Tiger fékk fimm fugla á seinni níu | Þrír Ítalir á meðal efstu manna Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2014 12:47 Tiger Woods rétti úr kútnum. vísir/getty Tiger Woods hefur lokið leik á fyrsta hring á opna breska meistaramótinu í golfi, en hann spilaði á þremur höggum undir pari í dag og er jafn fjórum öðrum kylfingum í áttunda sæti sem stendur. Hann byrjaði illa í dag og fékk tvo skolla á fyrstu tveimur holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtu holu og var einu höggi yfir pari eftir fyrri níu í dag. Hlutirnir fóru að ganga betur á seinni níu, en þar fékk Tiger þrjá fugla í röð á 11., 12. og 13. holu og var kominn tveimur höggum undir par. Því fylgdi þó annar skolli á 14. holu. En Tiger fékk svo tvo fugla til viðbótar á 15. og 16. holu og paraði svo síðustu tvær. Samtals lék hann á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Í öðru höggi sínu á 18. braut, sem er par fimm, þurfti hann þrívegis að hætta við vegna ljósmyndara sem tók myndir í hvert sinn sem Tiger gerði sig líklegan til að slá. Það líkaði honum illa. Höggið rataði á endanum í erfiða glompu við 18. flötina en Tiger lyfti sér upp úr henni og bjargaði pari.Matteo Manasero er að spila vel.vísir/gettyÞrír Ítalir eru á meðal efstu manna en MatteoManassero spilaði fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla og tvo skolla á fyrsta hring. Þá eru Molinari-bræður, þeir Edoardo og Francesco, báðir á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring líkt og Bandaríkjamaðurinn BrooksKoepka.Rory McIlroy er í miklu stuði, en hann er á sex höggum undir pari eftir 16 holur.Opna breska meistaramótið hófst í dag og verða allir keppnisdagarnir fjórir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Molinari-bræður ræða saman.vísir/getty Golf Tengdar fréttir Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake? Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn frá því árið 2006 þegar hann valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake-vellinum sem spilað er á í ár eða lengist biðin eftir næsta risatitli? 17. júlí 2014 07:00 Tiger rétti úr kútnum eftir erfiða byrjun Fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. 17. júlí 2014 10:37 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur lokið leik á fyrsta hring á opna breska meistaramótinu í golfi, en hann spilaði á þremur höggum undir pari í dag og er jafn fjórum öðrum kylfingum í áttunda sæti sem stendur. Hann byrjaði illa í dag og fékk tvo skolla á fyrstu tveimur holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtu holu og var einu höggi yfir pari eftir fyrri níu í dag. Hlutirnir fóru að ganga betur á seinni níu, en þar fékk Tiger þrjá fugla í röð á 11., 12. og 13. holu og var kominn tveimur höggum undir par. Því fylgdi þó annar skolli á 14. holu. En Tiger fékk svo tvo fugla til viðbótar á 15. og 16. holu og paraði svo síðustu tvær. Samtals lék hann á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Í öðru höggi sínu á 18. braut, sem er par fimm, þurfti hann þrívegis að hætta við vegna ljósmyndara sem tók myndir í hvert sinn sem Tiger gerði sig líklegan til að slá. Það líkaði honum illa. Höggið rataði á endanum í erfiða glompu við 18. flötina en Tiger lyfti sér upp úr henni og bjargaði pari.Matteo Manasero er að spila vel.vísir/gettyÞrír Ítalir eru á meðal efstu manna en MatteoManassero spilaði fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla og tvo skolla á fyrsta hring. Þá eru Molinari-bræður, þeir Edoardo og Francesco, báðir á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring líkt og Bandaríkjamaðurinn BrooksKoepka.Rory McIlroy er í miklu stuði, en hann er á sex höggum undir pari eftir 16 holur.Opna breska meistaramótið hófst í dag og verða allir keppnisdagarnir fjórir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Molinari-bræður ræða saman.vísir/getty
Golf Tengdar fréttir Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake? Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn frá því árið 2006 þegar hann valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake-vellinum sem spilað er á í ár eða lengist biðin eftir næsta risatitli? 17. júlí 2014 07:00 Tiger rétti úr kútnum eftir erfiða byrjun Fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. 17. júlí 2014 10:37 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake? Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn frá því árið 2006 þegar hann valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake-vellinum sem spilað er á í ár eða lengist biðin eftir næsta risatitli? 17. júlí 2014 07:00