Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2014 15:15 Júlíus Bjarni með 20 pundara af Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal Nessvæðið í Laxá í Aðaldal er rómað fyrir stóra laxa og það er líklega engu logið þegar svæðið er nefnt "stórlaxasvæði Íslands". Fyrstu dagarnir eru æði misjafnir þarna og þess vegna mikil spenna þegar fyrstu flugurnar fá að skauta yfir hylji og breiður þessa fallega svæðis. Nokkuð líf var á fyrstu vakt og laxar bæði sýndu sig og gerðu atlögu að flugunni. Á meðal þeirra sem eru fyrir norðan er Júlíus Bjarni Bjarnason og landaði hann 20 punda laxi í morgun ásamt því að hana reist aðra tvo og sett í einn í Kirkjuhólmakvísl. Nokkuð líf hefur einnig verið á öðrum svæðum þar sem menn hafa séð og sett í væna laxa. Af öðrum ám fyrir norðan berast þær fréttir af ágætri opnun í Svalbarðsá, Sandá og Hafralónsá en nokkuð af laxi virðist gengin í þær allar og allt virðist þetta vera vænn tveggja ára lax. Hofsá hefur verið róleg enda var áin meira og minna í flóði frá opnun en vatn er að sjatna en mikið vatn hefur verið í öllum ám í þessum landshluta. Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mjög gott í Langá Veiði
Nessvæðið í Laxá í Aðaldal er rómað fyrir stóra laxa og það er líklega engu logið þegar svæðið er nefnt "stórlaxasvæði Íslands". Fyrstu dagarnir eru æði misjafnir þarna og þess vegna mikil spenna þegar fyrstu flugurnar fá að skauta yfir hylji og breiður þessa fallega svæðis. Nokkuð líf var á fyrstu vakt og laxar bæði sýndu sig og gerðu atlögu að flugunni. Á meðal þeirra sem eru fyrir norðan er Júlíus Bjarni Bjarnason og landaði hann 20 punda laxi í morgun ásamt því að hana reist aðra tvo og sett í einn í Kirkjuhólmakvísl. Nokkuð líf hefur einnig verið á öðrum svæðum þar sem menn hafa séð og sett í væna laxa. Af öðrum ám fyrir norðan berast þær fréttir af ágætri opnun í Svalbarðsá, Sandá og Hafralónsá en nokkuð af laxi virðist gengin í þær allar og allt virðist þetta vera vænn tveggja ára lax. Hofsá hefur verið róleg enda var áin meira og minna í flóði frá opnun en vatn er að sjatna en mikið vatn hefur verið í öllum ám í þessum landshluta.
Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mjög gott í Langá Veiði