22 laxar komnir úr Korpu Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2014 16:25 Það er búin að vera ágætis veiði í Korpu frá því að hún opnaði en á 9 dögum eru komnir 22 laxar á tvær stangir. Nokkuð líf hefur verið á neðstu stöðunum en veiðistaðirnir þar eru Pallurinn, Berghylur og Foss og gefa þeir gjarnan mestu veiðina þegar tímabilið hefst en þegar jafn mikið og gott vatn er í ánni og nú er laxinn mjög fljótur að fara upp ánna og það er ekki óalgengt að setja í laxa í Stíflu nokkrum dögum eftir opnun. Nokkuð af laxi hefur dreift sér um ánna og á kvölgöngu í gær fundust laxar á Breiðu, Þjófahyl, Göngubrúarhyl, Símastreng og nokkrir voru líka í Leyningum. Þar sem áin er ekki vatnsmikil og aðgengi gott hefur hún notið mikilla vinsælda hjá byrjendum og fjölskyldufólki sem vill eiga möguleika á að ungir veiðimenn setji þarna í Maríulax en þær eru ekki margar árnar sem státa af jafn mörgum Maríulöxum á hverju sumri eins og Korpa og Elliðaár. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði
Það er búin að vera ágætis veiði í Korpu frá því að hún opnaði en á 9 dögum eru komnir 22 laxar á tvær stangir. Nokkuð líf hefur verið á neðstu stöðunum en veiðistaðirnir þar eru Pallurinn, Berghylur og Foss og gefa þeir gjarnan mestu veiðina þegar tímabilið hefst en þegar jafn mikið og gott vatn er í ánni og nú er laxinn mjög fljótur að fara upp ánna og það er ekki óalgengt að setja í laxa í Stíflu nokkrum dögum eftir opnun. Nokkuð af laxi hefur dreift sér um ánna og á kvölgöngu í gær fundust laxar á Breiðu, Þjófahyl, Göngubrúarhyl, Símastreng og nokkrir voru líka í Leyningum. Þar sem áin er ekki vatnsmikil og aðgengi gott hefur hún notið mikilla vinsælda hjá byrjendum og fjölskyldufólki sem vill eiga möguleika á að ungir veiðimenn setji þarna í Maríulax en þær eru ekki margar árnar sem státa af jafn mörgum Maríulöxum á hverju sumri eins og Korpa og Elliðaár.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði