Tenórinn um franska landsliðið: „Þeir höguðu sér eins og kjánar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. júní 2014 13:12 Jóhann Friðgeir er sáttur með flutning sinn. „Þeir höguðu sér eins og kjánar, þessir ágætu leikmenn. Flutningurinn var góður, það var ekkert út á hann að setja,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór um flutning hans á franska þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Frakklands árið 1998. í franska blaðinu L'Équipe sagði að flutningur Jóhanns á La Marseillaise, þjóðsöngi Frakka, hafi verið sá versti í sögunni á undan kappleik. Umfjöllun blaðsins um söng Jóhanns kom til vegna þess að vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að spila þjóðsöng Frakka fyrir leik landsliðsins gegn Hondúras á HM í Brasilíu. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.Með stórt og breitt brak „Ég er með stórt og breitt bak. Ég tek þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir tenórinn um umfjöllun franska blaðsins. „Þeir hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér, þessir leikmenn. En hegðun þeirra var ekki upp á marga fiska fyrir þennan leik. Þeir létu eins og kjánar niðri í Baldurshaga, þeir hlógu í búningsherbergjunum og hlógu líka þegar forsetinn var að taka í höndina á þeim, það var eitthvað voðalega fyndið allt þarna,“ bætir hann við.Veit af hverju þeir eru að hlæja Jóhann segist vita af hverju þeir voru að hlæja. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Er engin leið að fá það upp úr þér? „Nei, ég þori ekki að segja frá því, það var dálítið súrt hjá þeim blessuðum.Sjálfsagt hefur þeim líka fundist fyndið að sjá mig í smóking þarna. Við vorum flottir þarna við Ólafur Vignir Albertsson.“Hvað finnst frökkum? Vísir ræddi við franskan mann, búsettan í París, og bað hann að hlusta á frammistöðu Jóhanns. Hann sagðist muna vel eftir þessu atviki, því mikið hafi verið talað um þetta í Frakklandi á sínum tíma. Hann telur að frönsku landsliðsmennirnir hafi hlegið því framburður Jóhanns minni á framburð Austur-Evrópubúa á frönsku. Hann bendir þó á að Jóhann þurfi í raun ekkert að skammast sín fyrir flutninginn, því það sé alþekkt í Frakklandi að Fabien Barthez og Bixante Lizarazu, tveir af þeim sem sjáist hlæja fyrir leikinn, séu þekktir trúðar. Hann segir þá tvo vera þekkta í Frakklandi fyrir fyndin uppátæki og þarna hafi tenórinn orðið skotspónn einhvers gríns. Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Þeir höguðu sér eins og kjánar, þessir ágætu leikmenn. Flutningurinn var góður, það var ekkert út á hann að setja,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór um flutning hans á franska þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Frakklands árið 1998. í franska blaðinu L'Équipe sagði að flutningur Jóhanns á La Marseillaise, þjóðsöngi Frakka, hafi verið sá versti í sögunni á undan kappleik. Umfjöllun blaðsins um söng Jóhanns kom til vegna þess að vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að spila þjóðsöng Frakka fyrir leik landsliðsins gegn Hondúras á HM í Brasilíu. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.Með stórt og breitt brak „Ég er með stórt og breitt bak. Ég tek þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir tenórinn um umfjöllun franska blaðsins. „Þeir hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér, þessir leikmenn. En hegðun þeirra var ekki upp á marga fiska fyrir þennan leik. Þeir létu eins og kjánar niðri í Baldurshaga, þeir hlógu í búningsherbergjunum og hlógu líka þegar forsetinn var að taka í höndina á þeim, það var eitthvað voðalega fyndið allt þarna,“ bætir hann við.Veit af hverju þeir eru að hlæja Jóhann segist vita af hverju þeir voru að hlæja. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Er engin leið að fá það upp úr þér? „Nei, ég þori ekki að segja frá því, það var dálítið súrt hjá þeim blessuðum.Sjálfsagt hefur þeim líka fundist fyndið að sjá mig í smóking þarna. Við vorum flottir þarna við Ólafur Vignir Albertsson.“Hvað finnst frökkum? Vísir ræddi við franskan mann, búsettan í París, og bað hann að hlusta á frammistöðu Jóhanns. Hann sagðist muna vel eftir þessu atviki, því mikið hafi verið talað um þetta í Frakklandi á sínum tíma. Hann telur að frönsku landsliðsmennirnir hafi hlegið því framburður Jóhanns minni á framburð Austur-Evrópubúa á frönsku. Hann bendir þó á að Jóhann þurfi í raun ekkert að skammast sín fyrir flutninginn, því það sé alþekkt í Frakklandi að Fabien Barthez og Bixante Lizarazu, tveir af þeim sem sjáist hlæja fyrir leikinn, séu þekktir trúðar. Hann segir þá tvo vera þekkta í Frakklandi fyrir fyndin uppátæki og þarna hafi tenórinn orðið skotspónn einhvers gríns.
Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15