Stefnir í gott meðalár að öllu óbreyttu Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2014 13:05 Laxveiðin er að komast á fullan snúning næstu vikurnar en nú fer að hefjast sá tími sem að öllu jöfnu er kallaður "prime time" en þá er veiðin jafnan best í ánum. Nýjar veiðitölur komu inná síðu Landsambands Veiðifélaga í gær og sýnir að staðan er nú ekki eins slæm og margir hafa haldið fram og óttast. Það sem hefur haft gífurlega mikil neikvæð áhrif á veiðitölur er veðrið, sérstaklega á suður- og vesturlandi, en miklar rigningar og hvassviðri hafa gert árnar óveiðandi suma dagana og þá hækka tölurnar lítið ef engin er við ánna að veiða. Inn á milli kemur þó skaplegt veður og þá er veiðin nokkurn veginn í takt við gott eða meðalgott ár. Þegar veiðitölur í samanburðaránum er skoðaðar eru árnar flestar á pari eða aðeins undir meðalveiði og það þrátt fyrir að stóru smálaxagöngurnar eru ekki ennþá komnar í árnar, í það minnsta ekki í þær allar. Við ósa Langár sem dæmi hefur stór laxatorfa sést dóla inn á hverju flóði en ekki gengið upp í ánna og það á sér ósköp eðlilegar skýringar. Þegar áin er bólgin og vatnsmikil sökum rigninga bíður laxinn með að fara í hana en um leið og hún sjatnar drífur laxinn sig upp á þá er oft mikið líf við bakkann. En annars lítur topp 10 listinn svona út í gærkvöldi:Blanda2. 7. 2014350142611Þverá + Kjarará2. 7. 2014231143373Norðurá2. 7. 2014195153351Miðfjarðará2. 7. 2014124103667Haffjarðará2. 7. 201410862158Vatnsdalsá í Húnaþingi2. 7. 20148371116Laxá í Aðaldal2. 7. 201465181009Elliðaárnar.2. 7. 20145861145Víðidalsá2. 7. 2014458909Eystri-Rangá2. 7. 20144218479 Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Mjög gott í Langá Veiði
Laxveiðin er að komast á fullan snúning næstu vikurnar en nú fer að hefjast sá tími sem að öllu jöfnu er kallaður "prime time" en þá er veiðin jafnan best í ánum. Nýjar veiðitölur komu inná síðu Landsambands Veiðifélaga í gær og sýnir að staðan er nú ekki eins slæm og margir hafa haldið fram og óttast. Það sem hefur haft gífurlega mikil neikvæð áhrif á veiðitölur er veðrið, sérstaklega á suður- og vesturlandi, en miklar rigningar og hvassviðri hafa gert árnar óveiðandi suma dagana og þá hækka tölurnar lítið ef engin er við ánna að veiða. Inn á milli kemur þó skaplegt veður og þá er veiðin nokkurn veginn í takt við gott eða meðalgott ár. Þegar veiðitölur í samanburðaránum er skoðaðar eru árnar flestar á pari eða aðeins undir meðalveiði og það þrátt fyrir að stóru smálaxagöngurnar eru ekki ennþá komnar í árnar, í það minnsta ekki í þær allar. Við ósa Langár sem dæmi hefur stór laxatorfa sést dóla inn á hverju flóði en ekki gengið upp í ánna og það á sér ósköp eðlilegar skýringar. Þegar áin er bólgin og vatnsmikil sökum rigninga bíður laxinn með að fara í hana en um leið og hún sjatnar drífur laxinn sig upp á þá er oft mikið líf við bakkann. En annars lítur topp 10 listinn svona út í gærkvöldi:Blanda2. 7. 2014350142611Þverá + Kjarará2. 7. 2014231143373Norðurá2. 7. 2014195153351Miðfjarðará2. 7. 2014124103667Haffjarðará2. 7. 201410862158Vatnsdalsá í Húnaþingi2. 7. 20148371116Laxá í Aðaldal2. 7. 201465181009Elliðaárnar.2. 7. 20145861145Víðidalsá2. 7. 2014458909Eystri-Rangá2. 7. 20144218479
Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Mjög gott í Langá Veiði