7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2014 17:28 Jón Þór Júlíusson með einn af löxunum sem sem veiddust í Kjósinni í morgun Veiði hófst í Laxá í Kjós í morgun og það er óhætt að segja að áin hafi staðið fyllilega undir væntingum á fyrstu vaktinni. Fyrstu laxarnir sáust í Laxá fyrir um mánuði síðan en það er eitthvað sem gerist svo til árlega í ánni. Veiði hófst í morgun og það ekki langan tíma að setja í fyrsta laxinn en þegar morgunvaktinni lauk voru 7 laxar komnir á land og nokkir sluppu. Laxar veiddust á öllum svæðum en mest veiddist á neðsta svæðinu eins og gera mátti ráð fyrir. Nokkuð vatn er í ánni og hún er örlítið lituð en það kom ekki að sök. Aðeins einn smálax kom á land en allir hinir laxarnir sem veiddust voru 73-83 sm. Næsta á innan vébanda Hreggnasa sem opnar er Grímsá en þar hafa laxar sést og það fyrir nokkru svo það má gera ráð fyrir því að nokkuð líf verði í opnun þar. Laxá í Kjós er annars að sögn leigutaka svo til uppseld utan þess að ein eða tvær stangir voru lausar í lok sumars. Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mjög gott í Langá Veiði
Veiði hófst í Laxá í Kjós í morgun og það er óhætt að segja að áin hafi staðið fyllilega undir væntingum á fyrstu vaktinni. Fyrstu laxarnir sáust í Laxá fyrir um mánuði síðan en það er eitthvað sem gerist svo til árlega í ánni. Veiði hófst í morgun og það ekki langan tíma að setja í fyrsta laxinn en þegar morgunvaktinni lauk voru 7 laxar komnir á land og nokkir sluppu. Laxar veiddust á öllum svæðum en mest veiddist á neðsta svæðinu eins og gera mátti ráð fyrir. Nokkuð vatn er í ánni og hún er örlítið lituð en það kom ekki að sök. Aðeins einn smálax kom á land en allir hinir laxarnir sem veiddust voru 73-83 sm. Næsta á innan vébanda Hreggnasa sem opnar er Grímsá en þar hafa laxar sést og það fyrir nokkru svo það má gera ráð fyrir því að nokkuð líf verði í opnun þar. Laxá í Kjós er annars að sögn leigutaka svo til uppseld utan þess að ein eða tvær stangir voru lausar í lok sumars.
Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mjög gott í Langá Veiði