Spiluðu á Eistnaflugi og týndu öllum hljóðfærunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 10:37 Havok í góðu yfirlæti í Bláa Lóninu. MYND/FACEBOOKSÍÐA HAVOK Ein af erlendu hljómsveitunum sem léku á Eistnaflugi á Neskaupsstað um liðna helgi varð fyrir því óláni að glata öllum farangri sínum er hún hugðist halda ferðalagi sínu áfram um Evrópu. Thrash-hljómsveitin Havok, sem gerir út frá Colorado í Bandaríkjunum, hélt frá Íslandi á sunnudagskvöld og flugu þeir með Icelandair áleiðis til Rússlands með millilendingu í Svíþjóð. Þegar til Stokkhólms var komið var farangurinn þeirra á bak og burt, þar með talin öll hljóðfæri sveitarinnar. Þeirra á meðal eru sex strengjahljóðfæri; fjórir gítarar og tveir bassar, trommugræjur og annað tilheyrandi og er verðmæti farangursins talið nema um sex milljónum króna. Hljóðfærin höfðu einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir meðlimi sveitarinnar enda hafa þeir verið að sanka þeim að sér frá því að þeir voru krakkar. "Ég heyrði í þeim á sunnudaginn og þá voru þeir allir í frekar miklu panikki. Við erum að tala um mikinn farangur og engin smá þyngsli sem þeir voru með. Það er ekkert grín að týna svona.“ segir talsmaður Eistnaflugs í samtali við Vísi. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu umsvifalaust samband við Icelandair sem hafði fá svör á takteinum og bíða þeir því enn eftir útskýringum á því hvernig allur þessi farangur fór að því að fuðra upp. Hljóðfærin gætu ekki hafa tapast á verri tíma. Tónleikaferðalag þeirra um Evrópu hófst í gær í Rússlandi og neyddust þeir til að fá öll hljóðfæri lánuð. "Þeir eru að "headline-a“ Evróputúr í fyrsta skipti og þetta verður að teljast eitt af mikilvægustu tónleikaferðalögunum þeirra. Þeir eru nýbúnir að skrifa undir nýjan plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki sem búið að er að auglýsa í þaula þannig að þetta er allt hið bagalegasta fyrir sveitina.“ Havok leikur aftur í Rússlandi á morgun og í Litháen á föstudag. Því næst heldur hún aftur til Svíþjóðar þar sem sveitin leikur fyrir dansi á Motala Thrashfest á laugardaginn. Alls mun hljómsveitin stíga tuttugu og sex sinnum á stokk næsta mánuðinn og því ljóst að þörfin á að hljóðfærin finnist er mikil. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með Eistnaflug, Ísland og aðbúnaðinn hér, "rétt eins og allar hinar erlendu sveitirnar sem spiluðu á hátíðinni. Umboðsmaðurinn þeirra sendi okkur sérstaklega tölvupóst þar sem hann þakkaði fyrir allt saman. Þetta var því frekar leiðinlegur endir á góðri Íslandsheimsókn,“ segir talsmaður Eistnaflugs. Eistnaflug Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Ein af erlendu hljómsveitunum sem léku á Eistnaflugi á Neskaupsstað um liðna helgi varð fyrir því óláni að glata öllum farangri sínum er hún hugðist halda ferðalagi sínu áfram um Evrópu. Thrash-hljómsveitin Havok, sem gerir út frá Colorado í Bandaríkjunum, hélt frá Íslandi á sunnudagskvöld og flugu þeir með Icelandair áleiðis til Rússlands með millilendingu í Svíþjóð. Þegar til Stokkhólms var komið var farangurinn þeirra á bak og burt, þar með talin öll hljóðfæri sveitarinnar. Þeirra á meðal eru sex strengjahljóðfæri; fjórir gítarar og tveir bassar, trommugræjur og annað tilheyrandi og er verðmæti farangursins talið nema um sex milljónum króna. Hljóðfærin höfðu einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir meðlimi sveitarinnar enda hafa þeir verið að sanka þeim að sér frá því að þeir voru krakkar. "Ég heyrði í þeim á sunnudaginn og þá voru þeir allir í frekar miklu panikki. Við erum að tala um mikinn farangur og engin smá þyngsli sem þeir voru með. Það er ekkert grín að týna svona.“ segir talsmaður Eistnaflugs í samtali við Vísi. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu umsvifalaust samband við Icelandair sem hafði fá svör á takteinum og bíða þeir því enn eftir útskýringum á því hvernig allur þessi farangur fór að því að fuðra upp. Hljóðfærin gætu ekki hafa tapast á verri tíma. Tónleikaferðalag þeirra um Evrópu hófst í gær í Rússlandi og neyddust þeir til að fá öll hljóðfæri lánuð. "Þeir eru að "headline-a“ Evróputúr í fyrsta skipti og þetta verður að teljast eitt af mikilvægustu tónleikaferðalögunum þeirra. Þeir eru nýbúnir að skrifa undir nýjan plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki sem búið að er að auglýsa í þaula þannig að þetta er allt hið bagalegasta fyrir sveitina.“ Havok leikur aftur í Rússlandi á morgun og í Litháen á föstudag. Því næst heldur hún aftur til Svíþjóðar þar sem sveitin leikur fyrir dansi á Motala Thrashfest á laugardaginn. Alls mun hljómsveitin stíga tuttugu og sex sinnum á stokk næsta mánuðinn og því ljóst að þörfin á að hljóðfærin finnist er mikil. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með Eistnaflug, Ísland og aðbúnaðinn hér, "rétt eins og allar hinar erlendu sveitirnar sem spiluðu á hátíðinni. Umboðsmaðurinn þeirra sendi okkur sérstaklega tölvupóst þar sem hann þakkaði fyrir allt saman. Þetta var því frekar leiðinlegur endir á góðri Íslandsheimsókn,“ segir talsmaður Eistnaflugs.
Eistnaflug Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp