Eystri Rangá komin í 115 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2014 12:23 Veiðistaðurinn Hrafnaklettar í Eystri Rangá Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í Eystri Rangá þegar úrhellisrigningar og rok gerðu ánna óveiðanlega um mánaðarmótin eru 115 laxar komnir á land. Áin fór eins og aðrar illa út úr veðurhamförunum sem gengu yfir landið en er öll að koma til veiðimönnum til mikillar ánægju. Næstu dagar ættu því að verða góðir með vaxandi göngum og menn halda núna í þá von að það hætti að rigna, eða í það minnsta rigni minna næstu daga. Laxinn kemur vel haldinn úr sjó og hlutfall tveggja ára laxa í ánni er samkvæmt venju á þessum tíma mjög gott og töluvert af 14-18 punda löxum sem ahfa verið í aflanum. Dagurinn í gær gaf 18 laxa og eitthvað slapp til viðbótar af færi veiðimanna sem nú veiða ánna. Eysti hefur verið ein af toppánum síðustu ár og það þarf engin að efast um að svo verði ekki í ár. Þegar áin kemst á skrið eru 50-100 laxa dagar mjög algengir og þá fara tölurnar hraðar upp en víða þekkist. Þetta er einmitt ein af þeim ástæðum sem hafa togað Íslenska og erlenda veiðimenn að ánni árum saman. Heildarveiði síðasta sumars var 4797 og spurning hvort hún toppi það ekki í sumar? Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í Eystri Rangá þegar úrhellisrigningar og rok gerðu ánna óveiðanlega um mánaðarmótin eru 115 laxar komnir á land. Áin fór eins og aðrar illa út úr veðurhamförunum sem gengu yfir landið en er öll að koma til veiðimönnum til mikillar ánægju. Næstu dagar ættu því að verða góðir með vaxandi göngum og menn halda núna í þá von að það hætti að rigna, eða í það minnsta rigni minna næstu daga. Laxinn kemur vel haldinn úr sjó og hlutfall tveggja ára laxa í ánni er samkvæmt venju á þessum tíma mjög gott og töluvert af 14-18 punda löxum sem ahfa verið í aflanum. Dagurinn í gær gaf 18 laxa og eitthvað slapp til viðbótar af færi veiðimanna sem nú veiða ánna. Eysti hefur verið ein af toppánum síðustu ár og það þarf engin að efast um að svo verði ekki í ár. Þegar áin kemst á skrið eru 50-100 laxa dagar mjög algengir og þá fara tölurnar hraðar upp en víða þekkist. Þetta er einmitt ein af þeim ástæðum sem hafa togað Íslenska og erlenda veiðimenn að ánni árum saman. Heildarveiði síðasta sumars var 4797 og spurning hvort hún toppi það ekki í sumar?
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði