CIA og KGB deildu klósettum í Höfða Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. júní 2014 14:01 Hér eru tvær myndir frá leiðtogafundinum árið 1986. Í bók um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, kemur fram að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, CIA og KGB, þurftu að deila salernisaðstöðunni í Höfða á milli sín. Ken Adleman, höfundur bókarinnar Reagan at Reykjavik, sagði frá málinu í fyrirlestri sem hann hélt í síðasta mánuði. Í bókinni er kafli sem heitir Urinal Diplomacy, sem mætti kalla Hlandskála samkomulag. Leyniþjónusturnar fengu aðstöðu í kjallaranum í Höfða og í ljósi stöðunnar í samskiptum ríkjanna var það fréttnæmt að CIA og KGB væru saman í kjallara á jafn litlu húsi og Höfði er. Á þessum tíma voru tvö baðherbergi í kjallaranum, annað stærra en hitt. Að sögn Adelman var það mönnum mikið kappsmál að fá stærra baðherbergið. Hvorugur aðilinn vildi gefa eftir og að lokum var ákveðið að leyniþjónusturnar myndu deila baðherbergjunum. Í fyrirlestrinum grínast Adelman um málið. Hann talar um að leyniþjónustur í heiminum séu með það hlutverk að sanka að sér upplýsingum. „On a need-to-know basis,“ eins og hann orðar það á ensku og bætir svo að þessa helgi í Höfða hafi KGB og CIA starfað á „need-to-go basis“, þegar það kom að klósettnotkun. Adelman lýsir svo hvernig ástandið var í kjallaranum í Höfða. Honum var skipt í tvennt á milli þessara tveggja öflugu stofnana. Hann sagðist vona að menn hafi tekið myndir af búnaði hvors annars, því í þá daga voru slíkar myndir mikils virði. Í bók sinni fjallar Adelman mikið um Höfða og segir húsið hafa gengt lykilhlutverki í að gera fundinn jafn árangursríkan og raun bar vitni. Hann fjallar mikið um meintan reimleika í bókinni og í fyrirlestrinum. Hann segir frá því þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viðtali við hinn virta fjölmiðlamann Tom Brokaw að hann trúði á drauga og ef það væri reimt í Höfða, þá væru draugarnir mjög velkomnir. Adelman starfaði með Ronald Reagan, sem vopnasérfræðingur. Hann kom hingað til lands ásamt Reagan árið 1986 og skrifaði bók sem kom út í síðasta mánuði um heimsókn þeirra til Reykjavíkur. Bókin, Regan at Reykjavik, hefur fengið talsverða umfjöllun hjá stórum fréttastofum á borð við NBC og Fox. Adelman hefur lýst því yfir að leiðtogafundurinn í Höfða hafi bundið enda á Kalda stríðið. Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Í bók um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, kemur fram að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, CIA og KGB, þurftu að deila salernisaðstöðunni í Höfða á milli sín. Ken Adleman, höfundur bókarinnar Reagan at Reykjavik, sagði frá málinu í fyrirlestri sem hann hélt í síðasta mánuði. Í bókinni er kafli sem heitir Urinal Diplomacy, sem mætti kalla Hlandskála samkomulag. Leyniþjónusturnar fengu aðstöðu í kjallaranum í Höfða og í ljósi stöðunnar í samskiptum ríkjanna var það fréttnæmt að CIA og KGB væru saman í kjallara á jafn litlu húsi og Höfði er. Á þessum tíma voru tvö baðherbergi í kjallaranum, annað stærra en hitt. Að sögn Adelman var það mönnum mikið kappsmál að fá stærra baðherbergið. Hvorugur aðilinn vildi gefa eftir og að lokum var ákveðið að leyniþjónusturnar myndu deila baðherbergjunum. Í fyrirlestrinum grínast Adelman um málið. Hann talar um að leyniþjónustur í heiminum séu með það hlutverk að sanka að sér upplýsingum. „On a need-to-know basis,“ eins og hann orðar það á ensku og bætir svo að þessa helgi í Höfða hafi KGB og CIA starfað á „need-to-go basis“, þegar það kom að klósettnotkun. Adelman lýsir svo hvernig ástandið var í kjallaranum í Höfða. Honum var skipt í tvennt á milli þessara tveggja öflugu stofnana. Hann sagðist vona að menn hafi tekið myndir af búnaði hvors annars, því í þá daga voru slíkar myndir mikils virði. Í bók sinni fjallar Adelman mikið um Höfða og segir húsið hafa gengt lykilhlutverki í að gera fundinn jafn árangursríkan og raun bar vitni. Hann fjallar mikið um meintan reimleika í bókinni og í fyrirlestrinum. Hann segir frá því þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viðtali við hinn virta fjölmiðlamann Tom Brokaw að hann trúði á drauga og ef það væri reimt í Höfða, þá væru draugarnir mjög velkomnir. Adelman starfaði með Ronald Reagan, sem vopnasérfræðingur. Hann kom hingað til lands ásamt Reagan árið 1986 og skrifaði bók sem kom út í síðasta mánuði um heimsókn þeirra til Reykjavíkur. Bókin, Regan at Reykjavik, hefur fengið talsverða umfjöllun hjá stórum fréttastofum á borð við NBC og Fox. Adelman hefur lýst því yfir að leiðtogafundurinn í Höfða hafi bundið enda á Kalda stríðið.
Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18
Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13
Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21