Lykillinn að heilbrigðri og fallegri húð Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 12. júlí 2014 11:00 Vísir/Getty Húðin er stærsta líffæri líkamans og mikilvægt að hugsa vel um hana. Góð umhirða húðarinnar og hollar venjur skipta miklu máli þegar kemur að því að halda húðinni ferskri og fallegri. Hér koma nokkur mikilvæg atriði í almennri húðumhirðu.1. Hreinlæti.Aldrei fara að sofa á kvöldin án þess að þvo af þér farða og óhreinindi. Það er mikilvægt að leyfa húðinni að anda og fara með hreina húð að sofa.Haltu burstum og öðrum förðunarvörum hreinum. Burstar eru gróðrastía fyrir bakteríur og því mikilvægt að þrífa þá vel og vandlega mjög reglulega. Hægt er að fá sérstakan sótthreinsi fyrir bursta í mörgum verslunum sem selja farða. Einnig er hægt að þvo þá með heitu vatni og sápu og leggja þá svo ofan á handklæði á heitum ofni og leyfa þeim að þorna þannig. 2. Verndaðu húðina fyrir sólinni.Eitt það mikilvægasta til þess að vernda húðina er að vera ekki í of mikilli sól og passa að brenna ekki. Of mikil sól flýtir fyrir öldrun húðarinnar og eykur hættu á húðkrabbameini.Notaðu sólarvörn. Húð fólks er mismunandi og þolir mismikla sól. Ef þú ert mikið úti yfir sumartímann eða ert á leiðinni til sólarlanda er mikilvægt að þú kynnir þér hvaða sólarvörn hentar þinni húðtegund best. Mælt er með því að bera sólarvörn á sig á tveggja tíma fresti, oftar í vatni.Leitaðu í skugga.Forðastu að liggja í sólinni klukkutímunum saman. Sérstaklega á milli 10.00 og 16.00 á daginn, þegar geislar sólarinnar eru sterkastir.3. Ekki reykja.Reykingar flýta fyrir öldrun húðarinnar og stuðla að aukinni hrukkumyndun. Reykingar þrengja æðarnar sem verður til þess að blóðflæði til húðarinnar minnkar og húðin fær því minna af súrefni og annarri næringu sem hún þarfnast. Ef þú reykir er það besta sem þú getur gert fyrir húðina að hætta því.4. Farðu gætilega með húðina.Ekki vera of lengi í baði/sturtu. Heitt vatn og langar sturtu geta þurrkað upp náttúrulegar ólíur húðarinnar. Það fer betur með húðina að nota volgt vatn en mjög heitt.Forðastu sterkar sápur. Sterkar sápur og aðrar húðhreinsivörur geta þurrkað upp náttúrulegar olíur húðarinnar og húðin verður þurr og viðkvæm í kjölfarið. Notaðu mildar, náttúrulegar sápur eða olíur án óæskilegra eiturefna í staðinn.Farðu varlega við raksturinn. Til þess að vernda og næra húðina er æskilegt að bera á raksápu eða gel fyrir rakstur. Best er að nota hreina, beitta rakvél og raka í sömu átt og hárin vaxa.Nærðu húðina. Það er mikilvægt að halda húðinni vel nærðri. Ef að þú ert með þurra húð, gættu þá að því að nota krem sem hentar þinni húðtegund.5. Þú ert það sem þú borðar Heilbrigt mataræði. Borðaðu mikið af grænmeti, ávöxtum og trefjum. Gættu þess að fá öll nauðsynleg næringarefni og vítamín og borðaðu fæðu sem er rík af andoxunarefnum. Reyndu að velja holla fitu í stað þeirrar óhollu og forðastu sykur, hvítt hveiti og mikið unna matvöru. 6. Slakaðu á og njóttu lífsins. Mikil streita getur haft áhrif á nánast allt í líkama okkar. Hún getur raskað hormónabúskap okkar sem getur svo orðið til þess að húðin verður viðkvæmari og við fáum frekar bólur og önnur húðvandamál. Það eru ótal leiðir til þess að kljást við streitu og kvíða. Gerðu þær breytingar í þínu lífi sem þarf til þess að takmarka streitu. Hægt er að leita til fagaðila eins og sálfræðings eða læknis en einnig hefur jóga, hugleiðsla og slökun reynst mörgum vel til þess að kljást við og losa um streitu og kvíða. Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Húðin er stærsta líffæri líkamans og mikilvægt að hugsa vel um hana. Góð umhirða húðarinnar og hollar venjur skipta miklu máli þegar kemur að því að halda húðinni ferskri og fallegri. Hér koma nokkur mikilvæg atriði í almennri húðumhirðu.1. Hreinlæti.Aldrei fara að sofa á kvöldin án þess að þvo af þér farða og óhreinindi. Það er mikilvægt að leyfa húðinni að anda og fara með hreina húð að sofa.Haltu burstum og öðrum förðunarvörum hreinum. Burstar eru gróðrastía fyrir bakteríur og því mikilvægt að þrífa þá vel og vandlega mjög reglulega. Hægt er að fá sérstakan sótthreinsi fyrir bursta í mörgum verslunum sem selja farða. Einnig er hægt að þvo þá með heitu vatni og sápu og leggja þá svo ofan á handklæði á heitum ofni og leyfa þeim að þorna þannig. 2. Verndaðu húðina fyrir sólinni.Eitt það mikilvægasta til þess að vernda húðina er að vera ekki í of mikilli sól og passa að brenna ekki. Of mikil sól flýtir fyrir öldrun húðarinnar og eykur hættu á húðkrabbameini.Notaðu sólarvörn. Húð fólks er mismunandi og þolir mismikla sól. Ef þú ert mikið úti yfir sumartímann eða ert á leiðinni til sólarlanda er mikilvægt að þú kynnir þér hvaða sólarvörn hentar þinni húðtegund best. Mælt er með því að bera sólarvörn á sig á tveggja tíma fresti, oftar í vatni.Leitaðu í skugga.Forðastu að liggja í sólinni klukkutímunum saman. Sérstaklega á milli 10.00 og 16.00 á daginn, þegar geislar sólarinnar eru sterkastir.3. Ekki reykja.Reykingar flýta fyrir öldrun húðarinnar og stuðla að aukinni hrukkumyndun. Reykingar þrengja æðarnar sem verður til þess að blóðflæði til húðarinnar minnkar og húðin fær því minna af súrefni og annarri næringu sem hún þarfnast. Ef þú reykir er það besta sem þú getur gert fyrir húðina að hætta því.4. Farðu gætilega með húðina.Ekki vera of lengi í baði/sturtu. Heitt vatn og langar sturtu geta þurrkað upp náttúrulegar ólíur húðarinnar. Það fer betur með húðina að nota volgt vatn en mjög heitt.Forðastu sterkar sápur. Sterkar sápur og aðrar húðhreinsivörur geta þurrkað upp náttúrulegar olíur húðarinnar og húðin verður þurr og viðkvæm í kjölfarið. Notaðu mildar, náttúrulegar sápur eða olíur án óæskilegra eiturefna í staðinn.Farðu varlega við raksturinn. Til þess að vernda og næra húðina er æskilegt að bera á raksápu eða gel fyrir rakstur. Best er að nota hreina, beitta rakvél og raka í sömu átt og hárin vaxa.Nærðu húðina. Það er mikilvægt að halda húðinni vel nærðri. Ef að þú ert með þurra húð, gættu þá að því að nota krem sem hentar þinni húðtegund.5. Þú ert það sem þú borðar Heilbrigt mataræði. Borðaðu mikið af grænmeti, ávöxtum og trefjum. Gættu þess að fá öll nauðsynleg næringarefni og vítamín og borðaðu fæðu sem er rík af andoxunarefnum. Reyndu að velja holla fitu í stað þeirrar óhollu og forðastu sykur, hvítt hveiti og mikið unna matvöru. 6. Slakaðu á og njóttu lífsins. Mikil streita getur haft áhrif á nánast allt í líkama okkar. Hún getur raskað hormónabúskap okkar sem getur svo orðið til þess að húðin verður viðkvæmari og við fáum frekar bólur og önnur húðvandamál. Það eru ótal leiðir til þess að kljást við streitu og kvíða. Gerðu þær breytingar í þínu lífi sem þarf til þess að takmarka streitu. Hægt er að leita til fagaðila eins og sálfræðings eða læknis en einnig hefur jóga, hugleiðsla og slökun reynst mörgum vel til þess að kljást við og losa um streitu og kvíða.
Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira