Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júlí 2014 17:01 Sigurður Þórðarson. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég sakna þess að finnast ég venjulegur, að eiga eðlilegt líf. Að hafa áhyggjur af hlutum sem annað ungt fólk hefur áhyggjur af,“ segir Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari í viðtali við danska miðilinn Politiken. Í viðtalinu lítur Sigurður um öxl og útskýrir hvernig hann komst í tengsl við Wikileaks og FBI. Hann rifjar upp hvernig hann var sem barn og segir frá því þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum. „Þegar ég var sautján eða átján ára hafði ég áhyggjur af því að FBI væri að fylgjast með mér. Ef venjulegur unglingur hefði þessar hugmyndir væri væntanlega talið að hann þjáðist af vænissýki. En í mínu tilfelli voru áhyggjurnar byggðar á staðreyndum.“ Átti erfitt með samskipti við jafnaldra Í viðtalinu segir Sigurður frá því að hann hafi verið einfari. Hann hafi átt erfitt með samskipti við jafnaldra sína. En þegar hann komst í tölvur fann hann sig vel; þar fékk hann útrás og gat sýnt hæfileika sína. Hann byrjaði að „hakka“ þegar hann var tólf ára gamall og tveimur árum seinna var hann kominn með starf hjá Milestone, við að eyða viðkvæmum gögnum úr tölvum. Þar byrjaði Sigurður að afrita skjöl og segist hafa farið með þau heim til sín þar sem hann kynnti sér þau ítarlega. Á þeim tíma var Sigurður fimmtán og sextán ára gamall og ákvað að skjölin ættu erindi við almenning. Tengslin við WikiLeaks Sigurður segir frá tengslunum við WikiLeaks og FBI í viðtalinu. Hann segist hafa verið í fylgdarliði Julian Assange. „Ég ferðaðist um heiminn til að fá nýja sjálfboðaliða til liðs við okkur,“ útskýrir hann. Í frétt Politiken er einnig vitnað í Kristinn Hrafnsson sem segir að Sigurður hafi aldrei spilað stórt hlutverk innan WikiLeaks og kallar hann „sjúkan lygara“. Einnig er vitnað í danskan vin Sigurðar, Dan Sommer, sem staðfestir að þeir félagar hafi ferðast fyrir hönd WikiLeaks til Búdapest og París. Fundirnir með FBI Þann 23. ágúst 2011 hafði Sigurður svo samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi og bað um fund. Fundarefnið var WikiLeaks og Julian Assange. Þannig komst hann í tengsl við FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna. Íslensk yfirvöld voru látin vita af fundunum með Sigurði, en fengu ekki að vita að fundirnir snerust um WikiLeaks. Þegar það kom í ljós voru útsendarar FBI beðnir að yfirgefa landið og voru nýir fundir skipulagðir í Danmörku. Þar lét Sigurður útsendara FBI fá harða diska með upplýsingum. Hann segir einnig frá því þegar hann fór til Bandaríkjanna og ræddi við útsendara frá ýmsum stofnunum á borð við CIA og NSA. Hugsar um hvað hann hefur gertÍ fréttinni kemur fram að Sigurður afpláni nú átta mánaða dóm fyrir að hafa greitt 17 ára dreng fyrir kynlíf. „Ég ætti að ljúka afplánun 2. nóvember. En ég fer ekki út þá. Ég fæ lengri dóm því það hafa komið upp fleiri mál gegn mér,“ útskýrir hann. Um er að ræða ýmiskonar svik. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég hugsa mikið um hvað ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann í símaviðtali frá Hegningarhúsinu. Mál Sigga hakkara Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
„Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég sakna þess að finnast ég venjulegur, að eiga eðlilegt líf. Að hafa áhyggjur af hlutum sem annað ungt fólk hefur áhyggjur af,“ segir Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari í viðtali við danska miðilinn Politiken. Í viðtalinu lítur Sigurður um öxl og útskýrir hvernig hann komst í tengsl við Wikileaks og FBI. Hann rifjar upp hvernig hann var sem barn og segir frá því þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum. „Þegar ég var sautján eða átján ára hafði ég áhyggjur af því að FBI væri að fylgjast með mér. Ef venjulegur unglingur hefði þessar hugmyndir væri væntanlega talið að hann þjáðist af vænissýki. En í mínu tilfelli voru áhyggjurnar byggðar á staðreyndum.“ Átti erfitt með samskipti við jafnaldra Í viðtalinu segir Sigurður frá því að hann hafi verið einfari. Hann hafi átt erfitt með samskipti við jafnaldra sína. En þegar hann komst í tölvur fann hann sig vel; þar fékk hann útrás og gat sýnt hæfileika sína. Hann byrjaði að „hakka“ þegar hann var tólf ára gamall og tveimur árum seinna var hann kominn með starf hjá Milestone, við að eyða viðkvæmum gögnum úr tölvum. Þar byrjaði Sigurður að afrita skjöl og segist hafa farið með þau heim til sín þar sem hann kynnti sér þau ítarlega. Á þeim tíma var Sigurður fimmtán og sextán ára gamall og ákvað að skjölin ættu erindi við almenning. Tengslin við WikiLeaks Sigurður segir frá tengslunum við WikiLeaks og FBI í viðtalinu. Hann segist hafa verið í fylgdarliði Julian Assange. „Ég ferðaðist um heiminn til að fá nýja sjálfboðaliða til liðs við okkur,“ útskýrir hann. Í frétt Politiken er einnig vitnað í Kristinn Hrafnsson sem segir að Sigurður hafi aldrei spilað stórt hlutverk innan WikiLeaks og kallar hann „sjúkan lygara“. Einnig er vitnað í danskan vin Sigurðar, Dan Sommer, sem staðfestir að þeir félagar hafi ferðast fyrir hönd WikiLeaks til Búdapest og París. Fundirnir með FBI Þann 23. ágúst 2011 hafði Sigurður svo samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi og bað um fund. Fundarefnið var WikiLeaks og Julian Assange. Þannig komst hann í tengsl við FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna. Íslensk yfirvöld voru látin vita af fundunum með Sigurði, en fengu ekki að vita að fundirnir snerust um WikiLeaks. Þegar það kom í ljós voru útsendarar FBI beðnir að yfirgefa landið og voru nýir fundir skipulagðir í Danmörku. Þar lét Sigurður útsendara FBI fá harða diska með upplýsingum. Hann segir einnig frá því þegar hann fór til Bandaríkjanna og ræddi við útsendara frá ýmsum stofnunum á borð við CIA og NSA. Hugsar um hvað hann hefur gertÍ fréttinni kemur fram að Sigurður afpláni nú átta mánaða dóm fyrir að hafa greitt 17 ára dreng fyrir kynlíf. „Ég ætti að ljúka afplánun 2. nóvember. En ég fer ekki út þá. Ég fæ lengri dóm því það hafa komið upp fleiri mál gegn mér,“ útskýrir hann. Um er að ræða ýmiskonar svik. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég hugsa mikið um hvað ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann í símaviðtali frá Hegningarhúsinu.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira