Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Ellefu sigrar í röð Kristinn Ásgeir Gylfason á Fylkisvelli skrifar 7. ágúst 2014 12:48 Vísir/Arnþór Stjörnukonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. Fylkisliðið náði að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur en það var ekki nóg. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Stjörnuliðið vann þarna sinn ellefta deildarsigur í röð og náði með því ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á morgun. Lucy Gildein kom Fylki yfir strax á 2. mínútu og Fylkiskonur voru yfir í 48 mínútur. Stjarnan jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og skoraði síðan tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði þriðja markið. Fylkisliðið fékk fín færi til að bæta við mörkum en Stjörnukonum tókst að komast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. Harpa Þorsteinsdóttir komst ekki á blað í leiknum en hún var búin að skora í átta leikjum í röð og alls 20 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Vel skipulagt Fylkislið gerði Stjörnukonum erfitt fyrir í kvöld. Fylkir lagði mikla áherslu á að verjast og treysti á skyndisóknir. Tvisvar komst Lucy Gildein í gott færi ein á móti markmanni en í hvorugt skiptið tókst henni að koma boltanum í netið. Mikið líf komst í Fylkiskonur þegar þær skorðuðu snemma leiks. Allt útlit var fyrir jafnan leik framan af fyrri hálfleik. Störnukonur vöknuðu svo til lífsins um miðjan hálfleikinn og þar eftir var stefnan á vellinum nánast óslitið í átt að marki Fylkis. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Markatalan segir ekki alla söguna enda átti Lucy Gildein tvö góð færi. Stjörnunni tókst að nýta þau færi sem liðið fékk og skóp með því sigurinn.Hrafnhildur Hekla: Úrslitin segja ekki til um framvindu leiksins „Við spiluðum með fimm manna vörn. Þær sóttu mjög fast og við ætluðum okkur að halda aftur af þeim. Boltinn hlaut eiginlega að leka inn hjá þeim. Við náðum ekki að klára færin. Þetta var góður leikur hjá okkur þrátt fyrir úrslitin, sem mér finnst ekki alveg segja til um framvindu leiksins,“ sagði Hrafnhildur Hekla fyrirliði Fylkis.Ragna Lóa: Jákvætt þegar liðið mitt gengur af velli og er svekkt yfir því að hafa tapað „Við lögðum upp með það að verjast vel og ná skyndisóknum. Ef Lucy hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við komist í 2-0 og unnið þennan leik, það þarf að nýta skyndisóknirnar,“ sagði Ragna Lóa þjálfari Fylkis og bætti svo við í léttum tón: „Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi“.Ólafur Þór: Það er langt í að við förum að fagna „Leikurinn snérist svolítið um það hjá þeim að stoppa Hörpu, það gekk ágætlega en þá kom annar leikmaður í hennar stað og skoraði tvö mörk í dag, sem var frábært," sagði Ólafur. „Þetta var hörku leikur á móti vel skipulögðu Fylkisliði. Við fáum alltaf færi og mörkin detta þá inn. Við sáum að í dag að það eru hörku lið í deildinni. Þótt við séum með forskot er langt í að við förum að fagna,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í Lautinni í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Stjörnukonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. Fylkisliðið náði að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur en það var ekki nóg. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Stjörnuliðið vann þarna sinn ellefta deildarsigur í röð og náði með því ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á morgun. Lucy Gildein kom Fylki yfir strax á 2. mínútu og Fylkiskonur voru yfir í 48 mínútur. Stjarnan jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og skoraði síðan tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði þriðja markið. Fylkisliðið fékk fín færi til að bæta við mörkum en Stjörnukonum tókst að komast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. Harpa Þorsteinsdóttir komst ekki á blað í leiknum en hún var búin að skora í átta leikjum í röð og alls 20 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Vel skipulagt Fylkislið gerði Stjörnukonum erfitt fyrir í kvöld. Fylkir lagði mikla áherslu á að verjast og treysti á skyndisóknir. Tvisvar komst Lucy Gildein í gott færi ein á móti markmanni en í hvorugt skiptið tókst henni að koma boltanum í netið. Mikið líf komst í Fylkiskonur þegar þær skorðuðu snemma leiks. Allt útlit var fyrir jafnan leik framan af fyrri hálfleik. Störnukonur vöknuðu svo til lífsins um miðjan hálfleikinn og þar eftir var stefnan á vellinum nánast óslitið í átt að marki Fylkis. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Markatalan segir ekki alla söguna enda átti Lucy Gildein tvö góð færi. Stjörnunni tókst að nýta þau færi sem liðið fékk og skóp með því sigurinn.Hrafnhildur Hekla: Úrslitin segja ekki til um framvindu leiksins „Við spiluðum með fimm manna vörn. Þær sóttu mjög fast og við ætluðum okkur að halda aftur af þeim. Boltinn hlaut eiginlega að leka inn hjá þeim. Við náðum ekki að klára færin. Þetta var góður leikur hjá okkur þrátt fyrir úrslitin, sem mér finnst ekki alveg segja til um framvindu leiksins,“ sagði Hrafnhildur Hekla fyrirliði Fylkis.Ragna Lóa: Jákvætt þegar liðið mitt gengur af velli og er svekkt yfir því að hafa tapað „Við lögðum upp með það að verjast vel og ná skyndisóknum. Ef Lucy hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við komist í 2-0 og unnið þennan leik, það þarf að nýta skyndisóknirnar,“ sagði Ragna Lóa þjálfari Fylkis og bætti svo við í léttum tón: „Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi“.Ólafur Þór: Það er langt í að við förum að fagna „Leikurinn snérist svolítið um það hjá þeim að stoppa Hörpu, það gekk ágætlega en þá kom annar leikmaður í hennar stað og skoraði tvö mörk í dag, sem var frábært," sagði Ólafur. „Þetta var hörku leikur á móti vel skipulögðu Fylkisliði. Við fáum alltaf færi og mörkin detta þá inn. Við sáum að í dag að það eru hörku lið í deildinni. Þótt við séum með forskot er langt í að við förum að fagna,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í Lautinni í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira