsta leiknum fyrir Van Zundert VELO, gríðarlega sterku liði frá Hollandi, 7-0. Tyrkneska liðið sem átti einnig að vera í riðlinum dró sig aftur á móti úr keppni. TBR fékk sigur gegn tyrkneska liðinu líkt og spænska liðið og var því um hreinan úrslitaleik að ræða hjá TBR og Recreativo í dag um hvort liðið myndi fylgja því hollenska í átta liða úrslitin.Margrét Jóhannsdóttir kom TBR í 1-0 með sigri í einliðaleik en JónasBaldursson tapaði í einliðaleik og staðan því jöfn, 1-1. TBR vann svo báða tvíliðaleikina; fyrst völtuðu Margrét og RakelJóhannesdóttir yfir sína andstæðinga, 21-8 og 21-7, og svo unnu Atli Jóhannsson og DaníelThomsen sína andstæðinga, 30-29 og 21-13. Spænska liðið minnkaði muninn í 3-1 með sigri í tvenndarleik þar sem Kristófer Darri Finsson og Rakel Jóhannesdóttir kepptu fyrir TBR. En lengra komst það ekki því Atli Jóhannesson og og SaraHögnadóttir unnu síðustu einliðaleiki dagsins og innsigluðu sigurinn, 5-2. „Það er langt síðan við komust í átta liða úrslit í Evrópukeppninni. Þetta er ungt lið sem hefur staðið sig frábærlega og það mega allir í liðinu vera stoltir af afreki sínu hérna í Amiens,“ segir SkúliSigurðsson, þjálfari TBR-liðsins, í viðtali við vef Badminton Europe. TBR á mjög erfitt verkefni fyrir höndum í átta liða úrslitum en þar mætir það Primorye Vladivostok frá Rússlandi sem talið er sigurstranglegast á mótinu. Íþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira
TBR kom badminton-heiminum verulega á óvart í dag þegar liðið vann öruggan sigur, 5-2, á Recreativo Ies La Orden, sterku spænsku liði, í Evrópukeppni félagsliða. Keppnin fer fram í Amiens í Frakklandi en TBR tapaði fyrsta leiknum fyrir Van Zundert VELO, gríðarlega sterku liði frá Hollandi, 7-0. Tyrkneska liðið sem átti einnig að vera í riðlinum dró sig aftur á móti úr keppni. TBR fékk sigur gegn tyrkneska liðinu líkt og spænska liðið og var því um hreinan úrslitaleik að ræða hjá TBR og Recreativo í dag um hvort liðið myndi fylgja því hollenska í átta liða úrslitin.Margrét Jóhannsdóttir kom TBR í 1-0 með sigri í einliðaleik en JónasBaldursson tapaði í einliðaleik og staðan því jöfn, 1-1. TBR vann svo báða tvíliðaleikina; fyrst völtuðu Margrét og RakelJóhannesdóttir yfir sína andstæðinga, 21-8 og 21-7, og svo unnu Atli Jóhannsson og DaníelThomsen sína andstæðinga, 30-29 og 21-13. Spænska liðið minnkaði muninn í 3-1 með sigri í tvenndarleik þar sem Kristófer Darri Finsson og Rakel Jóhannesdóttir kepptu fyrir TBR. En lengra komst það ekki því Atli Jóhannesson og og SaraHögnadóttir unnu síðustu einliðaleiki dagsins og innsigluðu sigurinn, 5-2. „Það er langt síðan við komust í átta liða úrslit í Evrópukeppninni. Þetta er ungt lið sem hefur staðið sig frábærlega og það mega allir í liðinu vera stoltir af afreki sínu hérna í Amiens,“ segir SkúliSigurðsson, þjálfari TBR-liðsins, í viðtali við vef Badminton Europe. TBR á mjög erfitt verkefni fyrir höndum í átta liða úrslitum en þar mætir það Primorye Vladivostok frá Rússlandi sem talið er sigurstranglegast á mótinu.
Íþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira