Golf

Haraldur kominn í 8 manna úrslit

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/GSÍmyndir.net
Haraldur Franklín Magnús komst í 8-manna úrslit í Opna breska áhugamannamótinu í golfi í dag. Er þetta aðeins í annað sinn sem Íslendingur nær þessum áfanga en Björgin Sigurbergsson var sá fyrsti.

Hann mætti heimamanninum Paul Kinnear í seinni hring dagsins eftir að hafa unnið einvígið gegn Jordan Smith fyrr í dag.

Haraldur byrjaði vel og fékk tvo fugla á fyrstu tveimur holunum en eftir það hægðist aðeins á spilamennskunni. Skiptust þeir á forystunni næstu átta holur þar til Haraldur gaf aftur í.

Tryggði hann sigurinn og sæti sitt í 8-manna úrslitum á næst seinustu holunni með pari.

Haraldur mætir hinum skoska Neil Bradley á morgun og ræsa þeir út klukkan 8:45.

Að miklu er að keppa en sigurvegari mótsins fær þátttökurétt á Opna breska Meistaramótinu í júlí, Opna bandaríska meistaramótinu á næsta ári og hefð er að sigurvegaranum sé einnig boðin þátttaka á Masters mótinu.


Tengdar fréttir

Haraldur í 16-manna úrslitin

Haraldur Franklín Magnús er kominn í 16-manna úrslit Opna breska áhugamannamótsins eftir að hafa unnið Jordan Smith í bráðabana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×