Golf

McIlroy stefnir hátt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu um helgina.
Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu um helgina. Vísir/Getty
Rory McIlroy, sem sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi um helgina, setur markið hátt og vill feta í fótspor Jacks Nicklaus og Tigers Woods.

"Ég á nóg eftir," sagði Norður-Írinn sem stefnir á að vinna Masters-mótið á næsta ári, en það er eina stórmótið sem hann á eftir að vinna á ferlinum.

"Ég vil komast í hóp þeirra sem vinna stórmót reglulega."

Aðspurður hvort hann geti leikið eftir afrek Nicklaus, sem vann 18 stórmót á sínum tíma, og Woods, sem hefur unnið 14 stórmót, sagði McIlroy:

"Ég vona það svo sannarlega. Þess er beðið að einhver stígi fram og drottni yfir golfheiminum og ég vonast til að það verði ég," sagði McIlroy sem hrósaði sigri á Opna bandaríska árið 2011 og PGA meistaramótinu ári seinna.

McIlroy var annars ánægður með uppskeru helgarinnar.

"Ég er mjög stoltur af sjálfum mér," sagði McIlroy, sem situr í öðru sæti heimslistans.

"Að vera hér, 25 ára að aldri og búinn að vinna mitt þriðja stórmót og eiga aðeins eftir að vinna Masters-mótið, er eitthvað sem mig óraði aldrei fyrir," sagði Norður-Írinn að lokum.


Tengdar fréttir

Rory lék óaðfinnanlega á degi tvö

Engan bilbug var að finna á spilamennsku norður-írska kylfingsins á degi tvö á Opna breska Meistaramótinu í dag en hann kom annan daginn í röð í hús á sex höggum undir pari.

Efstu menn fara vel af stað

Forystusauðirnir á opna breska meistaramótinu í golfi eru farnir af stað á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Rory McIlroy fór af stað með látum.

Búbót bíður McIlroy eldri haldi sá yngri út

Rory McIlroy er með sex högga forystu þegar aðeins 18 holur eru eftir af opna breska meistaramótinu í golfi sem leikið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi.

Fowler búinn að ná McIlroy

Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler hefur leikið frábært golf í dag á opna breska meistaramótinu á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Fowler er nú jafn Rory McIlroy á toppnum.

Garcia saxar á forskot McIlroy

Sergio Garcia hefur leikið manna best á lokahring Opna breska Meistaramótsins sem er í gangi þessa stundina.

Tiger slapp líklegast fyrir horn

Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag.

Tiger búinn | Styttist í Rory

Tiger Woods er búinn að ljúka leik á opna breska meistaramótinu í golfi sem leikið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Hann lauk leik á sex höggum yfir pari.

McIlroy stakk af undir lokin

Norður-Írinn Rory McIlroy er með 6 högga forystu fyrir fjórða og síðasta keppnisdag opna breska meistaramótsins í golfi sem leikið er á Royal Liverpool vellinum á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×