Tuttugu og sex afreksnemendur styrktir til náms við Háskóla Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 20:32 Hér má sjá styrkþegana ásamt Kristínu Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Bryndísu Hrafnkelsdóttir, forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands MYND/GUNNAR SVerrisson Tuttugu og sex afburðanemendur úr tólf framhaldsskólum víðs vegar að af landinu hafa hlotið styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands til náms við skólann. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í dag en Vísir greindi frá styrkveitingunni í gær.Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja þeir allir nám við Háskóla Íslands í haust. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum en auk þess verður greitt skrásetningargjald fyrir styrkþegana sem er 75 þúsund krónur. Samanlögð styrkupphæð nemur því tæpum tíu milljónum króna. Auglýst var eftir styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í vor. Við val á styrkhöfum var m.a. litið til árangurs á stúdentsprófi en einnig voru önnur sjónarmið lögð til grundvallar, svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangur á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum. Af þeim 26 verðandi nemendum við Háskóla Íslands sem hljóta styrki að þessu sinni eru ellefu dúxar og sex semidúxar í framhaldsskólum á síðustu árum. Þessir tilvonandi nemendur Háskóla Íslands koma úr tólf framhaldsskólum og sækjast eftir inngöngu í sextán ólíkar námsleiðir. Tuttugu konur og sex karlar eru í hópnum. Styrkhafarnir eru: Arnar Kári Sigurðsson, Árný Jóhannesdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Birna Brynjarsdóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson, Dagbjört Inga Grétarsdóttir, Daníel Kristinn Hilmarsson, Darri Egilsson, Elínrós Þorkelsdóttir, Esther Hallsdóttir, Freyja Björk Dagbjartsdóttir, Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Heiður Þórisdóttir, Jóhannes Gauti Óttarsson, Karítas Pálsdóttir, Katrín Blöndal, Kristín Kolka Bjarnadóttir, Lilja Björg Sigurjónsdóttir, Margrét Lilja Arnarsdóttir, Marta Jónsdóttir, Sunneva Smáradóttir, Unnur Ýr Haraldsdóttir, Þjóðbjörg Eiríksdóttir, Þorkell Már Einarsson og Þórunn Helgadóttir. Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands eru nú afhentir í sjöunda sinn. Sjóðurinn var stofnaður árið 2008 og er markmið hans að styrkja nýnema til náms við Háskóla Íslands. Alls hafa 138 styrkir verið veittir úr sjóðnum frá upphafi. Styrkirnir í ár eru veittir með stuðningi Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og Happdrættis Háskóla Íslands. Dúxar Tengdar fréttir Háskóli Íslands veitir tuttugu og sex afreksstyrki Tuttugu og sex afburðanemendur taka á móti styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en upphæðin nemur 375 þúsund krónum. 23. júní 2014 20:54 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Tuttugu og sex afburðanemendur úr tólf framhaldsskólum víðs vegar að af landinu hafa hlotið styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands til náms við skólann. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í dag en Vísir greindi frá styrkveitingunni í gær.Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja þeir allir nám við Háskóla Íslands í haust. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum en auk þess verður greitt skrásetningargjald fyrir styrkþegana sem er 75 þúsund krónur. Samanlögð styrkupphæð nemur því tæpum tíu milljónum króna. Auglýst var eftir styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í vor. Við val á styrkhöfum var m.a. litið til árangurs á stúdentsprófi en einnig voru önnur sjónarmið lögð til grundvallar, svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangur á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum. Af þeim 26 verðandi nemendum við Háskóla Íslands sem hljóta styrki að þessu sinni eru ellefu dúxar og sex semidúxar í framhaldsskólum á síðustu árum. Þessir tilvonandi nemendur Háskóla Íslands koma úr tólf framhaldsskólum og sækjast eftir inngöngu í sextán ólíkar námsleiðir. Tuttugu konur og sex karlar eru í hópnum. Styrkhafarnir eru: Arnar Kári Sigurðsson, Árný Jóhannesdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Birna Brynjarsdóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson, Dagbjört Inga Grétarsdóttir, Daníel Kristinn Hilmarsson, Darri Egilsson, Elínrós Þorkelsdóttir, Esther Hallsdóttir, Freyja Björk Dagbjartsdóttir, Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Heiður Þórisdóttir, Jóhannes Gauti Óttarsson, Karítas Pálsdóttir, Katrín Blöndal, Kristín Kolka Bjarnadóttir, Lilja Björg Sigurjónsdóttir, Margrét Lilja Arnarsdóttir, Marta Jónsdóttir, Sunneva Smáradóttir, Unnur Ýr Haraldsdóttir, Þjóðbjörg Eiríksdóttir, Þorkell Már Einarsson og Þórunn Helgadóttir. Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands eru nú afhentir í sjöunda sinn. Sjóðurinn var stofnaður árið 2008 og er markmið hans að styrkja nýnema til náms við Háskóla Íslands. Alls hafa 138 styrkir verið veittir úr sjóðnum frá upphafi. Styrkirnir í ár eru veittir með stuðningi Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og Happdrættis Háskóla Íslands.
Dúxar Tengdar fréttir Háskóli Íslands veitir tuttugu og sex afreksstyrki Tuttugu og sex afburðanemendur taka á móti styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en upphæðin nemur 375 þúsund krónum. 23. júní 2014 20:54 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Háskóli Íslands veitir tuttugu og sex afreksstyrki Tuttugu og sex afburðanemendur taka á móti styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en upphæðin nemur 375 þúsund krónum. 23. júní 2014 20:54