Lögmaður segir ráðuneytið vanhæft í máli Tony Omos Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. júní 2014 14:38 Lögmaður Omos, t.v., kveður réttindi hans hafa verið brotin við meðferð málsins. Hanna Birna, t.h. tekur enga ábyrgð á lekanum. Lögmaður Tony Omos, Stefán Karl Kristjánsson, sagði við fyrirtöku máls hans í dag fyrir héraðsdómi að innanríkisráðuneytið væri nú vanhæft til að fjalla um mál Omos. En Omos stefndi ríkinu eftir að honum var synjað um hæli hér á landi. Telur lögmaður hans einnig að hann hafi verið beittur ranglæti af hálfu ráðuneytisins við úrlausn og meðferð málsins eins og fram hefur komið hér á Vísi. Nú hefur grundvöllur málsins skiljanlega breyst lítillega eftir að fram er komið að lögregla telur rökstuddur grunur væri fyrir því að ónefndir starfsmenn innanríkisráðuneytisins hefðu lekið minnisblaði um mál hælisleitandans til fjölmiðla. Ekki var hægt að lýsa gagnaöflun í málinu lokinni en það var tilgangur fyrirtöku þess í dag. Sagðist Stefán Karl ekki hafa fengið það staðfest frá ríkissaksóknara hvort starfsmenn ráðuneytisins, og þá hverjir, hefðu réttarstöðu grunaðra í lekamálinu. Geti hann ekki haldið áfram með málið vegna þessa. Hann verði að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn lögreglu. Ekki liggi einu sinni fyrir hvort að sá sem skrifaði undir úrskurð þess efnis að vísa ætti Tony Omos úr landi sé einn af þeim sem liggja undir grun fyrir lekann sem telst brot í opinberu starfi. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur neitað að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lögmaður Tony Omos, Stefán Karl Kristjánsson, sagði við fyrirtöku máls hans í dag fyrir héraðsdómi að innanríkisráðuneytið væri nú vanhæft til að fjalla um mál Omos. En Omos stefndi ríkinu eftir að honum var synjað um hæli hér á landi. Telur lögmaður hans einnig að hann hafi verið beittur ranglæti af hálfu ráðuneytisins við úrlausn og meðferð málsins eins og fram hefur komið hér á Vísi. Nú hefur grundvöllur málsins skiljanlega breyst lítillega eftir að fram er komið að lögregla telur rökstuddur grunur væri fyrir því að ónefndir starfsmenn innanríkisráðuneytisins hefðu lekið minnisblaði um mál hælisleitandans til fjölmiðla. Ekki var hægt að lýsa gagnaöflun í málinu lokinni en það var tilgangur fyrirtöku þess í dag. Sagðist Stefán Karl ekki hafa fengið það staðfest frá ríkissaksóknara hvort starfsmenn ráðuneytisins, og þá hverjir, hefðu réttarstöðu grunaðra í lekamálinu. Geti hann ekki haldið áfram með málið vegna þessa. Hann verði að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn lögreglu. Ekki liggi einu sinni fyrir hvort að sá sem skrifaði undir úrskurð þess efnis að vísa ætti Tony Omos úr landi sé einn af þeim sem liggja undir grun fyrir lekann sem telst brot í opinberu starfi. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur neitað að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira