Twin Within í nýjasta tölublaði Seventeen Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júlí 2014 13:30 „Þetta er alveg frábært fyrir okkur og gaman að hafa á ferilskránni,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hálsmenalínan Twin Within, sem hönnuð er af Kristínu og systur hennar, Áslaugu Írisi, er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði bandaríska unglingatímaritsins Seventeen.Kristín segir að stílisti tímaritsins hafi sett sig í samband við þær systur og beðið þær um að senda þeim hálsmen út. „Það var frekar stuttur fyrirvari á þessu öllu en við sendum þeim festar og þeim leist vel á. Þetta er í rauninni frekar súrrealískt, enda er þetta virkilega stórt blað þó svo að þetta sé kannski ekki beint fyrsta tímaritið sem ég lugga í á kaffihúsi. En þetta er frábært fyrir merkið og mjög gaman að sjá forsíðufyrirsætuna, leikkonuna Bellu Thorne, með festarnar okkar,“ segir Kristín, sem varð sér út um eintak af blaðinu fyrr í vikunni. „Ég kom við í Eymundsson og fletti í gegnum blaðið. Þetta var mjög skemmtilegt, mann langaði næstum því að hnippa í næsta mann í Eymundsson og benda á að maður væri í blaðinu,“ segir Kristín og hlær. Þær systur eru nú á fullu við að undirbúa nýja hálsmenalínu. „Við verðum með svipað efnisval, höldum áfram að notast við reipin og gúmmíslöngurnar. Það mætti segja að nýju festarnar komi til með að bera með sér heldur klassískt yfirbrgað þar sem svarthvítt verður ríkjandi.“ Twin Within hefur notið vinsælda erlendis og hafa hálsmenin til að mynda ratað í verslanir víða í Bandaríkjunum, London, Japan og Seattle. Líklegt er að Singapúr fái einnig að kynnast línunni en Kristín flytur þangað á allra næstu dögum. „Maðurinn minn er að fara þangað í mastersnám svo ég skelli mér með ásamt dóttur okkar. Þar ætla ég að vera á fullu í festagerð.“ Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Þetta er alveg frábært fyrir okkur og gaman að hafa á ferilskránni,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hálsmenalínan Twin Within, sem hönnuð er af Kristínu og systur hennar, Áslaugu Írisi, er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði bandaríska unglingatímaritsins Seventeen.Kristín segir að stílisti tímaritsins hafi sett sig í samband við þær systur og beðið þær um að senda þeim hálsmen út. „Það var frekar stuttur fyrirvari á þessu öllu en við sendum þeim festar og þeim leist vel á. Þetta er í rauninni frekar súrrealískt, enda er þetta virkilega stórt blað þó svo að þetta sé kannski ekki beint fyrsta tímaritið sem ég lugga í á kaffihúsi. En þetta er frábært fyrir merkið og mjög gaman að sjá forsíðufyrirsætuna, leikkonuna Bellu Thorne, með festarnar okkar,“ segir Kristín, sem varð sér út um eintak af blaðinu fyrr í vikunni. „Ég kom við í Eymundsson og fletti í gegnum blaðið. Þetta var mjög skemmtilegt, mann langaði næstum því að hnippa í næsta mann í Eymundsson og benda á að maður væri í blaðinu,“ segir Kristín og hlær. Þær systur eru nú á fullu við að undirbúa nýja hálsmenalínu. „Við verðum með svipað efnisval, höldum áfram að notast við reipin og gúmmíslöngurnar. Það mætti segja að nýju festarnar komi til með að bera með sér heldur klassískt yfirbrgað þar sem svarthvítt verður ríkjandi.“ Twin Within hefur notið vinsælda erlendis og hafa hálsmenin til að mynda ratað í verslanir víða í Bandaríkjunum, London, Japan og Seattle. Líklegt er að Singapúr fái einnig að kynnast línunni en Kristín flytur þangað á allra næstu dögum. „Maðurinn minn er að fara þangað í mastersnám svo ég skelli mér með ásamt dóttur okkar. Þar ætla ég að vera á fullu í festagerð.“
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira