Svalbarðsá komin í 100 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2014 09:24 Þetta er stærsti laxinn úr Svalbarðsá í sumar www.hreggnasi.is Svalbarðsá hefur verið að gefa síðustu hollum góða veiði og staðan í ánni í dag er 100 laxar og það aðeins frá 1. júlí. Þetta hefur verið mjöt gott tímabil í ánni þegar aðeins rétt tvær vikur eru búnar og besti tíminn i ánni eftir. Það er fullkomlega raunhæft að skjóta á að áin gæti farið í 400-500 laxa á þessu ári ef fram heldur sem horfir því hún hefur fyrst og fremst verið þekkt sem síðsumarsá og á þess vegna nóg inni. Það væri líklega búið að veiða meira ef veðrið hefði verið skaplegra og minna vatn í ánni suma daga en hún óx nokkuð í vatni þegar mest úrhellið gekk yfir landið og margir veiðistaðir voru hreinlega úti vegna vatnsmagns. Mest af veiðinni er vænn tveggja ára lax og sá stærsti líklega um 100 sm en sá fiskur sést á meðfylgjandi mynd og eins og sést er þessi fiskur engin smásmíði. Fleiri svona drekar hafa sést í ánni svo þeir veiðimenn sem eru þarna við bakkana næstu daga ættu að hafa það hugfast, svona rétt til að passa upp á að taumarnir séu í lagi. Stangveiði Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Að velja réttar þrengingar Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði
Svalbarðsá hefur verið að gefa síðustu hollum góða veiði og staðan í ánni í dag er 100 laxar og það aðeins frá 1. júlí. Þetta hefur verið mjöt gott tímabil í ánni þegar aðeins rétt tvær vikur eru búnar og besti tíminn i ánni eftir. Það er fullkomlega raunhæft að skjóta á að áin gæti farið í 400-500 laxa á þessu ári ef fram heldur sem horfir því hún hefur fyrst og fremst verið þekkt sem síðsumarsá og á þess vegna nóg inni. Það væri líklega búið að veiða meira ef veðrið hefði verið skaplegra og minna vatn í ánni suma daga en hún óx nokkuð í vatni þegar mest úrhellið gekk yfir landið og margir veiðistaðir voru hreinlega úti vegna vatnsmagns. Mest af veiðinni er vænn tveggja ára lax og sá stærsti líklega um 100 sm en sá fiskur sést á meðfylgjandi mynd og eins og sést er þessi fiskur engin smásmíði. Fleiri svona drekar hafa sést í ánni svo þeir veiðimenn sem eru þarna við bakkana næstu daga ættu að hafa það hugfast, svona rétt til að passa upp á að taumarnir séu í lagi.
Stangveiði Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Að velja réttar þrengingar Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði