"Alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist“ Randver Kári Randversson skrifar 28. júlí 2014 15:20 Frá Mýrarboltanum. Vísir/Vilhelm „Þetta er mesta stressvikan, þegar það er verið að klára lokaundirbúninginn, leggja lokahönd á skipulagið og mótahaldið – tryggja það að þetta sé allt alveg 100%. Við vorum að fá nýja veðurspá og hún lofar náttúrulega besta veðrinu hérna fyrir vestan. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélagsins og mótsstjóri Mýrarboltans í samtali við Vísi. „Það er reyndar fínt fyrir okkur að fá smá skúrir, ef að það myndi gerast, það viðheldur þá bleytunni í vellinum. Miðað við þessa átt sem er spáð þá verður bara brilliant veður á mótssvæðinu. Það hentar mjög vel fyrir Tungudalinn þar sem mótið fer fram.“ Hann segir undirbúning fyrir Mýrarboltann, sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina, ganga vel. „Allur undirbúningur er mjög langt kominn, við erum bara að yfirfara listann yfir þá hluti sem þarf að klára. Í rauninni er bara fín stemning í hópnum. Það er alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist. Þetta verður rosagaman eins og hefur alltaf verið. Við erum mjög spenntir fyrir því að láta þetta ganga vel.“ Mýrarboltafélagið fagnar tíu ára afmæli í ár og er þetta í ellefta sinn sem mótið fer fram. Jóhann segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi yfirleitt tekið þátt í Mýrarboltanum fyrri ár, eða hversu margir hafi komið til að horfa á. Skráning í mótið hafi þó verið betur á veg komin á sama tíma í fyrra. Hann segir skráninguna yfirleitt taka kipp í síðustu vikunni fyrir verslunarmannahelgina og er bjartsýnn á að svo verði líka í ár. Þar spili rigningin á suðvesturhorninu inn í og telur hann að landsmenn séu komnir með nóg af rigningu. „Það hefur verið gríðarlega góð mæting á mótssvæðið sjálft, sérstaklega fyrri daginn, sem sagt á laugardeginum, þegar öll liðin keppa. Þá er gríðarlegur fjöldi á mótssvæðinu. Það fyllist ekki bara af keppendum heldur er frítt að koma og horfa á mótið. Það kostar ekkert að fylgjast með Mýrarboltanum, og ef þig langar í útilegu þá ferðu bara í útilegu og horfir og upplifir stemninguna,“ segir Jóhann. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en við gerðum árið á undan, og veita góða þjónustu. Það er það eina sem við lofum,“ segir Jóhann Bæring að lokum. Mýrarboltinn Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
„Þetta er mesta stressvikan, þegar það er verið að klára lokaundirbúninginn, leggja lokahönd á skipulagið og mótahaldið – tryggja það að þetta sé allt alveg 100%. Við vorum að fá nýja veðurspá og hún lofar náttúrulega besta veðrinu hérna fyrir vestan. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélagsins og mótsstjóri Mýrarboltans í samtali við Vísi. „Það er reyndar fínt fyrir okkur að fá smá skúrir, ef að það myndi gerast, það viðheldur þá bleytunni í vellinum. Miðað við þessa átt sem er spáð þá verður bara brilliant veður á mótssvæðinu. Það hentar mjög vel fyrir Tungudalinn þar sem mótið fer fram.“ Hann segir undirbúning fyrir Mýrarboltann, sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina, ganga vel. „Allur undirbúningur er mjög langt kominn, við erum bara að yfirfara listann yfir þá hluti sem þarf að klára. Í rauninni er bara fín stemning í hópnum. Það er alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist. Þetta verður rosagaman eins og hefur alltaf verið. Við erum mjög spenntir fyrir því að láta þetta ganga vel.“ Mýrarboltafélagið fagnar tíu ára afmæli í ár og er þetta í ellefta sinn sem mótið fer fram. Jóhann segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi yfirleitt tekið þátt í Mýrarboltanum fyrri ár, eða hversu margir hafi komið til að horfa á. Skráning í mótið hafi þó verið betur á veg komin á sama tíma í fyrra. Hann segir skráninguna yfirleitt taka kipp í síðustu vikunni fyrir verslunarmannahelgina og er bjartsýnn á að svo verði líka í ár. Þar spili rigningin á suðvesturhorninu inn í og telur hann að landsmenn séu komnir með nóg af rigningu. „Það hefur verið gríðarlega góð mæting á mótssvæðið sjálft, sérstaklega fyrri daginn, sem sagt á laugardeginum, þegar öll liðin keppa. Þá er gríðarlegur fjöldi á mótssvæðinu. Það fyllist ekki bara af keppendum heldur er frítt að koma og horfa á mótið. Það kostar ekkert að fylgjast með Mýrarboltanum, og ef þig langar í útilegu þá ferðu bara í útilegu og horfir og upplifir stemninguna,“ segir Jóhann. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en við gerðum árið á undan, og veita góða þjónustu. Það er það eina sem við lofum,“ segir Jóhann Bæring að lokum.
Mýrarboltinn Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira