Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2014 21:13 Fréttakona NBC, Andrea Mitchell, ræðir við höfund bókarinnar, Ken Adelman, á MSNBC. Bókin „Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist.Bókin hefur vakið mikla athygli vestanhafs.Bókin, sem út kom í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, er að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Þannig var hin kunna fréttakona NBC, Andrea Mitchell, með bókarhöfundinn, Ken Adelman, í 5 mínútna sjónvarpsviðtali í gær, föstudag. Af viðtalinu má álykta að ráðgjöfum Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var vel kunnugt um það orð sem fór af Höfða að þar væri draugagangur. Fundur sem í fyrstu virtist gjörsamlega hafa misheppnast reyndist síðar hafa lagt grunninn að kjarnorkuvopnasáttmála sem breytti gangi sögunnar, sagði Andrea Mitchell, þegar hún kynnti viðmælanda sinn. Viðtalið má sjá hér. Ken Adelman segir að þeir Ronald Reagan og Michael Gorbatsjof hafi ræðst við í tíu og hálfa klukkustund í Höfða og lýsti fundinum þannig, í lauslegri endursögn: Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.Gorbatsjof og Reagan ræddu saman í tíu og hálfa klukkustund í Höfða dagana 11. og 12. október árið 1986.Hvíta húsiðKen Adelman sagði að lokum að þessar 48 stundir í Reykjavík hafi markað upphafið að lokum kalda stríðsins og það sem kom út úr fundinum hafi leitt til hruns Sovétríkjanna og síðan loka kalda stríðsins. Adelman var einn af ráðgjöfum Reagans á fundinum og byggir bók sína meðal annars á bæði bandarískum og rússneskum trúnaðargögnum um samtöl þeirra Reagans og Gorbatsjofs, sem nýbúið er að létta leynd af. Tengdar fréttir Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00 Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15 Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Bókin „Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist.Bókin hefur vakið mikla athygli vestanhafs.Bókin, sem út kom í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, er að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Þannig var hin kunna fréttakona NBC, Andrea Mitchell, með bókarhöfundinn, Ken Adelman, í 5 mínútna sjónvarpsviðtali í gær, föstudag. Af viðtalinu má álykta að ráðgjöfum Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var vel kunnugt um það orð sem fór af Höfða að þar væri draugagangur. Fundur sem í fyrstu virtist gjörsamlega hafa misheppnast reyndist síðar hafa lagt grunninn að kjarnorkuvopnasáttmála sem breytti gangi sögunnar, sagði Andrea Mitchell, þegar hún kynnti viðmælanda sinn. Viðtalið má sjá hér. Ken Adelman segir að þeir Ronald Reagan og Michael Gorbatsjof hafi ræðst við í tíu og hálfa klukkustund í Höfða og lýsti fundinum þannig, í lauslegri endursögn: Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.Gorbatsjof og Reagan ræddu saman í tíu og hálfa klukkustund í Höfða dagana 11. og 12. október árið 1986.Hvíta húsiðKen Adelman sagði að lokum að þessar 48 stundir í Reykjavík hafi markað upphafið að lokum kalda stríðsins og það sem kom út úr fundinum hafi leitt til hruns Sovétríkjanna og síðan loka kalda stríðsins. Adelman var einn af ráðgjöfum Reagans á fundinum og byggir bók sína meðal annars á bæði bandarískum og rússneskum trúnaðargögnum um samtöl þeirra Reagans og Gorbatsjofs, sem nýbúið er að létta leynd af.
Tengdar fréttir Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00 Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15 Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30
Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00
Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15
Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28