Fínar göngur af laxi í Brynjudalsá Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2014 10:47 Bárðarfoss í Brynjudalsá Þrátt fyrir að litlar göngur séu í sumar árnar á vesturlandi er ein lítil á í Hvalfirði sem virðist ekki fylgja neinum lögmálum um laxgengd. Brynjudalsá hefur á árum sem hafa verið kölluð róleg staðið sig með prýði og haldið nokkuð góðri veiði á sínar tvær stangir en algengt er að áin skili 150-250 löxum á ári á aðeins tvær stangir. Nú er eingöngu veitt á flugu og hefur það ekkert breytt veiðitölum af neinu ráði því eftir að laxastiginn við Efri Foss var lagaður stoppar laxinn minna á þeim veiðistað og fer beint upp á efri svæðin sem eru sérstaklega skemmtileg flugusvæði en þar hefur þó lengi aðeins verið leyft að veiða á flugu. Ásamt góðri laxgengd er nokkuð af sjóbirting farið að sýna sig í ánni en það er vel þekkt að veiðimenn geta gengið fram á stórar torfur af vænum sjóbirting á efri svæðunum og oft mjög væna fiska. Í rigningartíðinni sem hefur verið að ganga yfir hefur áin oft vaxið mikið en er núna í frábæru vatni sem gerir laxinn tökuglaðann með eindæmum. Það verður spennandi að sjá hvað gengur í ánna á næsta straum en hún er vel þekkt fyrir að fá oft góðar síðsumarsgöngur. Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Rólegt við Elliðavatn á fyrsta degi Veiði
Þrátt fyrir að litlar göngur séu í sumar árnar á vesturlandi er ein lítil á í Hvalfirði sem virðist ekki fylgja neinum lögmálum um laxgengd. Brynjudalsá hefur á árum sem hafa verið kölluð róleg staðið sig með prýði og haldið nokkuð góðri veiði á sínar tvær stangir en algengt er að áin skili 150-250 löxum á ári á aðeins tvær stangir. Nú er eingöngu veitt á flugu og hefur það ekkert breytt veiðitölum af neinu ráði því eftir að laxastiginn við Efri Foss var lagaður stoppar laxinn minna á þeim veiðistað og fer beint upp á efri svæðin sem eru sérstaklega skemmtileg flugusvæði en þar hefur þó lengi aðeins verið leyft að veiða á flugu. Ásamt góðri laxgengd er nokkuð af sjóbirting farið að sýna sig í ánni en það er vel þekkt að veiðimenn geta gengið fram á stórar torfur af vænum sjóbirting á efri svæðunum og oft mjög væna fiska. Í rigningartíðinni sem hefur verið að ganga yfir hefur áin oft vaxið mikið en er núna í frábæru vatni sem gerir laxinn tökuglaðann með eindæmum. Það verður spennandi að sjá hvað gengur í ánna á næsta straum en hún er vel þekkt fyrir að fá oft góðar síðsumarsgöngur.
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Rólegt við Elliðavatn á fyrsta degi Veiði