83 milljónir í kassann hjá Stjörnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2014 19:46 Ingvar Jónsson fór á kostum í marki Stjörnunnar í kvöld. Vísir/AFP Karlalið Stjörnunnar í Garðabæ náði sögulegum árangri í kvöld er liðið sló út pólska félagið Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði markalaust jafntefli í Póllandi eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli. Um stórbrotinn árangur er að ræða enda misstu íslenskir sparkspekingar sig á Twitter í leikslok. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, var gráti næst er Vísir heyrði í honum hljóðið að leik loknum. Með sigrinum vann Stjarnan sér inn 150 þúsund evrur til viðbótar við þær 390 þúsund evrur sem liðið hafði þegar unnið sér inn. Fyrst fékk liðið 120 þúsund evrur fyrir að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildar. Þá fékk liðið 130 þúsund evrur fyrir að leggja Bangor frá Wales og tryggja sér sæti í 2. umferð. Við bættust 140 þúsund evrur með dramatískum sigri á skoska liðinu Motherwell í þriðju umferð. Alls hefur Stjarnan því unnið sér inn 540 þúsund evrur eða jafnvirði 83 milljóna íslenskra króna.Ingvar varði allt sem á mark Stjörnunar kom í 180 mínútur gegn pólska stórliðinu.Vísir/AFPÁrangur Stjörnunnar er svo sannarlega sögulegur. Félagið spilar í Evrópukeppni í karlaflokki í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur ekki enn tapað í sex leikjum sínum. Liðið vann 4-0 sigur í báðum leikjunum gegn Bangor, samanlagt 5-4 gegn Motherwell og nú 1-0 gegn Lech Poznan. Samanlögð markatala er 14-4. Ljóst er að andstæðingur Stjörnunnar í fjórðu og lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, umspilinu, verður erfiður. Sigur þar myndi tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og um leið 1,3 milljónir evra eða um 200 milljónir íslenskra króna. Fjölmargir spennandi andstæðingar verða í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð. Má þar nefna Inter frá Ítalíu, Tottenham frá England, PSV Eindhoven frá Hollandi og Villarreal frá Spáni. Stjarnan er lægst skrifaða liðið samkvæmt styrkleikaútreikningum UEFA enda að spila í fyrsta skipti í Evrópu. Óvíst er hvort Stjarnan fær að spila heimaleik sinn í umspilinu í Garðabænum. Samsung-völlurinn er gervigrasvöllur auk þess sem mögulegt er að andstæðingur Stjörnunnar gæti gert athugasemd við stærð stúku eða aðrar vallaraðstæður. Í riðlakeppni Evrópudeildar spila fjögur lið í riðli, tvo leiki, heima og að heiman. Því myndu bíða Stjörnunnar sex leikir til viðbótar og mögulegar auknar tekjur af sjónvarpsrétti. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02 Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Karlalið Stjörnunnar í Garðabæ náði sögulegum árangri í kvöld er liðið sló út pólska félagið Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði markalaust jafntefli í Póllandi eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli. Um stórbrotinn árangur er að ræða enda misstu íslenskir sparkspekingar sig á Twitter í leikslok. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, var gráti næst er Vísir heyrði í honum hljóðið að leik loknum. Með sigrinum vann Stjarnan sér inn 150 þúsund evrur til viðbótar við þær 390 þúsund evrur sem liðið hafði þegar unnið sér inn. Fyrst fékk liðið 120 þúsund evrur fyrir að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildar. Þá fékk liðið 130 þúsund evrur fyrir að leggja Bangor frá Wales og tryggja sér sæti í 2. umferð. Við bættust 140 þúsund evrur með dramatískum sigri á skoska liðinu Motherwell í þriðju umferð. Alls hefur Stjarnan því unnið sér inn 540 þúsund evrur eða jafnvirði 83 milljóna íslenskra króna.Ingvar varði allt sem á mark Stjörnunar kom í 180 mínútur gegn pólska stórliðinu.Vísir/AFPÁrangur Stjörnunnar er svo sannarlega sögulegur. Félagið spilar í Evrópukeppni í karlaflokki í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur ekki enn tapað í sex leikjum sínum. Liðið vann 4-0 sigur í báðum leikjunum gegn Bangor, samanlagt 5-4 gegn Motherwell og nú 1-0 gegn Lech Poznan. Samanlögð markatala er 14-4. Ljóst er að andstæðingur Stjörnunnar í fjórðu og lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, umspilinu, verður erfiður. Sigur þar myndi tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og um leið 1,3 milljónir evra eða um 200 milljónir íslenskra króna. Fjölmargir spennandi andstæðingar verða í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð. Má þar nefna Inter frá Ítalíu, Tottenham frá England, PSV Eindhoven frá Hollandi og Villarreal frá Spáni. Stjarnan er lægst skrifaða liðið samkvæmt styrkleikaútreikningum UEFA enda að spila í fyrsta skipti í Evrópu. Óvíst er hvort Stjarnan fær að spila heimaleik sinn í umspilinu í Garðabænum. Samsung-völlurinn er gervigrasvöllur auk þess sem mögulegt er að andstæðingur Stjörnunnar gæti gert athugasemd við stærð stúku eða aðrar vallaraðstæður. Í riðlakeppni Evrópudeildar spila fjögur lið í riðli, tvo leiki, heima og að heiman. Því myndu bíða Stjörnunnar sex leikir til viðbótar og mögulegar auknar tekjur af sjónvarpsrétti.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02 Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02
Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59
Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35